Author Topic: Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF - Orðalgsbreytingar komnar.  (Read 10387 times)

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Nýtt inn kemur fram í bláu letri. Það sem tekið yrði út verður í rauðu letri.

Ástæðan fyrir tillögu að þessum flokk er sú að margir hafa áhuga á að keppa í Heads-Up og um að gera að hafa þennan flokk til staðar séu aðilar sem vilja keyra hann.

Byggt á OF

Nafn flokks Super Pro Street  S/PS

1. Kennitími er valinn með því að slagrími vélar (cid) er deilt í heildarþyngd ökutækis (USA-pund, 454gr.=1pund) pund á rúmtommu. Miðað er við meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster. Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma. Sjá línurit.

Dæmi: a)1760 pund(784kg.) grind með 360cid vél. 1760:360 = 4,8pund/cid.Kennitími:7,65 sek b)3200 pund(1454kg.)bíll með 427cid vél 3200:427 = 7,5pund/cid. Kennitími 8,45 sek

Allar vélar (engin takmörk á cid) og tjúnningar leyfðar. Aðeins ein tegund af power adder leyfð per keppnistæki. Tjúnning breytir ekki kennitíma.
Fjölþrepa nítró, fleiri en ein túrbína o.sv.frv telst sem 1 poweradder
Allir gírkassar og skiptingar leyfðir.
Bensín og alkahól leyft.
Nítró leyft.
Nítrómetan bannað
Allar breytingar leyfðar.
Ökutæki verða að vera með hlutfall 10 pund/cid og undir.
Um öryggisatriði sjá reglur um spyrnukeppnir.
Raunverulegt þyngdarhlutfall keppnistækja skal vera 3,4 til10,0 pund/cid.
OF-línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition. (eins og var) þannig að meðaltalslínan miðast við nýjustu tölur ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered.

Flokkurinn verði óbreyttur að öðru leyti.
Ræst verði á jöfnu á .400 Pro Tree
Aðeins bílar (doorslammers)   
Þyngdartakmarkanir (lágmarksþyngd /m ökumanni)
 
  Big Block /m Blower eða Turbo                         2800lbs
  Big Block /m Nítró                                          2650lbs
  Small Block /m Turbo eða Screwcharger             2700lbs
  Small Block /m Roots eða Centrifugal Blower       2600lbs
  Big Block án poweradder                                 2400lbs
  Small Block /m Nítró                                       2300lbs
 
  Lenco, Liberty, Jeffco o.þ.h skiptingar                200lbs auka

 
Breytingartillaga á OF er:
 
1.  Allar vélar og tjúnningar leyfðar. Aðeins ein tegund af power adder leyfð per keppnistæki. Fjölþrepa nítró, fleiri en ein túrbína o.sv.frv telst sem 1 poweradder.
 

--------------------------------------------------------------------------------

 
Mbk.
 
Einar K. Möller
 
DragRacing.is / Big Dogs Racing Team
« Last Edit: January 04, 2009, 01:21:06 by Einar K. Möller »
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF
« Reply #1 on: January 03, 2009, 16:34:00 »
Þetta lítur helvíti vel út og mjög flott að hafa svona flokk!

Hinsvegar ósammála OF tillögunni, tel ekki félegt að leisa þetta á svo auðveldann hátt,
það verður bara að setja poweraddera inní indexið.
Þetta er flokkurinn þar sem allt má, og þar sem við höfum þetta index verkfæri til að rétta
af ósanngirni tel é réttara að nota það frekar en að setja hömlur á flokkinn
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF
« Reply #2 on: January 03, 2009, 16:36:49 »
Það er mikið til í þessu Stebbi, réttara væri svo sem að setja index per poweradder en þetta kæmi líklegast alltaf svipað út.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF
« Reply #3 on: January 03, 2009, 23:33:12 »
já sá sem á mest af seðlum vinnur :roll:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF
« Reply #4 on: January 03, 2009, 23:37:28 »
Það er bara fínt ef hann vinnur..það er að segja sá sem á mesta peninginn... það er bara verið að opna fyrir þetta, enginn að neyða neinn að keppa í þessu  8-)
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF
« Reply #5 on: January 03, 2009, 23:54:10 »
já þú meinar það :idea:alla þessa bíla sem eru til :???:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF
« Reply #6 on: January 04, 2009, 01:16:10 »
Það er nóg til af bílum hérna..... spurning að menn mæti með þá.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Of mikil þyngd á N/A big block að mínu mati... en hvað með N/A small block (gleymdir þú þeim? eða eru menn hættir að keyra með N/A small block  :-# )

Of mikið penalty fyrir að vera með lenco, liberty o.s.frv.

