Author Topic: Vegna pirrings félagsmanna  (Read 6786 times)

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Vegna pirrings félagsmanna
« on: January 30, 2009, 02:15:32 »
TEKIÐ AF www.dragracing.is

Quote
Re: Aðalfundur KK

Postby Kiddi » Thu Jan 29, 2009 7:10 pm
Þetta snýst ekkert um einhverjar reglur... Menn eru bara orðnir dauðleyðir á því hvernig ástandið er á brautinn og hvernig flest stórmál klúbbsins eru "höndluð".. Mér sárnar það einnig hvernig hefur verið farið með peninga klúbbsins og forgangsröðun margra mála.

KR

Við í stjórn erum líka dauðleiðir á ástandinu á brautinni og erum að gera það sem til þarf. Hafnarfjarðarbær á ekki til pening en Kvartmíluklúbburinn á til helminginn í þá kostnaðarliði sem þarf til að laga brautina og færa startið aftar og verður kosið um þær framkvæmdir á aðalfundi. Ef að stjórn hefði tekið lán í sumar fyrir fullum framkvæmdum á brautinni þá værum við sennilega hátt í 80 milljóna skuld þar sem lánið hefði eflaust verið tekið í erlendum gjaldmiðli. Hvar værum við þá?

Stjórn Kvartmíluklúbbsins er kosinn til að sjá um málefni Kvartmíluklúbbsins en ekki hinn almenni félagsmaður og hefur stjórn fullt umboð til að "HÖNDLA" með stórmál klúbbsins eins og stjórn þykir best í hverju tilviki fyrir sig. Sum málefni eru oft á það viðkvæmu stigi í samningum að ekki er hægt að tala um þau á opnu spjalli. Almennur félagsmaður getur auðvitað komið sínum athugasemdum til stjórnar og er best að gera það skriflega í tölvupóst til einhvers stjórnarmanns og eru þau bréf tekinn fyrir á stjórnarfundum.

Sumum sárnar hvernig hefur verið farið með peninga klúbbsins og tala um fjármálaóreiðu og hvet ég þá félagsmenn um að kæra það eftir að hafa lesið ársskýrslu klúbbsins.
Þetta sárnar okkur mjög að heyra og þá sérstaklega vegna þess að fyrir 2 árum var klúbburinn í kr 800.000.- í mínus.
Í dag á klúbburinn nokkrar milljónir og það getur ekki verið vegna þess að ílla hefur verið farið með peninga klúbbsins.
Nánast allar framkvæmdir kringum brautarsvæðið hafa verið gefnar af velunnurum klúbbsins og starfskrafti fárra félagsmanna og hleypur sú tala á ansi mörgum milljóna sem klúbburinn hefur ekki þurft að punga út fyrir.

Þegar fólk talar um forgangsröðun þá vill það fá malbikið fyrst og allt hitt seinna.
Svona hugsun gengur ekki upp. Klúbburinn fékk framkvæmdirnar kringum brautina og þar með talið gardrail nánast frítt.
Hafnarfjarðarbær hefur ekki séð sér fært að aðstoða klúbbinn um þá fjármuni sem honum ber frá Hafnarfjarðarbæ þar sem Kvartmíluklúbburinn er íþróttafélag innan bæði ÍSÍ og ÍBH. Stjórn Kvartmíluklúbbsins er og hefur verið í leit að fjármagni til að leggja nánast nýja braut með öllu tilheyrandi en ekki tekist að fá utanaðkomandi fjármagn. Klúbburinn er loksins komið með nothæft hús sem fyrri stjórnir hafa ekkert gert til að koma í samt lag og notkun. Þessu húsi fylgja tekjumöguleikar ef rétt er haldið á spöðunum.

Einnig langar okkur að benda á að það hefur verið rætt svolítið um það meðal félagsmanna að segja sig úr KK og ganga í BA.
Ef menn halda að það lagi fjárhag klúbbsins sem er að reyna að standa aftur í uppbyggingu á kvartmílubraut sem er orðin rúmlega 30 ára þá er það alveg sjálfsagt mál. Notendur á þessari spjallsíðu hafa ekki viljað lesa rétt úr þeim orðum þegar stjórn er að segja frá hvað sé að gerast hverju sinni og túlka oft eftir sínu höfði. En allavega þá styttist í aðalfund þar sem fullgildir félagsmenn geta komið og boðið sig fram í stjórn og komið í veg fyrir þessa óreiðu.


