Sælir,
Núverandi fyrirkomulag er bara alveg ágætt, þ.e. Að skylt sé að kjósa um reglubreytingar á aðalfundi svo þær öðlist gildi. Þetta hefur gengi vel. Þannig að það þjónar ekki hagsmunum K.K. að breyta því.
Þetta er einmitt málið, Top alcahol dragster keppir á sama Indexi útreikning cid/þyngd og N/A bíll. Þarna er stór galli á Index útreikning sem þarf að leiðrétta. Það er einmitt það sem reglunefndin á að gera. Eðlilegt hefði verið að reglunefndin kæmi með tillögur að forhlaðnar-alcahol keppnisvélar fengju lægra Index en línuritið. Enda er línuritið ekki miðað við alcahol/blásara. Það var í raun vonast til þess að það yrði tekið á svona göllum þegar þeir kæmu fram. Það ætlar að vera erfitt.
Þess í stað leggur reglunefndin til að halda áfram og gera "óréttlætið" enn verra. Vegna þess að Top alcahol dragster fær Index á sömu forsendum og aðrir (miðað við linurit) þá kemst reglunefndin að því að halda áfram með óréttlætið og gera jafnvel enn verra. Nú skuli bæta við litlum grindum með smávélar. Þetta er alveg útúr kortinu, gengur ekki. Mæli með að reglunefndin endurskoði hug sinn.
Það leysir ekki málið þó að einhver sem hugsanlega nái sínu Indexi og fari 0,1 sek undir fái leiðrétingu sem nemur 0,1 sek. Það að leyfa hluta af keppendum að fá ofurhagstæð Index (miðað við útbúnað keppnisvélar) og nái því, gengur ekki. Það ber að leiðrétta skekkjuna í þessu. en ekki auka hana.
kv,
Gretar Franksson