Ég sé að það er mikið rætt um þetta mál á dragracing.is
Allt þetta sem þeir spyrja um þar hefðu þeir getað lesið um á kvartmila.is en þeir eru bara of uppteknir við að kvarta og kveina.
Það sést best á því að ARI hefur ekki hugmynd hverjir eru í stjórn.
Á þessum tíma þegar dollarinn var í kr 60 þá átti klúbburinn ekki 1.5 milljónir til aflögu í trakkbætgræju.
Kiddi talar um að hver einasta króna eigi að fara í malbik og ekki eigi að setja krónu í húsið og umhverfið.
Kidda er þá sama hvort hans húseign hrynji niður og verði FÚA að bráð svo fremi sem innkeyrslan sé glæsileg.
Einnig hef ég furðað mig á ákvarðanatöku stjórnarinnar upp á síðkastið.. sem dæmi:
1.Stjórnarmaður valsar um á netinu og lýsir því yfir að brýnasta mál á dagskrá sé bygging sandspyrnubrautar í Kapelluhrauni...
2.Árshátíð klúbbsins er haldin í litlu félagsheimili klúbbsins frekar enn að slá til og hafa veglega veislu á góðu veitingahúsi í bæjnum og klúbburinn hagnast á miðasölu og kemur út í stórum plús. (Ég veit um marga sem fóru ekki sökum þess að þetta var haldið í félgsheimilinu þar með talið ég sjálfur)
3.Stjórn ákveður og auglýsir aðalfund í félagsheimilinu í staðin fyrir íþróttahúsið sem hefur verið notast við undanfarin ár...?!?!???? Ég bendi því stjórn á félagatölu s.l. árs sem var frekar stór og bið hana að koma þeim hóp fyrir inn í sal klúbbhússins...
1. Ef þú hefðir lesið þann þráð aðeins betur þá hefðirðu séð það að það var ekki búið að ræða þetta á stjórnarfundi og var þetta sem honum fannst þ.e.a.s. honum fannst það brýnt mál að koma sandspyrnubraut fyrir á svæðinu okkar.
2. Þeir sömu sem kvarta undan fjármálaóreiðu vildu að KK hefði haldið árshátíð sína hjá manni sem rekur nektarstaði og hefði það orðið mjög dýr biti fyrir KK þar sem hefð hefur skapast fyrir því að KK bjóði starfsmönnum á árshátíð KK og tókst okkur að halda glæsilega veislu í klúbbhúsi KK. Það er líka rangt þegar sagt er að KK hefði getað hagnast á því að halda árshátið annarsstaðar. Ég hélt að það þyrfti bara almenna skynsemi til að sjá svona hluti kreppa nýskollinn á. KK á stórt og gott húsnæði og það er um að gera að nota það. Fólk hefur meira að segja falast eftir því að fá það leigt eftir að hafa verið á árshátíðinni og einnig eftir að hafa séð myndir þaðan.
3. Ég held greinilega að þú hafir ekki mætt á aðalfundi KK undanfarin ár. Það eru aldrei meir en á milli 30-40 manns sem nenna á aðalfundi. Held reyndar að það mesta sem ég hef talið síðan 2004 sé einmitt rúmlega 30 manns.
Það komu menn í sportið með fullt af peningum og alvöru kvartmílutæki sem mann hefði aðeins dreymt um að sjá á klakanum fyrir nokkrum árum
og ef KK hefði nú aðeins sýnt lit og keypt þessa græju fyrir um 1.5 milljónir og lagað startið eins og var gert um árið fyrir um 300 þús kr þá væri
mjög líklega Þórður ekki búinn að fá uppí kok af þessu,Trans Am hjá Grétari F væri sennilega heill í dag,allavega meiri líkur til þess og þessi óánægja
væri ekki til staðar.
Ég veit ekki betur en lagfæring á þessu starti hafi mistekist hrikalega fyrir þessar kr 300.000.- þegar það er einmitt sett sérstaklega út á startið í
skýrslu öryggisfulltrúa.
Rásmark brautarinnar (start) er einnig illa farið og er þar helst um að kenna því að malbik er orðið mjög gróft og slitið.
Einnig verður að telja til að sig hefur orðið á svæði sem að er um 50cm breytt og nær yfir allt þvermál brautarinnar í rásmarki, en er sérstaklega áberandi á vinstri helmingi brautarinnar..
Ráskafla brautarinnar er mjög brýnt að laga, og ekki er annað að sjá að en að ekki sé hægt að halda örugga keppni nema að þetta sé lagað og skiptir þá engu hvort er keyrð keppni á fjórðungi (1/4 úr mílu) eða áttungi (1/8 úr mílu). Þetta er eitt af þeim málum sem við erum búnir að vera að vinna að og verður lagt upp á aðalfundi.
Ég held með fullri virðingu fyrir Þórði að hann sé ekki búinn að fá upp í kok á þessu heldur er hann annaðhvort búinn eða er að selja öll tæki úr landi eftir því sem ég hef í hendi. Það skall á kreppa.
