Sælir allir þeir sem að hafa áhuga á Trackbite málum
Ég er búinn að vera að leita að upplýsingum um hvernig sé best að standa að því að setja Trackbite, LC6 eða Strip Grip á brautina og hvort eitthvert þessara efna sé betra í kuldanum hérna heima.
En það er nokkuð ljóst að við þurfum miklu betra plan varðandi þessi mál hjá okkur í klúbbnum og það þarf mannskap í að vinna þetta í sumar (endilega hafið samband ef einhver hefur áhuga á að aðstoða okkur í þessu)
Það er alveg greinilegt að þunnt lag af trackbite og svo dekk dregin yfir og þetta gert reglulega kemur til með að byggja upp besta gripið, því það er jú gúmíið sem að gerir gripið.
Eina almennilega lesningin sem að ég hef fundið var hjá VP race fuels en þessi efni virka öll eins .. sem sagt sem lím til að líma gúmmí við brautina.
Einnig þá koma aðrir hlutir inn í þetta eins og að þrífa brautina osfv
Þessi grein sem að ég minntist á er hér
http://vpracingfuels.com/DOCS/tractioncompound.docEndilega komið með ráðleggingar eða benda okkur á upplýsingar því við viljum endilega gera þetta eins vel og kostur er á, en að sama skapi þá þarf það að passa inn í budgetið okkar