Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

1972 Torino

<< < (4/9) > >>

Siggi H:
þessi torino er í ágætis standi í dag, það er einhver svakalegur mótor í honum skilst mér.. sem var í torfæru bíl ef ég fer ekki með rangt mál

Anton Ólafsson:

--- Quote from: Siggi H on January 25, 2009, 20:12:34 ---þessi torino er í ágætis standi í dag, það er einhver svakalegur mótor í honum skilst mér.. sem var í torfæru bíl ef ég fer ekki með rangt mál

--- End quote ---

Þú ert alveg út á túni,,

Þessi rauði sem var grár er vissulega fyrir austan og Gulli á hann, hann er kominn með 514 í hann sem hann flutti inn frá USA .

Hálfdán er hinsvegar að spá í hvernig ástandið á þessum græna er í dag og hvað kram sé í honum.

En hvað varð um bláa bílinn?

Siggi H:
nújæja, ég hélt að það hefði verið að spyrja um þennan rauða :lol:

Gummari:
græni er til og er í dag 351W 3g beinsk.

hann er í uppgerðar ástandi rifinn að hluta og búið að gera slatta en mikið verk eftir líka. ég skoðaði hann nýlega
og eigandinn vill ekki selja :neutral:

en Hálfdán voru bara þessir 3 til og hvað varð um bláa bílinn :?:

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Gummari.

Það voru nokkrir í viðbót, þar á meðal Gran Torino Sport (fastback).
Ég skoðaði þann bíl þar sem að hann stóð í Laugalæknum árið 1984 að mig mynnir, og þá var hann orðinn svolítið dapur enn ekki þannig að þannig að það væri erfitt að gera hann upp.
Sá bíll var með 351cid Cleveland tveggja hólfa og var vínrauður með svartann vínil og gott ef að hann var ekki á Cragar SS felgum eða svipuðum.
Þessi bíll er ónýtur í dag.

Ef ég man rétt þá var einn urðaður.

Ég man ekki hvað varð um bílinn sem að Bjarni Finnboga átti, en hann getur örugglega svarað því.

Mig rámar líka í einn svartan og mynnir að hann hafi verið handmálaður eða rúllaður þegar ég sá hann í kringum 1981-2, þori ekki alveg að fullyrða með þann bíl.

Síðan voru nokkrir fjögura dyra Torino til líka af þessari árgerð ef ég man rétt, en í fljótu bragði man ég eftir þessum tveim til þrem bílum til viðbótar.

Kv.
Hálfdán. :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version