Virðing og vinsemd
Jón Þór Bjarnason
Gjaldkeri Kvartmíluklúbbsins.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #1 on: January 30, 2009, 09:22:06 »
 =D>

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #2 on: January 30, 2009, 09:33:25 »
þetta er mjög flott hvernig þú ert búinn að halda utanum fjármál KK það er ekki spurnig =D>þó svo að ég sé á þeirri skoðun að svona mótorsportklúbbar eiga ekki að eiga millur inn á reikn heldur láta alla peniga í sportið [-o< og ég vona bara að þið í stjórn KK hlustið lika á keppendur og virðið þeirra skoðanir og meti svo hvað er það sem liggur mest á og vonadi framhvæmi sem fyrst  \:D/með fyrifram þökk KS
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #3 on: January 30, 2009, 10:16:54 »
þetta er mjög flott hvernig þú ert búinn að halda utanum fjármál KK það er ekki spurnig =D>þó svo að ég sé á þeirri skoðun að svona mótorsportklúbbar eiga ekki að eiga millur inn á reikn heldur láta alla peniga í sportið [-o< og ég vona bara að þið í stjórn KK hlustið lika á keppendur og virðið þeirra skoðanir og meti svo hvað er það sem liggur mest á og vonadi framhvæmi sem fyrst  \:D/með fyrifram þökk KS

Já, langtímamarkmið svona félags er alltaf að standa á núllinu. Skammtímamarkmið okkar er að eiga peninga fyrir þeim framkvæmdum sem þarf að ráðast í og kosta peninga ;)
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #4 on: January 30, 2009, 12:34:16 »
TEKIÐ AF www.dragracing.is

Quote
Re: Aðalfundur KK

Postby Kiddi » Thu Jan 29, 2009 7:10 pm
Þetta snýst ekkert um einhverjar reglur... Menn eru bara orðnir dauðleyðir á því hvernig ástandið er á brautinn og hvernig flest stórmál klúbbsins eru "höndluð".. Mér sárnar það einnig hvernig hefur verið farið með peninga klúbbsins og forgangsröðun margra mála.

KR















Mér finnst menn vera komnir á hálan ís, hálfpartinn verð að þjófkenna menn.
« Last Edit: January 30, 2009, 12:35:48 by Elmar Þór »
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #5 on: January 30, 2009, 15:29:44 »
sælir félagar.ja hérna já hvað á maður að segja ég bara spyr það er spurning hvort ekki sé komin tími til að fara að skoða ýmsa hluti hérna.kvAUÐUNN HERLUFSEN.

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #6 on: January 30, 2009, 15:30:55 »
þetta er mjög flott hvernig þú ert búinn að halda utanum fjármál KK það er ekki spurnig =D>þó svo að ég sé á þeirri skoðun að svona mótorsportklúbbar eiga ekki að eiga millur inn á reikn heldur láta alla peniga í sportið [-o< og ég vona bara að þið í stjórn KK hlustið lika á keppendur og virðið þeirra skoðanir og meti svo hvað er það sem liggur mest á og vonadi framhvæmi sem fyrst  \:D/með fyrifram þökk KS

Þetta er gott og gilt sjónarmið að láta alla peninga í sportið sjálft og skylst mér á öllum umræðum að það sé markmiðið að nota þessa fjármuni til þess að leggja nýtt malbik.

Hin hliðin er svo sú að til að geta framkvæmt þá þarf að vera til peningur.
Eins og í þessu tilfelli þá á kk fyrir sinni % í kostnað við nýtt malbik (að mér skilst)
það væri ekki ekki til mikils að þrýsta á Hafnarfjarðarbæ um þeirra % í kostnaði ef ekki væri til króna í kostaðarlið kk.
málið myndi falla um sjálft sig og kk sagt óbeint að hoppa þangað sem sólin ekki skýn  :wink:

Hinsvegar les ég ekki út úr þessu innleggi sem tekið er af dragracing að það sé verið að þjófkenna einn né neinn, heldur að stjórn hafi ekki unnið að málunum eins og viðkomandi sjálfur hefði gert.
En til þess er aðalfundur haldin, til að lýðræðið sé við völd og við félagsmenn getum kosið í stjórn þá sem við teljum að vinni að hagsmunum klúbbsins, þmt keppenda.

Mætum bara sem flest og kjósum þá sem við teljum að vinna að þeim málum sem við viljum að unnið sé að og þá á þeim forsendum sem þeir kynna sitt framboð á ekki bara af því að viðkomandi er vinur hins eða þessa.

Persónulega myndi ég vilja sjá hér inni spjall þráð um það hverjir ætla að bjóða sig fram.
Hvað málefni þeir vilja vinna að og hvernig þeir ætla að vinna að þeim.
Ég fyrir mitt leiti kýs ekki bara þann sem ég þekki af því ég þekki hann, heldur vil ég kjósa markmiðið og framkvæmdaráætlun þess sem býður sig fram.



Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #7 on: January 30, 2009, 16:04:13 »
sælir félagar.ja hérna já hvað á maður að segja ég bara spyr það er spurning hvort ekki sé komin tími til að fara að skoða ýmsa hluti hérna.kvAUÐUNN HERLUFSEN.

Já það er spurning hvort ekki ætti að endurskoða setu þína í stjórninni :?:

PS. Annars er þráðurinn margumtalaði hérna í heild sinni : http://dragracing.is/phpBB3/viewtopic.php?f=3&t=353
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #8 on: January 30, 2009, 16:22:05 »
Þeir kjósa ekki í stjórn, sem ekki eru í klúbbnum.

Þeir bjóða sig heldur ekki fram í stjórn, þeir sem ekki eru í klúbbnum.

 Hvað gera þeir sem ekki eru í klúbbnum?

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #9 on: January 30, 2009, 17:15:18 »
Mínn skoðun þetta er VÆLL FRÁ A TIL Ö úr stofusofannum .
Stjórn KK hefur gert góða hluti .

en því miður hef ég bara komist á 1 fund en hann var vel setinn og salurinn er notalegur og þegar hann verður ofliti á frekar að byggja við hann en að leita annað , Klúbbur sem á félagsheimili á ekki að sóa í veitingahús ef hann getur stækkað aðstöðu sina.


Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #10 on: January 30, 2009, 22:25:37 »
Hó hó, ég sem hélt að allt kellingavæl væri hætt,var farinn að sakna þess. Ég verð nú að segja það að stjórnin er búin að gera fína hluti á árinu.

Malbik alla leið.
Hús í stand
Pening til framkvæmda

Afhverju skyldu menn fara í BA ,ekki eiga þeir braut. Ég skil menn sem fara í BA til að styrkja þann klúbb.

það er mjög óeðlilegt að meðlimir BA sitji aðalfund KK.

mbk Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #11 on: January 30, 2009, 23:03:24 »
það er ekkert óðlilegt við það =; en hinsvegar er eitthvað að ef félagar úr kk eru farnir að fara yfir til ba það er eitthvað sem þarf að skoða  :-k
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #12 on: January 30, 2009, 23:12:45 »
Afhverju skyldu menn fara í BA ,ekki eiga þeir braut. Ég skil menn sem fara í BA til að styrkja þann klúbb.

það er mjög óeðlilegt að meðlimir BA sitji aðalfund KK.

mbk Harry

Sælir, meðan reglubreytingar eru enn inn á aðalfundum félagana (en ekki sérsambands) þá er ekkert athugavert við það að félagar úr báðum áttum sitji aðalfundi hvors annars, annars vegar til að hafa áhrif og geta skapað umræður um breytingar varðandi míluna og svo sandinn.

Þetta er bara fundarseturéttur en ekki atkvæðisréttur eins og um greiddan meðlim væri að ræða.

Bið samt menn að vera ekki að draga þetta í einhverja dilka - BA vs. KK, það er ekki þannig sem við viljum hafa þetta, enda samstarf okkar gott!!

kv
Björgvin


Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #13 on: January 31, 2009, 12:08:06 »
Ég sé að það er mikið rætt um þetta mál á dragracing.is
Allt þetta sem þeir spyrja um þar hefðu þeir getað lesið um á kvartmila.is en þeir eru bara of uppteknir við að kvarta og kveina.
Það sést best á því að ARI hefur ekki hugmynd hverjir eru í stjórn.
Á þessum tíma þegar dollarinn var í kr 60 þá átti klúbburinn ekki 1.5 milljónir til aflögu í trakkbætgræju.
Kiddi talar um að hver einasta króna eigi að fara í malbik og ekki eigi að setja krónu í húsið og umhverfið.
Kidda er þá sama hvort hans húseign hrynji niður og verði FÚA að bráð svo fremi sem innkeyrslan sé glæsileg.

Quote
Einnig hef ég furðað mig á ákvarðanatöku stjórnarinnar upp á síðkastið.. sem dæmi:

1.Stjórnarmaður valsar um á netinu og lýsir því yfir að brýnasta mál á dagskrá sé bygging sandspyrnubrautar í Kapelluhrauni...
2.Árshátíð klúbbsins er haldin í litlu félagsheimili klúbbsins frekar enn að slá til og hafa veglega veislu á góðu veitingahúsi í bæjnum og klúbburinn hagnast á miðasölu og kemur út í stórum plús. (Ég veit um marga sem fóru ekki sökum þess að þetta var haldið í félgsheimilinu þar með talið ég sjálfur)
3.Stjórn ákveður og auglýsir aðalfund í félagsheimilinu í staðin fyrir íþróttahúsið sem hefur verið notast við undanfarin ár...?!?!???? Ég bendi því stjórn á félagatölu s.l. árs sem var frekar stór og bið hana að koma þeim hóp fyrir inn í sal klúbbhússins...

