Kvartmílan > Spyrnuspjall

Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.

(1/5) > >>

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Breytingar (lagfæringar)á reglum í MS/flokki.

MS flokkurinn var settur upp fyrir þá sem að vildu upplifa “nostalgíuna” í sinni villtustu mynd, og er þá bæði átt við keppendur og áhorfendur.
Þessi flokkur var fyrst og fremst hugsaður sem skemmtun og var hugmyndin að slípa hann til á nokkrum árum.
Nú kemur undirritaðu með eftirfarandi tillögur um breytingar á reglum í MS/flokki.
Þessar tillögur eru settar fram til að hleypa fleiri bílum sem að þegar eru til inn í þennan flokk og líka til að geta farið út í “nostalgíuna” án þess að vera að brjóta öryggisreglur.
Einnig hafa reglur verið einfaldaðar og orðalagi breytt og það mýkt.

Fyrst er það að breyta dekkjastærð í átt að því sem að var 1978-1981 þegar þessi flokkur var keyrður hér heima.
Þá voru mest notaðir slikkar sem að voru 29,5x11,5x15.
Ég legg til að leyft verði að nota slikka sem eru 30x10,5, sem myndi þá gera viðkomandi ökutæki löglegt í aðra flokka sem að leyfa þessa dekkjastærð.

Til þess að standast öryggisreglur með þessa dekkjastærð þá mega dekkin ekki ná út fyrir yfirbyggingu ökutækis, eins og þau gerðu reyndar á árum  áður.
Þess vegna vil ég leyfa breytingar á hjólskálum að grindarbita (minitubbing), og að það megi færa fjaðrahengsli inn í grindarbita.
Með þessu ættu allar bíltegundir að sitja við sama borð eftir breytingar.

Flokkur eins og þessi sem að býður upp á hávaða, spól og reik er nauðsinlegur til að draga að áhorfendur, og líka keppendur sem að vilja rifja upp gamla daga.

Þessi breyting er búin að fara fyrir fund hjá reglunefnd og fékk þar brautargengi meirihluta nefndarinnar.
(Ingólfur Arnarson var forfallaður á þessum fundi.)



Kv.
Hálfdán Sigurjónsson. :roll:
(Í reglunefnd) :!:

ÁmK Racing:
Hæ Hálfdán langaði að spurja að einu er ekki flokka þrepa kerfið hugsa þannig að það sé Mc-Ms-Se-Gf í götubílaflokkum?Þarf ekki að fara uppfæra Se í átt að Ms?T.d.þyngdir og vélastærðir og t.d pústleysi og slikka.Hefði verið til í að sjá það ske svo að þrepakerfið virki sé þetta rétt hjá mér.Er ekki Ms að stinga af reglulega séð.Bestu Kv Árni Kjartans

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Árni.

Jú flokkakerfið var hugsað í þrepum, en það var eiginlega slitið í sundur með slagrýmistakmörkunum í SE/.

MS flokkurinn er hins vegar hugsaður sem nokkurs konar út úr dúr fyrir þá sem að langar að hverfa aftur um nokkur ár og vera með opið púst og "slikka" á sínum bílum, án þess að vera að hugsa um tíma eða hraða.

Þetta er svona "hávaði og rekur" flokkur og er einfaldlega fyrir utan þennan stiga, því að bílar úr þessum flokki gætu verið gjaldgengir í MC, SE og GF flokk.

Málið er bara að MC reglurnar voru notaðar sem grunnur og það átti eftir að slípa flokkinn til.

Og svona í "nostalgíu" vímunni var ég mynntur á að hér á árum áður voru 29,5x11,5 slikkar hvað vinsælastir og núna eru 30x10,5 næstir þessu og eru vinsæl dekk þannig að þar kom hugmyndin.
Síðan til að jafna þetta milli bíltegunda og líka til að fara eftir öryggis reglum, þar sem dekkin mega ekki standa út fyrir er lagt til að það megi "mini tubba".

Kv.
Hálfdán.

Kristján F:
Sælir félagar

Ég verð nú að taka undir það sem Árni er að benda á hér.Mér hefði þótt eðlilegra að til að halda þessum þrepum að þá hefði verið praktískara að breyta núgildandi dekkjastærð úr 28x9x15 í það að hámarkshæð dekkjanna mætti ekki vera hærri en 28". Svo að fara að leyfa minitubb í þessum flokki og banna það í SE setur þrepakerfið enn meira úr skorðum.

ÁmK Racing:
Já Se er orðinn eins og risaeðla þarna með eitthvert barna vélalimit,púst og eitt og annað sem hinn bannar ekki.Það eina sem Se leyfir sem hin leyfir ekki er race gas og crank trigger.Það er eitthvað skrítið við þetta að í sterkari flokk þurfir þú að vera með minni vél,púst og dot dekk ekki satt?Það þarf að halda þrepakerfinu á floti eins og krónunni.Kv Árni Kjartans

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version