Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Kvartmílutækið í dag er þessi
Kristján Skjóldal:
jæja hver kann sögur á bak við þennan :?:reina svo að halda þessu lifandi Strákar :!:
kiddi63:
Sefur núna í gámi á Ísafirði, segir sagan.
Skúri:
Kiddi kenndur við Björgun breytti þessum bíl fyrst og keppti á honum í sandspyrnu, ég veit ekki hvort hann keppti á honum í fyrstu sandspyrnunni sem var haldi ´76, alla vega keppti hann á honum í báðum sandspyrnukeppnunum ´77
Hann var þá með 289 Ford og tvöfaldar Terrur að aftan í fyrri keppninni en "bara" einföldum í seinni keppninni. Ég var á seinni keppninni og man vel eftir honum þrátt fyrir að vera aðeins 4 ára.
Ég man að hann var ljósgulur þegar Kiddi átti hann. Pabbi gamli átti lengi vel 289 mótorinn sem var í honum og átti hann að fara í Mustang sem að gamli hafði augastað á en varð svo ekkert úr.
Það er eins og mig minnir að Gylfi Púst hafi einhvertíman átt hann eftir að Kiddi seldi hann, en ég man ekki hvort það var áður eða eftir að Bói átti hann.
Það er eins og mig minnir að Bói hafi eignast hann ´79 og keppt á honum eina keppni það ár. Alla vega keppti Bói á honum allt keppnistímabilið ´80, fyrst með 340 Chrysler sem seinna endaði í Willys jeppanum sem Dundi á Akureyri átti og keppti á í torfæru ´80 - ´82. Síðan verslaði Bói 302 Chevy mótorinn úr Monzunni sem þessi þráður byrjaði á og á honum náði hann besta tímanum sem hann átti 10.27.
Eftir tímabilið ´80 seldi svo Bói bílinn og fór hann á eitthvað flakk eftir það, meðal annars var pabba boðin hann til kaups einhvern tíman in the 80´s. Síðast man ég eftir honum niðri á bílasölu sem Jón S. heitin var með, mér skilst að það sé bróðir hans sem á hann fyrir vestan, alla vega eitthvað tengdur honum.
Kristján Skjóldal:
eru til myndir af honum í sandi :?:og veit einhver tima þar :?:
Skúri:
Það er bara til ein léleg mynd af henni inn á www.bilavefur.net , ég man ekki eftir annari mynd á netinu.
Ég á gamalt bílablað síðan ´77 þar sem fjallað erum seinni keppnina ´77 og þar gætu verið einhverjir tímar, ég skal ath. það á morgun.
Ég var nánast búinn að fara í gegnum allan bilavef.net þegar ég loksins fann þessa mynd sem er í raun þrjár myndir. Tvær myndir af Kókosbollunni í fyrri keppninni ´77 og svo ein af Leifi upp á braut á gömlu Vegunni.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version