Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Kvartmílutækið í dag er þessi

<< < (4/12) > >>

Skúri:
Kiddi í Björgun náði 7.7 sek á honum í seinni keppninni ´77. Þetta þykir kannski ekki merkilegur tími í dag en það þótti það þá.
Bói keppti á honum fyrst ´79 eins og mig minnti og þá með 340 Chrysler. Fyrir tímabilið ´80 þá kaupir hann 302 Chevy vélina, Siggi Jakobs fylgdi víst með í kaupunum  :).
Þetta var ég að rifja upp með smá aðstoð gamalla bílablaða sem ég á.

Kristján Skjóldal:
töff er þá ekki næst þessi vega sem Leifur er á þarna :D

íbbiM:
kókosbollan er á ísafirði já,

Sterling#15:
Veit einhver hvar 289 vélin sem var í Kókosbollunni er í dag?  Mér var sagt að Kiddi í Björgun ætti hana, en hef ekkert staðfest um það.  Málið er að þessi 289 vél er úr 66 Mustang sem ég á.  Allavega hefur sú saga gengið lengi.  Eg er búinn að eiga bílinn í 31 ár svo ég er nokkuð viss um að þetta sé rétt.  Enda ekki orginal vélin í Mustanginum mínum.  Ef einhver veit um þessa vél endilega látið mig vita.

Skúri:
Þegar pabbi kaupir 289 vélina af Kidda þá er hún seld sem vélin úr Kókosbollinni og átti að vera um 290 hö.
Pabbi átti þessa vél lengi en hún var aldrei sett í bíl hjá honum. Hann selur svo Benna Eyjólfs hana með öllu sem var á vélinni nema að hann hélt eftir blöndungnum.
Þetta var í kringum ´85 sem pabbi selur vélina og var farið í sólarlandaferð fyrir peninginn  \:D/  Mig minnir að Benni hafi nú verið töluverðan tíma að selja hana aftur.
Ef Kidda á vélina enn, þá hefur hann keypt hana aftur eða selt pabba ekki réttu vélina.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version