Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Chevrolet Laguna
Sigtryggur:
Athugið að venjuleg Laguna og S3 útfærslan eru ólíkir að mörgu leyti !
Guðmundur Björnsson:
1973, þá er S3 ekki í boði en til 2dyra, 4ra dyra og station.
1974-5 og 6 er Laguna bara til í útfæslu S3 cpe.
johann sæmundsson:
--- Quote from: Junk-Yardinn on May 22, 2009, 12:16:28 ---þessi bíll kom úr sölunefndinni fyrir um 20 árum síðan. Ingimar Baldvdins keyfti hann og tók úr honum snúningsstólana. Síðan keyfti Sólberg á Laugum hann og geymdi hann inni í mörg ár en skifti á honum og tölvu fyrir nokkrum árum. Held að bíllinn sé 1975.
Jói
--- End quote ---
Skoðaði þennan 2007 hann var með skoðun '86. Eigandinn sagði hann vera 75 árg.
Þetta er S3 típa. lógóin eru á brettunum og í grillinu.
kv jói.
Ingi Hrólfs:
--- Quote from: '71Chevy Nova on May 23, 2009, 09:34:07 ---Vinur minn hann Ingvar Hrólfsson þekkir mun/mikklu betur til Chevrolet Laguna bílsinns sem var á Neskaupstað hér denn heldur en ég!..(bara spurning hvort hann vilji eittvað vera tjá sig um það?),Ég man samt nafn eiganda bílsinns og heitir hann Hreinn/Hrenni!.
Vonast eftir góðu innleggi frá þér Ingi :?:
--- End quote ---
Sælt veri fólkið.
Þessi bíll er, eins og fram hefur komið, ekki bíllinn sem var á Nesk.
Sá bíll var blár en Hreinn Sigurðsson, Hrenni, átti þennan bíl og ef ég man rétt þá keypti Hrenni bílinn ofan af héraði. Það var í honum 350/350.
Flakið af honum liggur hérna uppfrá og er að sökkva í drullu og er orðið heldur óálitlegt. Ég á myndir sem ég tók af honum fyrir nokkrum árum en þarf að scanna þær inn ef það er vilji manna að sjá gripinn. Hann er orðinn heldur dapur.
K.v.
Ingi Hrólfs.
Sigtryggur:
--- Quote from: Guðmundur Björnsson on May 24, 2009, 12:43:40 ---1973, þá er S3 ekki í boði en til 2dyra, 4ra dyra og station.
1974-5 og 6 er Laguna bara til í útfæslu S3 cpe.
--- End quote ---
Var þá til Chevelle sömu árgerðar og Laguna S3,þá með öðrum framenda?Skólabróðir minn í Iðnskólanum átti ´75 Chevelle/Laguna,koparlitaðann á Rally felgum.Sá bíll var ekki S3.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version