Grétar F fór ekki eftir tilmælum sem lagðar voru fyrir hann þ.e. að keyra hægar og læra á bílinn. Hann kunni lítið sem ekkert á bílinn sinn og ef við værum í Ameríkuhreppi þá hefði hann þurft að taka próf á svona kraftmikið ökutæki. Eftir þeim áræðanlegu upplýsingum sem ég hef þá var þetta ökumannsmistök því hann botnar bílinn aftur eftir að hafa verið í vandræðum með að skipta um gír sem endar þannig að afturdekkin fara að spóla og bíllinn snýst.
Allir þeir sem taka að sér að vera í stjórn fyrir KK verða að vera búnir undir það að leggja sitt af mörkum í vanþakklátu starfi. En menn verða líka að vera tilbúnir að taka við smá gagnrýni frá félögum í klúbbnum. Mér sýnist sem að allir í stjórninni telji sjálfgefið að þeir verði allir endurkjörnir á aðalfundi ? Bólar ekkert á neinum kosningarskjálfta ? Kannski menn séu stoltir af sínum störfum ? Hverjir ætli verði í kjöri núna í ár ? Fáum við kannski alveg glænýja stjórn og nýjan formann ? Veit ekki, hef ekkert séð.
Ég veit ekki betur en þeir sem eru í stjórn núna séu búnir að leggja ansi mikið á sig undanfarin 2 ár og meira og fengið lítið annað en skít og skömm fyrir og þá aðalega frá 4-5 mönnum. Gagnrýni er af hinu góða svo framanlega sem menn séu ekki að hóta stjórn eða stjórnarmönnum eins og hefur gerst. Við allir í stjórn erum tilbúnir að fara og það bólar ekkert á kosningarskjálfta. Já við erum mjög stoltir af okkar störfum og vitum að þú gætir ekki gert betur. Vonandi kemur inn ný/gömul stjórn sem heldur áfram að bera ábyrga peningastefnu og heldur áfram uppbyggingarstarfi, en það er nokkuð sem hefur ekki verið gert síðan brautinn var byggð fyrir rúmum 30 árum.
félagsfundir eru ágætir en það þarf að hafa fundi þar sem stjórn félagsins er saman komin,eða allavega meirihluti,og það þarf að
fara yfir stöðu mála,svona hnitmiðað.Það er allavega mín skoðun.
Ég hef mætt á nokkra fundi og ekki hef ég hitt á nema kannski einn úr stjórn og svo eru þetta bara krakkar að spjalla (ekkert illa meint).
Stjórn félagsin hefur lagt það í vana sinn mjög oft að funda einu sinni í viku og það á miðvikudögum þegar félagsfundir eru. Afhverju haldið þið að þeir sem mæta á félagsfundi séu svona vel upplýstir
Þessir krakkar sem þú talar um eru framtíð klúbbsins og þá ber að virða alveg eins og eldri félaga.
Það er rétt Maggi að það er ekkert pláss fyrir ósætti þess vegna er undarlegt að reyna ekki eftir fremsta megni að verða við óskum keppanda
að gera eitthvað í trackmálum,það ekki bara verið að tala um nýtt malbik alla leið heldur hefði verið nóg að sýna smá lit.
Þetta er bara búið að bíða of lengi og okkur alltaf sagt að þetta sé alveg að bresta á,að það bíði menn með hundruði milljóna
sem þeir vilja setja í svona brautarstæði.Þeir eru ekki til í það í dag þar er á hreinu,KK missti af góðærinu.
Enn og aftur þá sést að menn eru ekki að lesa neitt það sem kemur frá stjórn. Kvartmíluklúbburinn á fyrir sínum útgjöldum en Hafnarfjarðarbær hefur ekki verið að standa sig í því sem hann hefur sagt og reyndar hefur Hafnarfjarðarbær svikið okkur í mörg skipti þar sem þeir vilja helst hafa okkar samskipti töluð en ekki á prenti. Er það ekki að sýna lit að leggja gardrail og gera aðstöðu fyrir ræsi örugga, sópa brautina reglulega og trakka hana. Svo þessa 300 milljónir sem menn hafa mikið verið að tala um. Þá er hópur fjárfesta sem hefur gaman af akstri og leigja oft út brautir erlendis. Þá langar að leggja fram peninga í hringakstur en ekki kvartmílubraut. Það hefur marg oft komið fram og hefur strandað út af deiluskipulagi og endanlegri hönnun á svæðinu.
Ég vona að þetta hafi svarað eitthvað af ykkar spurningum, ef ekki þá skal ég glaður svara því sem ég get.
Þetta er ekki sett upp til að gera árás á neinn heldur til að svara spurningum svo öll dýrin í skóginum fái einhvern skiljing og geti verið vinir.
Ég vil endilega benda mönnum á að lesa þessa grein með bæði augun opinn.
Kveðja
Jón Þór Bjarnason