Sælir félagar.
Sæll aftur Guðmundur.
Ég má til með að segja eina sögu af bílnum þegar hann var í minni eigu.
Við Sigtryggur (Fairlane 428) og hann Páll bróðir (Javelin 401) minn vorum að reyna að laga bensíndæluana á 429 vélinni, en það hafði farið mambran og það gusaðist bensín út um öndunargat.
Við vorum þá með aðstöði í Skútaharuninu rétt hjá Kapplakrikavelli í Hafnarfirði, og vorum fyrir utan skúrinn með bílinn í gangi.
Þá kom "Óli Hemi" í heimsókn og var á GTX-inum og fór að spyrja hvað væri að, og við sögðum honum það.
Þá langaði Sigtrygg að prófa hvort að viðgerðin (P 38 í gatið
) myndi halda og keyrði á bílnum út Kapplahraunið.
Óli hoppaði inn í GTX-inn og keyrði á eftir honum með Pál bróðir sem farþega.
Þegar þeir komu að gatanmótunum þar sem að partasalan og verkstæðið hans Kalla málara eru í dag, þá snéru þeir við og ákváðu að spyrna til baka.
Ég stóð þar sem að KK var einu sinni til húsa í Kapplahauninu og horfði á þessi ósköp.
Þá gerðist það skrítna að Torino-inn tók á báðum (var ólæstur) og hentist af stað
Svona fyrst í startinu þá sá ég ekki betur en hann væri jafn "Hemi fílnum".
GTX-inn var á mun lægra drifi en Torino þannig að hann skipti fyrr í annan en Torino-inn virtist vera samhliða honum þangað til að Sigtryggur skipti í annan, en þá þokaðist GTX-inn fram úr.
Páll bróðir sem var í GTX-inum var skriðinn undirmælaborð þar sem að hann hélt að Óli myndi keyra á girðinguna við Kapplakrikavöllinn.
En Sigtryggur brosti hringinn þegar hann kom út úr Torino þar sem að við héldum báðir að hann yrði stunginn af.
Nokkru seinna þegar við vorum ennþá að messa yfir Torino og reyna að finna út hvaðan þetta afl hefði komið þá kom Óli "Hemi" aftur og nú í fylgd með Sigurjóni Andersen.
Við vorum komnir með Torino inn í hús og Sigurjón gekk beint að húddinu stakk sér hálfur ofan í það og sagði stundar hátt: "Jæja strákar var verið að tjúna".
Kv.
Hálfdán.
(ég vona að Sigtryggur komi með eitthvað "komment á þetta.
)