Afi þinn var snillingur. Hann kunni lausnir á mörgu sem hálærðir menn áttu engin eða verri svör við.
Svo eru líka til skemmtilegar sögur af honum. Ein sem á heima hér: Eitt sinn vorum við "úti á enda" að spyrna. Það höfðu komið að sunnan þremenningar með spanjólur á hausnum sem fengust hjá Herrafataverslun Guðsteins. Undir stýri var glaðhlakkalegur rauðhærður unglingspiltur sem var með ýmsar nýstárlegar hugmyndir varðandi undirbúning bílsins fyrir átökin við Akureyska kagga. Sá rauðhærði var með garðkönnu í farteskinu og á milli ferða sótti hann vatn út í læk og bunaði því og nokkrum norðlenskum hornsílum yfir vatnskassann. Kom þá ekki að Gísli í Árnesi á Land Rovernum umrædda. Auðvitað stoppaði kallinn þar sem verið var að vökva kassann og bauðst til þess af fullri einlægni að útvega betri vatnskassa í Moparinn. Ég efa það ekki að ef að þessi Mopareigandi og Gísli hefðu náð saman á þessu momenti þá hefði ýmislegt nýstárlegt geta orðið til vegna þess að sem karakterar áttu þeir margt sameiginlegt.
Err