Tökum dæmi... Þú ertu með na big block og lenco þá þarft þú að vera 2600 pund  :roll: en ef þú ert með nosaða big block og powerglide þá mátt þú vera 2650 pund....  :roll:

Það mætti fínpússa þetta aðeins þá væri þetta sjálfsagt allt í lagi.

Á venjulegi OF svo að vera dragster flokkur?
« Last Edit: January 04, 2009, 18:18:52 by Kiddi »
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Þetta er beint copy af SPS reglum að utan að undanskyldu að base vigtirnar eru 200lbs minni þar sem bílar eru reiknaðir inn með Lenco etc etc. séu menn með converter driven trans mega þeir vera 200lbs léttari. Þetta hefur gengið vel erlendis allaveganna engin ástæða fyrir því að þetta geti ekki gengið hér. Hvað varðar N/A SB þá eins og sést hér að neðan er það bara ekki tekið fram.

Svona er þetta:

Any tire.
Weights listed are with clutch.
BB blower or turbo 2800.
BB nitrous injected 2650.
SB turbo or screw type supercharger 2700.
SB roots or centrifugal supercharger 2600.
BB naturally aspirated 2400.
SB nitrous 2300.
Deduct 200 lbs. for converter.
No combination may run at less than 2300.
One type of power adder.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
OF virðist virka ágætlega eins og hann er í dag. Það mætti bæta inn í hann að index breytist hjá þeim sem fara niður fyrir index eins og í Comp flokkum í USA.

Kv Ingó. :)
Ingólfur Arnarson

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Góður punktur þar Ingó, góður punktur.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
já ég verð að viðurkenna að þetta er jú spenadi flokkur sé það núna :Den hvað með intercoler er það powerader :?: :-k
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Intercooler er ekki poweradder

Poweradder samkvæmt skilgreiningu er:

Roots, Centrifugal eða Screw supercharger, Turbo og Nítró. 1 túrbína eða 2 túrbínur, 1 nítrókerfi erða 5 nítrókerfi... flokkast alltaf sem 1 poweradder.

Einhver spurði með alcohol, það er eldsneyti, ekki poweradder.

Það þýðir ekkert að grenja svo yfir þessu... þetta stendur skýrum stöfum í  REGLUM.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
þannig ef ég kem með alk blásar og intercoler allt gott :-k
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Já þú mátt það, blown alky intercooled... allt gott.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
já sæll \:D/
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Já þetta gæti verið gaman að prófa það sakar ekki.allt betra en OF.Og hvað með það að OF sé að virka eins og hann er já SÆLLLLLL.OF er ekki að virka eins og hann er hann er fínn fyrir 400 til 500 cid mótora svo fer hann í bull.Ef það á að vera index þá á að vera fast index frá segjum 7.90-14.90 heads up pro tree og allir vinir.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Gleðilegt ár drengir..

   það er gott að koma með reglulegar breytingar á reglulega góðum heimasmíðuðum regluflokki..
Það er líka gott að fá svona efnismiklar breytingar frá efnilegasta efnislausa efnishyggjumanninum...........

  Halló.... er ekki jólaölið að hætta að virka hjá ykkur......  Af hverju ætti að vera að breyta OF svona...er ekki miklu betra að fara í flokk sem er með svona starti og laga hann til...t.d. vélsleðaflokk.....
       Strákar við erum á íslandi........Of einsog hann er er einsog Ingó sagði ekki svo vonlaus...

