Sælir kvartmílu unnendur og aðrir bílaáhugamenn. Ég hef fylgst þó nokkuð með kvartmíluspjallinu en þó meira eftir að ég flutti út. Finnst því við hæfi að ljá orðum að frægasta bíl Íslands , hinnum mikla Sódoma transam. Það vill þannig til að þetta hefur verið minn draumabíll í fjöldamörg ár, transam 77-78 er með fallegri bílum sem framleiddir hafa verið. Það algjörlega hræðilegt að sjá sögu þessa bíls síðan myndin var gerð og sjá hvernig það hefur verið einbeitur brotavilji að koma honum í það ástand sem hann er nú í. Þó það megi nú kannski gera hann upp þá yrði það svo dýrt að það yrði varla framkvæmdarlegt, vélin og kassinn týnt, innréttinginn farinn og glerið fokið burt. Enn ég vona að núverandi eigandi verði maður að manni og komi honum í stand allavegana eitthvað stand.