Þessi Charger er einn merkilegasti factory Mopar sem komið hefur hingað. VIN XP29V0G162863. Upphaflega R/T six-pack. Grænsanseraður og STÝRISSKIPTUR. Fluttur inn um 1973. Var fyrst í Hafnarfirði fór svo á Akranes þar sem 318 var sett í hann en 440 vélin týndist. Í apríl 1977 er hann auglýstur til sölu þá með 318 og sjálfskiptingu og powerstýri, leðurstólum, rafknúnum rúðum og sílsapústi (nema hvað). Þar er hann sagður ekinn 70.000 km. Gulli Emilss reif bílinn um 1982 og á enþá VIN plötuna.
Ég skal henda inn bílaauglýsingunni um helgina.
Err