þetta er alltof mikil einföldun og þetta er vafalaust góður flokkur þar sem er úr að velja par tugum eða hundruðum bíla á þessu róli ...
 Og einsog K.Skjóldal var að koma á framfæri (með kaldhæðni...Stjáni ..það er bannað að vera með kaldhæðni á spjallinu. ) 

Big blokk er orðið svo vítt hugtak... 396 eða 366 Chevy er big blokk og líka 700 plús og líka big bigblokk (sem eru orðnar 20-30 cm lengri en venjulegar big blokk og orðnar 1000 cid +/-.   
Auðvitað getur verið búið að breyta þessu en gamla reglan var að 396 vs 700+ miðað við sömu forsendur þá átti litla big blokkin ekki séns....
En með þessu vonlausa OF flokki var gerður jöfnuður og sú litla átti séns....auðvitað kemst hún ekki jafn hratt og er ekki með STÓRA öskrið en er með á myndinni í endann.
  Ekki hef ég neitt á móti því að menn reyni svona flokk, en hvað hann kemur OF við ????? ja frekar en vélsleðaflokknum, 

  Og fyrir alla muni ekki vera blanda bremsuflokk einsog 7,90-14,90 í þetta ...Því þetta eru bracket flokkar (með breikout)       EN það gæti verið spennandi að keyra 7,90- 12,90 á 4-500 pró trí og allir í einum flokk,     því það er nógu stressandi að bíða eftir forskotsmun á full tree hvað þá pro tree.
  Af því að það er svo margt sem ég ekki skil.... Af hverju virkar OF bara milli 400- 500 cid. ???? og er hann þá vonlaus  bæði yfir og undir því ??
og ef svo er ...af hverju ? 
   
 Ég er nú svolítið ruglaður alltaf í þessum blokkum...hef samt búið í blokk mestallt mitt líf..
326 Pontiac er big block, en 400 chevy er small block..?  eller hur.?
Og er 401 cid AMC smallblock eða big block..??.(. er sennilega big block og þá líka 270 cid AMC sem er sama blokk.)

  svona annars........
Gleðilegt ár og bla bla bla....
Kv. Valur Vífilss   
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Það er ekki verið að breyta OF, ég notaði hann eingöngu sem byrjunarreit og bætti inn. OF verður þarna ennþá óbreyttur geri ég ráð fyrir.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
sælir félagar.á sínum tima tiltölulega stuttu eftir að við byrjuðum að keyra þennan flokk þá kom það til tals að setja index á N A bíla og allt sem kæmi til viðbótar það er að segja BLÁSARI  NÍTRÓ TÚRBO og svo framvegis þá kæmi auka index.þetta er ekkert nýtt svona er þetta í COMP.ef þú breytir einhverju setur stærri blandara nú kannski TUNNEL og tvo skiptir ekki máli,þá breytist allt það er að segja indexið.KALLI  MÁLARI og ég og einhverjir fleiri man ekki hverjir enda er það kannski ekki aðalmálið ,börðumst fyrir þessu á sínum tíma og ef ég man rétt var það fellt af mönnum sem voru ekki einu sinni að keppa og hafa held ég aldrei keppt allavega ekki í OF en það er einn sem eitthvað er að gera sig líklegan til þess ,en er pínu hræddur sýnist mér á öllu ,allt í lagi með það menn eiga að vera hræddir þá haldast hlutirnir frekar í lagi.en núna vil ég minna menn á eitt sem er þetta.á sínum tíma þegar OF var ekki til kepptum við í svokölluðum COMP flokki sem í USA er kallaður pro stock FÁTÆKA MANNSINS.TAKIÐ EFTIR ÞESSU.bílar og tæki sem eru að keppa í þessum flokki úti í hinum stóra heimi hvort sem það er USA eða SVÍÞJÓÐ þurfa og eru með mikið af KÚLUM þetta eru hrikalegar græjur einn alvöru COMP doorslammer er ekki undir 100.000 .á racing junk.þannig að þessi flokkur þó frábær sé þá er hann allt of þröngur fyrir okkur og já bara við getum ekki gert út svona mótora taka allt upp eftir hverja ferð,hugsið ykkur.þetta og margt fleira þá á ég við áralöng reynsla af aðstæðum hér gerði það að verkum að það var farið í að SMÍÐA OF FLOKKINN.hann er mannanna verk og það er hægt að finna margt sem gæti verið betra enda held ég að þannig verði það alltaf.en þetta er það besta sem til er fyrir okkur á því er engin vafi en það má alltaf skoða og lagfæra ÞÓ ÞAÐ NÚ VÆRI.KV AUÐUNN HERLUFSEN.