Kvartmílan > Spyrnuspjall

Tillaga að breytingum á reglum í MS/Flokki.

<< < (3/5) > >>

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Ég sé ekki betur en að mini tubbaður bíll geti bara farið í GF.

kv
Guðmundur

Dodge:
gf eða of..

minitöbbaður bíll á margfalt meira sameiginlegt með stock bíl en full több.
maður er oft ekki að græða nema 2 tommurá breidd á að minitöbba

Cudan mín (ef hún hefði verið í lagi og á spjöldum) hefði farið í GF útaf minitöbbun, bíllinn á ekki heima þar
í núverandi mynd, algerlega stock grind og fjöðrun og rétt hægt að troða undir hann þessu dekki
sem er verið að ræða hér, 30x10,5.

Kristján F:
sko þetta dekk sem er verið að leggja til er alltof stórt.28" max að mínu mati á hæðina í þennan flokk.Svo með hvort að bílarnir megi vera mini többaðir eða ekki er kannski ekki aðalatriðið þegar takmörkin liggja í dekkjastærð. Svo er aftur hitt að með því að hleypa þessu í gegn þá aukast bara þversagnirnar í því flokka kerfi sem við erum að nota.Flokkakerfið verður að vera þannig að þú getir byrjað í MC og flutt þig svo á milli flokka eftir því sem þú þróar þitt keppnistæki.Það gengur bara ekki upp að leyfa breytingar í flokki sem eru ólöglegar í næst flokki fyrir ofan.

Valli Djöfull:
Þó ég sjái ekki fyrir mér að ég muni keppa í þessum flokkum verð ég að tjá mig..

Ég hélt í sakleysi mínu að flokarnir væru þannig að maður byrjaði í einum flokk.. Svo kaupir maður og gerir og græjar og færir sig einum flokki ofar.. o.s.frv.. 

En ef það á að skemma það fyrirkomulag erum við komnir í vanda ekki satt?

Ég er sammála því að það þurfi að passa vel upp á þann hluta í þessu öllu... Að það verði byrjendaflokkur og svo stærri og stærri..  Ekkert í MS má vera bannað í næstu fyrir ofan..  Það segir sig bara sjálft..  Annað væri heimskulegt..

Heddportun:
Þar sem allir bílar eru ekki fæddir jafnir þá er það þversögn að leyfa x stór dekk en þeir bílar sem koma þeim ekki undir meiga ekki többa til þess að vera jafnir hinum eins og stebbi segir

Fynnst að það ætti að horfa til þeirra bíla sem eru á klakanum og vilja keppa,algengustu dekkjastærðirnar ect.. í stað þess að copy allt úr erlendu flokkunum og reyna að vera pró,í dag er slikkapar ekki ódýrt


Bracket flokkarnir eru byrjendaflokkar enda er ekki skilda að gera neitt við bílana annað en að velja sér skynsamlegan flokk.
þegar þú velur þér Reglu-flokk ertu að velja flokk til að ná sem mestu úr bílnum án þess að brjóta reglurnar,það er keppnis


það er voðalega leiðinlegt að smíða sér bíl sem síðan er ölöglegur í flokknum eftir 1 ár eða kanski breytist 2svar meðan á smíðinni stendur þessvegna væri ágætt að halda reglum 3ár í senn amk til það það byggist upp samkeppni í þeim

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version