Kvartmílan > Spyrnuspjall

Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.

<< < (4/5) > >>

ÁmK Racing:
Sælir það er bara svo margt sem Ms leyfir í dag sem er ekki ok í Se þannig að vandinn er til staðar nú þegar.Tökum dæmi í bæði Mc og Ms er leyft að vera með mótor sem er 560 cid og í Mc er 100cid yfir stæðstu vél frá framleiðanda svo að BBF getur verið 557 cid end on and on í Se er hins vegar 515cid limit þannig að þarna er kominn árekstur.Ms leyfir opnar flækjur og slikka en í Se þurfa menn að vera með púst og dot dekk.Þannig að þetta er að verða svolítið ruglingslegt allt saman.Þannig að í raun þarf að fara uppfæra Se í átt að hinum flokkunum í vélarstærð og þyngdum og í Se mætti vera 30x10.5 slikkar max eða eitthvað svoleiðis.Hvort leyft sé að mini többa eða ekki verður bara að skoða en það eru til bílar sem taka svona dekk ó többaðir.Er þetta ekki eitthvað sem þarf að fara hugsa um sé litið til framtíðar.Kv Árni Kjartans

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Kanski mál að koma með smá útskýringar á þessari tillögu minni.

Eins og stendur í tillögunni þá var MS/flokkurinn aldrei hugsaður þannig að hann ætti að passa inni í flokkastigann (MC/, SE/, GF/).
Hann er nokkurskonar sjálfstæður flokkur þar sem að aðeins meira er leyft en í MC og SE, en ekki eins mikið og í GF.
Þetta er flokkur fyrir keppendur sem vilja skemmta sér og áhorfendum, já og vilja hverfa aftur um nokkur ár varðandi búnað og fleira.

Þetta dæmi með "mini tubbing" er það að hér heima eru nokkrir bíla sem að passa ekki inn í neina flokka þar sem að smíðaðar hafa verið í þá nýjar hjólskálar sem að ekki eru eins og þær upprunalegu, en taka samt ekki stærri dekk en þau sem að hægt var að koma undir bílinn upprunalega.
Er ekki hálf bjánalegt að banna bíl í flokk sem að stenst algerlega til að mynda MC/, SE/ og MS reglur, bara af því að smíðaðar hafa verið í hann nýjar hjólskálar sem að líta ekki eins út og þær gömlu (original) en samt komast ekki undir bílinn stærri dekk en 275x60x15. :?:
Skiptir útlit sem að enginn sér virkilega svona miklu máli þegar þetta breytir engu um þá dekkjasærð sem að kemst undir viðkomandi bíl. :?:

Hvað varðar slikka og dekkjastærð þá var mér bent á það í fyrra að í upprunalega MS/flokknum hefðu 29,5x11,5x15 slikkar verið með vinsælli dekkjum.
Þessi stærð af slikkum er frekar dýr miðað við aðra þannig að mér fannst ágætt að setja inn 30x10,5 sem myndi þá líka gera viðkomandi bíl samkeppnisfærari í flokki eins og GF, ákvæði eigandinn að fara upp í þann flokk.
Hins vegar er alltaf spurning hvort að það borgi sig að setja stærri dekk undir bíl þar sem að það er að mörgu að hyggja við val á dekkjum eins og til dæmis mótstaða sem að er í stærri dekkjum.
Dekk af stærðinni 28x9x15 voru særstu slikkar sem að þú máttir nota í "Standard" flokki fyrir 20 árum síðan.
Í dag má nota 29" há dekk í þeim flokki.
En hvað um það mér fannst bara sniðugt að færa okkur nær "nostalgíunni" og í leiðinni gefa keppendu tækifæri á því að fara í fleiri flokka á jafnréttisgrindvelli heldur en nú er gert.
Og þar inn í kemur "mini tubbing" líka.

Á þeim árum sem að MS/ flokkurinn var keyrður sem sagt 1978-1982 þá var það vaninn að hækka bíla upp og troða undir þá breyðustu dekkjum sem að hægt var að fá.
Þetta leiddi til þess að helmingur og stundum stærri hluti dekkja stóð út fyrir yfirbygginu.
Í dag er þetta bannað.
Öll dekk verð að vera inna yfirbyggingar á "boddý bílum", þess vegna legg ég til að leyft verði að "mini tubba".
Það er síðan að sjálfsögði í valdi hvers og eins keppanda að velja dekk sem henta undir viðkomandi bíl.

Vona að þetta útskýri hlutina betur.

Kv.
Hálfdán. :roll:
(ekki í reglunefnd lengur)

Harry þór:
HÆ. Er sammála því að minitub er kanski i lagi ef við höfum takmörk á dekkjastærð. Ms er sá flokkur sem ég gæti hugsað mér að prófa næst, slikkar og opið púst.

Breytum flokkum sem minst.

mbk Harry

Valli Djöfull:
Gott svar, takk fyrir það Hálfdán :)
Ég er búinn að vera að misskilja þessi þrep svolítið.. Fannst MS vera RS amerísku bílanna..

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Mig langaði bara að benda á varðandi dekkin, að þegar reglurnar voru skrifaðar þá var farið eftir gömlum dekkjareglum í "standard flokki" og þar var stærðin 28"x9".
Samkvæmt nýjustu reglubók NHRA er leyfileg dekkjastærð í "standard" í dag 30"x9". :!:

Bara svona til að sýna þær breytingar sem að hafa orðið í flokknum.

Sæll Valli.

Það er kanski hægt að segja að MS/ sé svona "lífstílsflokkur" :P

Kv.
Hálfdán. :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version