Mig langar bara að vara alla hérna við, að ef þið þurfið af einhverjum ástæðum að skilja bíl eftir á Reykjanesbrautinni í einhvern tíma, að panta frekar kranabíl eða fá félaga til að draga bílinn til byggða.
Ég ek Brautina á hverjum degi milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, og hef séð að ef það er bíll skilinn eftir yfir nótt er í 90% tilfella búið að brjóta ALLAR rúður í bílnum daginn eftir, og sjálfsagt búið að skemma eitthvað fleira.