Kiddi, ég hef ekki heyrt þetta áður og þetta er áhugavert, þeir sem að ég hef talað við úti ber reyndar ekki saman um það hvort sé betra á kaldar brautir.
Það verður gaman að heyra hvað þeir á Santa Pod segja þar sem að það er ekki mikið heitara í Bretlandi heldur en hér.
En það sem að allir sem ég hef talað við úti eru sammála um er að það þarf að setja lítið í einu og draga gúmmí ofan í brautina á milli, og svo þarf að blanda í VHT'ið c.a. 40% VHT á móti 60% methanol.
Einnig þá er það víst algjör vitleysa að bera efnið á rétt áður en að mikið af bílum á venjulegum dekkjum fara að keyra eins og rétt fyrir æfingar þar sem að það þarf soft compound dekk til að leggja gúmmí ofan í VHT'ið.
Svo tala allir um að þrif á brautinni sé algjört must.
Hálfdán minntist líka á að það gúmmí sem að við höfum verið að draga yfir brautina standi upp á endann en ekki með sólann niður, og líklega væri best að sólinn væri niður og þetta þarf líka að vera soft compound gúmmí.
Þetta er kannski ekki mikið en þetta eru þær upplýsingar sem að ég hef fengið nú þegar.
Hálfdán sagði mér frá grein sem að einhver frá Englishtown skrifaði fyrir einhverju síðan um notkun VHT, ef einhver sem að hefur hugmynd um hvar er hægt að nálgast þessa grein ?
kv