Author Topic: Um MC flokk  (Read 3006 times)

Offline js

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Um MC flokk
« on: December 26, 2008, 20:33:50 »
 Ég sé að menn eru byrjaðir á þessari umræðu (the never ending story) einu sinni enn.Nú snýst umræðan um hvort á að hleypa nýrri bílum í þennan flokk.Ég er á þeirri skoðun að það ætti að henda MC flokknum í ruslið.Ástæðan er sú að það að það er búið að breyta reglum svo oft t.d slikkar eitt ár,radial næsta.Einnig hafa menn beygt reglur og keppt á 68 camaro með 509 sem var framleiddur með 396 sem sverasta option.Ég á videotökur,sem ég tók sjálfur,af sumri 2003 og þar er MC flokkurinn eins og ég vil sjá þ.e.gamlir muscle cars með drunum,vel málaðir og komu keyrandi.Ekkert eða lítið vesen og keppnisandi á hóflegum nótum en engu að síður mjög gaman að horfa á (t.d plum crazy 70 challanger v.s 70 chevelle,báðir betri en nýir).Að etja saman gömlum og nýlegum bílum er er ekki sanngjarnt út af t.d. einu atriði sem heitir track control,(ég spólaði næstum alla Tryggvabrautina á BBF með Mercedes AMG alltaf einni til tveimur bíllengdum fyrir framan og sá aldrei reyk frá honum).Það sem ég mundi vilja sjá er opinn götubílaflokkur,einu takmarkanir væru nýlegur skoðunarmiði(án athugasemda,þar á meðal hávaðamengun)og   radialdekk.Ég vitna í Gulla Emils,sem sagði að það væri áskorun að keppa við small block bíla  með big block á götudekkjum.Einnig spurði ég Gísla G Sveinss hvort að hann mundi keppa í MC (sem er hægt)á radialdekkjum eins og challangerinn er í dag og fékk f/y um hæl.Twin turbo eða procharger ls1 á lítið sameiginlegt með 30 til 45 ára gömlum N/A bílum og mætti því athuga að setja upp ofurflokk fyrir nýrri grægjur



Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Um MC flokk
« Reply #1 on: December 27, 2008, 01:03:19 »
Kynntu þér hlutina örlítið betur. Reglunefndin er að fara fram á að MC flokknum verði breitt í :

           V8, afturdrifinn, N/A, Radíalflokk. Ekkert meira , ekkert minna!

 Ég vil biðja menn að virða það að umræður um reglubreitingar fara fram í Harðkjarna, ekki í almennu-hjali.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Um MC flokk
« Reply #2 on: December 27, 2008, 01:21:40 »
,(ég spólaði næstum alla Tryggvabrautina á BBF með Mercedes AMG alltaf einni til tveimur bíllengdum fyrir framan og sá aldrei reyk frá honum).




Tja þessi BBF Mustang sem þú talar um á lakari tíma á þessari götu heldur en ölvagn...........

Offline js

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Re: Um MC flokk
« Reply #3 on: December 27, 2008, 01:45:57 »
OOOps.held að ég hafi ekki náð 13,9 opinberlega,en ef það á að breyta flokknum svona er ég ánægður.Ég er búinn að rífast/rökræða þetta í sjö eða átta ár.Anton,elsku kallinn minn.Bílar sem spóla mikið fara hægt yfir,ég ætti kannski að prófa minn ölvagn.Hann nefnilega getur ekki spólað.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Um MC flokk
« Reply #4 on: December 27, 2008, 02:14:21 »
.Anton,elsku kallinn minn.Bílar sem spóla mikið fara hægt yfir,ég ætti kannski að prófa minn ölvagn.Hann nefnilega getur ekki spólað.

