Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Reglur varðandi fallhlífar

<< < (3/5) > >>

Einar K. Möller:
Ok þá höfum við verið að misskilja í báðar áttir... sem er bara allt í lagi...

Það hefur eitt og annað breyst í general regulations, þyrfti að lagfæra það litla sem breyst hefur. Þetta eru helst öryggiskapitularnir.

EKM

baldur:
Til dæmis í aðalreglum stendur að vél þurfi að vera bílvél (af hverju?) og svo er mynd af ventlaskurði líka (af hverju?).
Líka að inngjöf verði að vera fótvirk (Sem hún er ekki í einum einasta bíl sem rúllaði af færibandinu á síðastliðnu ári).
Hvers vegna er líka svona mikið í aðalreglum sem lútar bara að standard og super stock flokkum?

Einar K. Möller:
Í NHRA General Regulations 1.2 stendur þetta:

Classes limited to automotive engines only unless otherwise stated under Class Requirements.

Feitletraða línan er það sem þarf að uppfæra t.d

Það er heilmikið svona sem þarf að fara yfir, mikið af orðalagsbreytingum og fleira.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Einar.

Það eru yfir 90% af öryggisköflunum í "aðalreglunum" "up to date".
Það hefur verið smá pása í þessu núna vegna þess að ég hef ekki ennþá fengið að vita hvort okkur verða skaffaðar öryggisreglur FIA, en það kemur í ljós á næstu vikum.

Hins vegar er ég sjálfur á því a öryggisreglur NHRA séu miklu betri þar sem áhugi FIA á þessu sporti er minni en enginn og metnaður að halda við öryggisreglu eftir því.
Það eru til að mynda engar öryggisreglur í "International sporting code" sem alltaf er verið að tala um, þar eru aðeins sektar og aga ákvæði.

En það sem að ég veit að hefur breyst hjá NHRA (ekki búinn að fá bókina ennþá), eru reglur um véla-bleyjur sem er orðin skylda fyrir neðan 10sek, reglan sem að þú komst með hér að ofan um fallhlífar sem að er nú skylt að nota á 150mph og yfir, og síðan er hin svokallaða kurteisisregla sem snýr að upphitun (burnout) og uppstillingu á ljósum.

Það eru vafalaust fleiri svona greina sem er búið að koma inn í reglurnar, það þarf bara að uppfæra.

Sæll Baldur.

Þú varst að spyrja um til dæmis ventlaskurð og af hverju væri svona mikið um "Stock" og "Super Stock".

Því er til að svara að allir bílar framleiddir í USA komast í þessa tvo flokka og það þarf að jafna þetta út og það er gert með undirflokkum og "indexum".
Það er nú einu sinni þannig að kaninn veit að þeir sem eru að keppa vilja helst keppa við tæki sem eru líkust þeim tækjum eins og þeir eru að keppa á sjálfir.
Kannski eitthvað sem að við þyrftum að skoða líka. :wink:

Meðal reglna í "Stock" eða Standard flokki, er regla um skurð á ventlum og er það sýnt í reglum hvernig má skera ventlana.

Varðandi inngjöfina þá hljóðar reglugreinin svona:
--- Quote ---1:14 INNGJÖF:
Burt séð frá flokkum skulu öll ökutæki hafa fótstýrða inngjöf sem hefur jákvætt virkandi afsláttarfjöður, tengda beint í inngjafararm blöndungs. Stoppskrúfa eða þess háttar skal vera sett á inngjöf til að koma í veg fyrir að hún fari yfir mestu opnun og festist opin. Til viðbótar afsláttar fjöður ætti að koma fyrir útbúnaði til að hægt sé að slá af inngjöf handvirkt (með því að nota fætur/fót)sem sett ætti að vera á breytta inngjafir nema vökva og/eða kapalstýrðar. Fjöldaframleidd kapalinngjafarkerfi leyfð. Innsogskaplar og/eða brösuð og/eða soðin fittings á stálkapla ekki leyfð. Enginn hluti inngjafakerfis má vera neðar en grind ökutækis.


--- End quote ---

Á öllum bílum sem að ég veit um, með nokkrum undantekningum fyrir fatlaða einstaklinga, er inngjöf stjórnað með fæti ökumanns.
Það í raun breytir ekki neinu þó að inngjöfin sé rafeindastýrð eins og í dag, í þessari grein er fyrst og fremst verið að tala um öryggi og kannski líka sanngirni þar sem einhverjum gæti dottið í hug að fara að tölvuvæða inngjöf á gömlum bíl til að ná forskoti. :?: :wink:

Varðandi að vél verði að vera bílvél, þá voru dæmi um það bæði í Evrópu og Ameríku að menn væru að taka bæði "Rolls Royce" "Pratt Whithney" og "Allison" vélar úr flugvélum og skriðdrekum til að setja í bíla.
Það voru meira að segja tvær svona vélar auglýstar hér á spjallinu fyrir nokkrum árum af Dana sem hafði ætlað að nota þær í "Puller" en hafði hætt við.

Svona mótorar sem eru gríðarlega þungir og með mikið "tork" þurfa töluvert öðruvísi grindur heldur en bílvélar þar sem að þær eru einfaldlega ekki hannaðar fyrir bíla. :!:

Kv.
Hálfdán. :roll:

Einar K. Möller:
Góð svör Hálfdán, ég er með bókina ef þú vilt fá hana til að líta yfir þangað til þú færð þína. Nærð í mig í 849-2336 eða heima í 581-4191.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version