1. Ef þú hefðir lesið þann þráð aðeins betur þá hefðirðu séð það að það var ekki búið að ræða þetta á stjórnarfundi og var þetta sem honum fannst þ.e.a.s. honum fannst það brýnt mál að koma sandspyrnubraut fyrir á svæðinu okkar.
2. Þeir sömu sem kvarta undan fjármálaóreiðu vildu að KK hefði haldið árshátíð sína hjá manni sem rekur nektarstaði og hefði það orðið mjög dýr biti fyrir KK þar sem hefð hefur skapast fyrir því að KK bjóði starfsmönnum á árshátíð KK og tókst okkur að halda glæsilega veislu í klúbbhúsi KK. Það er líka rangt þegar sagt er að KK hefði getað hagnast á því að halda árshátið annarsstaðar. Ég hélt að það þyrfti bara almenna skynsemi til að sjá svona hluti kreppa nýskollinn á. KK á stórt og gott húsnæði og það er um að gera að nota það. Fólk hefur meira að segja falast eftir því að fá það leigt eftir að hafa verið á árshátíðinni og einnig eftir að hafa séð myndir þaðan.
3. Ég held greinilega að þú hafir ekki mætt á aðalfundi KK undanfarin ár. Það eru aldrei meir en á milli 30-40 manns sem nenna á aðalfundi. Held reyndar að það mesta sem ég hef talið síðan 2004 sé einmitt rúmlega 30 manns.