Tja Hinn BBF Mustanginn vann í ár í götunni  8-)

Ekki er ég hissa á því að þinn ölvagn spóli ekki enda með M :shock:

En nú verð ég að kvóta í hann GK vin okkar eftir að ég tók hann swing í sumar á Lincoln Continental.
Quote
Þetta er sko öflugasti full size bíll sem ég hef komið í

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Um MC flokk
« Reply #5 on: December 27, 2008, 17:01:35 »
 BBF ???  hvað er það ?  :shock:

Offline Kristófer#99

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 201
    • View Profile
    • www.10.is/kristo
Re: Um MC flokk
« Reply #6 on: December 27, 2008, 17:14:03 »
BBF ???  hvað er það ?  :shock:


Big Block ford  held ég.
« Last Edit: December 27, 2008, 17:26:10 by Kristófer#99 »
GMC S15'84 383stroker
Daihatsu charade' 88
Kristófer Daníelsson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Um MC flokk
« Reply #7 on: December 27, 2008, 18:50:26 »
.Einnig spurði ég Gísla G Sveinss hvort að hann mundi keppa í MC (sem er hægt)á radialdekkjum eins og challangerinn er í dag og fékk f/y um hæl.Twin turbo eða procharger ls1 á lítið sameiginlegt með 30 til 45 ára gömlum N/A bílum og mætti því athuga að setja upp ofurflokk fyrir nýrri grægjur

Sæll

Þetta er úr reglum í MC.

Soggrein
Soggrein miðast við einn blöndung. Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi ökutæki er, og verður innspýtingin þá að vera orginal (OEM) sem skal sýnt fram á með réttum númerum. Þegar talað er um einn blöndung er oftast rætt um fjögurra hólfa blöndung, og eru þá taldir með "Predator" og aðrir þvílíkir blöndunga. Val á blöndungum það er gerð, stærð eða tegund er frjálst. Ef bílar hafa komið original með fleiri en einum blöndung á þeirri véla tegund sem notuð er skal leyft að nota samskonar búnað sem þarf þá að vera frá sama framleiðanda og viðkomandi vél/bíll og hafa verið fáanlegur á viðkomandi vél. EF fjölblöndunga sogrein er ekki til frá framleiðanda undir "OEM" númeri er heimilt að nota sambærilegan búnað frá öðrum framleiðendum svo framarlega sem hann lítur eins út og er viðurkennd endurframleiðsla á upprunalega hlutnum. Engin soggrein má vera svo há að hún passi ekki undir óbreytta vélarhlíf ökutækis, og ekki má heldur hækka blöndunga svo mikið að þeir komist ekki undir óbreytta vélarhlíf. Forþjöppur bannaðar. Nitro gas N2O bannað

Þetta stoppar blásara og turbo í nýju bíllunum.

Olíukerfi
"Dry sump" olíukerfi bönnuð. Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er. Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt. Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás osf. Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás. Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.

Þetta stoppar Corvette Z06 2006 +

Það væri ráð að skoða reglurnar áður en menn mála skrattan á veggin.

Kv Ingó. :)

p.s.

Ingólfur Arnarson

Offline js

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Re: Um MC flokk
« Reply #8 on: January 07, 2009, 00:26:47 »
Er ekki að mála neina veggi,það er komin reynsla á þennann flokk,þar sem er búið að breyta reglum nokkrum sinnum með dekkja búnað,sem þýðir að ef þú ættlar að KEPPA þá þarft þú að kaupa.Það fælir keppendur frá t.d að geta verið á radial eitt ár,ssc það næsta og e.t.v. drag radial .Og næsta ár eftir það,eiga allir að vera á radial og margir eiga nokkur pör af dekkjum sem eingin not eru af.Einnig er það svekkjandi ef menn fara ekki að reglum t.d 100 cid regluna og komast upp með það.Þá fara menn í fýlu og láta ekki sjá sig.

Það er líka hægt að KEPPA þó að menn séu að keyra 12 eða 13 jafnvel 14sec

Ef það væri hægt að búa til flokk sem væri óbreyttur til frambúðar,þá mundi það vafalítið  vera hægt  að fá eigendur þessa bíla til á koma og taka run.Mögulega hægt drafta krúser ,og það væri gaman að HORFA á.


Og vonandi er reglunefnd  einmitt að vinnna að því að mér skilst þ.e.V8 /afturdrif/N/A/radial

Nýlegir bílar gætu keyrt í svona flokki,en EKKI með virkt trac control,því að þá þá er engin keppni.


kv.js