eg atti nu bara við þungutækin sem eru bönnuð, ad ástæðan fyrir þvi ad þeir seu bannaðir (þ.e.a.s þungu bílarnir) se kannski vegna þess hvernig grasið fór eftir trukkana i fyrra??
Ertu þá að tala um grasið í Fífunni eftir sýningu B&S og að aðstandendur Kórsins séu að banna KK að hafa þung tæki á sýningunni þess vegna? Ef svo er þá er svarið nei. Við máttum ekki hafa mjög þung tæki á sýningunni í fyrra, hversu þung nákvæmlega, var aldrei talað um. Aðstandendur Kórsins eru að banna m.a. jeppa í ár vegna þess að þeir ráðfærðu sig við þá sem hönnuðu grasið og segja þeir að grasið þoli það ekki. Grasið sé þá ekki lengur í ábyrgð og ef eitthvað kemur upp á, þ.e. ef að það skemmist yrði það líklega banabiti KK að þurfa að bæta þeim það. Þetta er að hluta til alveg rétt það sem Stjáni Skjól. segir, en það sást aðeins á grasinu eftir sýningunna í fyrra þrátt fyrir að við reyndum að passa mjög vel upp á að fólk væri alls ekki að taka krappar beyjur, sér í lagi þeir sem væru með læst drif. Til dæmis voru tveir sem óku tækjunum á skófludekkjum út af sýningunni, og það sást aðeins á grasinu, en við fengum séns þar. KK var sett það skilyrði í ár að það væru plattar undir
ÖLLUM 4 dekkjum bílsins, og
plast undir þeim öllum, sama hversu nýir þeir væru.