Quote
Það komu menn í sportið með fullt af peningum og alvöru kvartmílutæki sem mann hefði aðeins dreymt um að sjá á klakanum fyrir nokkrum árum
og ef KK hefði nú aðeins sýnt lit og keypt þessa græju fyrir um 1.5 milljónir og lagað startið eins og var gert um árið fyrir um 300 þús kr þá væri
mjög líklega Þórður ekki búinn að fá uppí kok af þessu,Trans Am hjá Grétari F væri sennilega heill í dag,allavega meiri líkur til þess og þessi óánægja
væri ekki til staðar.
Ég veit ekki betur en lagfæring á þessu starti hafi mistekist hrikalega fyrir þessar kr 300.000.- þegar það er einmitt sett sérstaklega út á startið í skýrslu öryggisfulltrúa.
Rásmark brautarinnar (start) er einnig illa farið og er þar helst um að kenna því  að malbik er orðið mjög gróft og slitið.
Einnig verður að telja til að sig hefur orðið á svæði sem að er um 50cm breytt og nær yfir allt þvermál brautarinnar í rásmarki, en er sérstaklega áberandi á vinstri helmingi brautarinnar..
Ráskafla brautarinnar er mjög brýnt að laga, og ekki er annað að sjá að en að ekki sé hægt að halda örugga keppni nema að þetta sé lagað og skiptir þá engu hvort er keyrð keppni á fjórðungi (1/4 úr mílu) eða áttungi (1/8 úr mílu).
Þetta er eitt af þeim málum sem við erum búnir að vera að vinna að og verður lagt upp á aðalfundi.
Ég held með fullri virðingu fyrir Þórði að hann sé ekki búinn að fá upp í kok á þessu heldur er hann annaðhvort búinn eða er að selja öll tæki úr landi eftir því sem ég hef í hendi. Það skall á kreppa.
Grétar F fór ekki eftir tilmælum sem lagðar voru fyrir hann þ.e. að keyra hægar og læra á bílinn. Hann kunni lítið sem ekkert á bílinn sinn og ef við værum í Ameríkuhreppi þá hefði hann þurft að taka próf á svona kraftmikið ökutæki. Eftir þeim áræðanlegu upplýsingum sem ég hef þá var þetta ökumannsmistök því hann botnar bílinn aftur eftir að hafa verið í vandræðum með að skipta um gír sem endar þannig að afturdekkin fara að spóla og bíllinn snýst.
Quote
Allir þeir sem taka að sér að vera í stjórn fyrir KK verða að vera búnir undir það að leggja sitt af mörkum í vanþakklátu starfi. En menn verða líka að vera tilbúnir að taka við smá gagnrýni frá félögum í klúbbnum. Mér sýnist sem að allir í stjórninni telji sjálfgefið að þeir verði allir endurkjörnir á aðalfundi ? Bólar ekkert á neinum kosningarskjálfta ? Kannski menn séu stoltir af sínum störfum ? Hverjir ætli verði í kjöri núna í ár ? Fáum við kannski alveg glænýja stjórn og nýjan formann ? Veit ekki, hef ekkert séð.
Ég veit ekki betur en þeir sem eru í stjórn núna séu búnir að leggja ansi mikið á sig undanfarin 2 ár og meira og fengið lítið annað en skít og skömm fyrir og þá aðalega frá 4-5 mönnum. Gagnrýni er af hinu góða svo framanlega sem menn séu ekki að hóta stjórn eða stjórnarmönnum eins og hefur gerst. Við allir í stjórn erum tilbúnir að fara og það bólar ekkert á kosningarskjálfta. Já við erum mjög stoltir af okkar störfum og vitum að þú gætir ekki gert betur. Vonandi kemur inn ný/gömul stjórn sem heldur áfram að bera ábyrga peningastefnu og heldur áfram uppbyggingarstarfi, en það er nokkuð sem hefur ekki verið gert síðan brautinn var byggð fyrir rúmum 30 árum.
Quote
félagsfundir eru ágætir en það þarf að hafa fundi þar sem stjórn félagsins er saman komin,eða allavega meirihluti,og það þarf að
fara yfir stöðu mála,svona hnitmiðað.Það er allavega mín skoðun.
Ég hef mætt á nokkra fundi og ekki hef ég hitt á nema kannski einn úr stjórn og svo eru þetta bara krakkar að spjalla (ekkert illa meint).
Stjórn félagsin hefur lagt það í vana sinn mjög oft að funda einu sinni í viku og það á miðvikudögum þegar félagsfundir eru. Afhverju haldið þið að þeir sem mæta á félagsfundi séu svona vel upplýstir :shock: Þessir krakkar sem þú talar um eru framtíð klúbbsins og þá ber að virða alveg eins og eldri félaga.
Quote
Það er rétt Maggi að það er ekkert pláss fyrir ósætti þess vegna er undarlegt að reyna ekki eftir fremsta megni að verða við óskum keppanda
að gera eitthvað í trackmálum,það ekki bara verið að tala um nýtt malbik alla leið heldur hefði verið nóg að sýna smá lit.
Þetta er bara búið að bíða of lengi og okkur alltaf sagt að þetta sé alveg að bresta á,að það bíði menn með hundruði milljóna
sem þeir vilja setja í svona brautarstæði.Þeir eru ekki til í það í dag þar er á hreinu,KK missti af góðærinu.
Enn og aftur þá sést að menn eru ekki að lesa neitt það sem kemur frá stjórn. Kvartmíluklúbburinn á fyrir sínum útgjöldum en Hafnarfjarðarbær hefur ekki verið að standa sig í því sem hann hefur sagt og reyndar hefur Hafnarfjarðarbær svikið okkur í mörg skipti þar sem þeir vilja helst hafa okkar samskipti töluð en ekki á prenti. Er það ekki að sýna lit að leggja gardrail og gera aðstöðu fyrir ræsi örugga, sópa brautina reglulega og trakka hana. Svo þessa 300 milljónir sem menn hafa mikið verið að tala um. Þá er hópur fjárfesta sem hefur gaman af akstri og leigja oft út brautir erlendis. Þá langar að leggja fram peninga í hringakstur en ekki kvartmílubraut. Það hefur marg oft komið fram og hefur strandað út af deiluskipulagi og endanlegri hönnun á svæðinu.

Ég vona að þetta hafi svarað eitthvað af ykkar spurningum, ef ekki þá skal ég glaður svara því sem ég get.
Þetta er ekki sett upp til að gera árás á neinn heldur til að svara spurningum svo öll dýrin í skóginum fái einhvern skiljing og geti verið vinir.
Ég vil endilega benda mönnum á að lesa þessa grein með bæði augun opinn.

Kveðja
Jón Þór Bjarnason
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #14 on: January 31, 2009, 12:27:34 »
 =D>
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #15 on: January 31, 2009, 12:34:08 »
 =D>
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #16 on: January 31, 2009, 12:34:38 »
 =D>
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #17 on: January 31, 2009, 13:10:42 »
 =D>
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Kiddicamaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 500
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #18 on: January 31, 2009, 14:26:30 »
Vel mælt Jón =D>
Kristinn Jónsson
Pontiac Firebird 1967

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Re: Vegna pirrings félagsmanna
« Reply #19 on: January 31, 2009, 14:29:06 »
 =D>
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10