Á morgun, Laugardag ætlar Mustangklúbburinn í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn að hafa opinn brautardag á Kvartmílubrautinni fyrir eigendur allra
AMERÍSKRA bíla, og skiptir engu máli hvort hann sé frá Ford, GM eða Chrysler, eða hvaða árgerð hann er.
Þemað á morgun er AMERÍKA.Það verður keyrt frá kl. 11.00 til kl. 16.00 og er verðið fyrir daginn kr. 2.000. Þó er hægt að kaupa 3 ferðir á 1.000kr.Við minnum á að ennþá þarf Tryggingarviðauka þannig að nú er að drífa í að hringja í Tryggingarfélagið og græja viðaukann!
Einnig þurfa menn að vera með fullskoðaða bíla ásamt hjálmi, en eflaust er hægt að fá lánaða hjálma hjá einhverjum sem geta ekki reddað sér hjálm.
Grillað verður meira en dekk því við ætlum að bjóða upp á pyslur og ískalt Appelsín, fríkeypis!
Dragið nú bílana úr skúrunum og kíkið við á Kvartmílubrautina milli kl. 11.00 og 16.00 á morgun, Laugardaginn 6. Júní.