Ég skora á fólk að koma og taka plaggöt í kvöld og hengja upp ALLSTAÐAR þar sem einhver umferð af fólki er. Það skiptir Kvartmíluklúbbinn MIKLU máli að við fáum MIKIÐ af fólki á sýninguna og MIKINN pening í kassann fyrir framkvædunum sem eru að hefjast upp á braut.
Við erum að tala um að hengja upp í grunnskólum, framhaldsskólum, verslunum, sjoppum, bensínstöðvum, skyndibitastöðum, bókasöfn, íþróttahús, líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, almenn verkstæði og bílaverkstæði, réttingar og sprautuverkstæði, þar sem biðstofur finnast, bara þar sem ykkur dettur í hug að einhver fólksumferð er, þar skellið upp plakati ef leyfi fyrir því er gefið!