Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Reglur varðandi fallhlífar
Einar K. Möller:
When is a parachute required by NHRA and IHRA?
All cars that go over 150 mph in the quarter mile are required to have AND USE a chute. Dual chutes are REQUIRED for any vehicle over 200 mph.
Athyglisvert.
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Mér finnst þetta mikið réttara en að binda þetta við tíma eins og 9.99sek
Einar K. Möller:
General Regulations NHRA kveða á um að fallhlífahraði skuli vera 150mph eða hraðar og 2x fallhlífa fyrir bíla sem fara yfir 200mph.
Við notum öryggisreglur NHRA þannig að svona er þetta.
P.S
Fallhlífar stoppa þig á hraða...ekki á tíma :wink:
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Ég veit .. þess vegna bennti ég á það.
En í öryggisreglum KK þá er 9,99sek sá tími sem að gerir kröfu um fallhlíf
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/%C3%96ryggiskr%C3%B6fur
Einar K. Möller:
Þetta er í fljótlegu yfirliti, þess vegna bendi ég á Aðalreglur:
4:7 FALLHLÍFAR:
Sé það tekið fram í flokksreglum er skylda að hafa bremsufallhlíf framleidda af viðurkenndum framleiðanda fallhlífa fyrir spyrnuakstur. Skoðunarmaður getur skoðaðfallhlífar og notkunn þeirra m.a hvort þar séu trosnuð og/eða slitin bönd, rifinn og/eða skítugur dúkur, eða skemmdar stýrihlífar o.s.f.. hulstur utan um fallhlífarkapal verður að vera fest við grindarrör eða annan fastan hlut, ekki þó aftar en 1” (2,54cm) frá losunar hanfangi. Hulstrið utan um losunarkapalinn sé fest innan við 12” (30,48cm) frá fallhlífarpakka á þann hátt að það sé innri kapallinn sem sér um að losa fallhlífina (sjá Mynd). Á öllum bílum sem brenna öðru en bensíni er skylda að hafa allar ópakkaðar hjúplínur og fallhlífapakka varða af eldtraustu efni. Æskilegt á öllum fallhlífapökkum. Fallhlífar skulu hafa sjálfstæða festingu, notkunn á kúlulæsingu (ball-lock) við fallhlífafestingu bönnuð. Sjáið flokkareglur um notkunn á tveimur fallhlífum, þannig kerfi krefs aðskyldra festinga fyrir dúklínur á hvoru fallhlífakerfi. Fallhlífar eru æskilegar á öllumsérsmíðuðum bílum og skylda þegar bílar eru komnir í 150mph (240kmh) eða meira.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version