Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK

<< < (2/9) > >>

bluetrash:
Ég verð að vera sammála þessu sem er sagt um að gera alla vega ráð fyrir henni á teikningu. Það er það minnsta sem stjórn KK gæti gert fyrir félagsmenn. Leyft þeim svo að standa að söfnun og þess háttar til að gera hana svo að veruleika ef rétt er að stjórnin sýni ekki vilja fyrir þessu.

Ég á græju sem ég væri til í að prófa að fara með í sandspyrnu og í framhaldi þróa hana áfram fyrir tilvonandi keppnir  :wink:

Halldór H.:
Eitt skil ég ekki alveg í öllu þessu.

Það er engu líkara en að keppendur eða félagsmenn skipti engu andskotans máli.
Ef stjórnin fær ekki hugmyndina þá hú alveg vita vonlaus, sínist mér allavega á skrifum sumra manna í stjórn.

Það er rétti tíminn núna til að tala og semja við verktaka, það er kreppa  frammundan hjá þeim eins og öðrum
þannig að mér finnst líklegt að þeir séu til í flest hvort sem er malbik eða sandur.

KK er búið að tala um sandsp ár eftir ár en ekkert gerist,,,  það mundi vafalaust breytast ef væri braut í hrauninu.

Jón Þór Bjarnason:

--- Quote from: Halldór H 935 on December 15, 2008, 03:09:27 ---Eitt skil ég ekki alveg í öllu þessu.

Það er engu líkara en að keppendur eða félagsmenn skipti engu andskotans máli.
Ef stjórnin fær ekki hugmyndina þá hú alveg vita vonlaus, sínist mér allavega á skrifum sumra manna í stjórn.

Það er rétti tíminn núna til að tala og semja við verktaka, það er kreppa  frammundan hjá þeim eins og öðrum
þannig að mér finnst líklegt að þeir séu til í flest hvort sem er malbik eða sandur.

KK er búið að tala um sandsp ár eftir ár en ekkert gerist,,,  það mundi vafalaust breytast ef væri braut í hrauninu.


--- End quote ---
Keppendur og félagsmenn almennt kjósa stjórn til að sjá um almennan rekstur á svæðinu og þar verður að fara eftir lögum landsins.
Fljótfærni hefur kostað okkur oft peninga og síðast var það í sumar þegar það vantaði smá rörbút í frágang á nýju ljósunum og félagsmenn grófu upp rör meðfram gamla veginum sem innihélt símastreng og klipptu í sundur í staðinn fyrir að kaupa smá rörbút. Þessi smá rörbútur kostaði klúbbinn rétt rúmlega kr 200.000.-
KK er að semja við verktaka núna í kreppunni þó svo það sé ekki sandspyrnubraut akkurat núna en þá kemur hún eflaust strax í kjölfarið þegar teikningar og samþykktir liggja fyrir. Ég stend ekki í vegi fyrir sandspyrnubraut heldur er ég með smá vit í kollinum og veit að það er ekki hægt að framkvæma þetta fyrr en allt liggur fyrir. Auðunn varaformaður hefur verið að tala við fólk hjá Hafnarfjarðarbæ og þeim líst vel á þessa hugmynd.

Það virðist vera sumum mönnum hér gersamlega ómögulegt að skilja að það eru lög og reglur sem klúbburinn þarf að fara eftir.
Sum mál taka lengri tíma en önnur.

Dodge:
Ég ætla nú ekki að skíta yfir neinn eða gera lítið úr vinnu manna, en þeir sem eru kosnir í stjórn í svona félagasamtökum eru yfirleitt bara þeir 4 - 5 sem gefa kost á sér....

Helsta kostinn sem ég sé við að gera sandspyrnubraut er að þá væri hægt að keppa í sandspyrnu... og þætti eðlilegt að það væri high priority hjá klúbbi sem gefur sig út fyrir það tvennt að halda kvartmílu og sandspyrnu..

sandur er málið!  8-)

Hera:
Fyrir þá sem hafa ekki skoðað teikninguna sem var uppkast til að fá svæðið samþykkt sem akstursíþróttasvæði þá er sandspyrnubraut á þeirri teikningu  :wink:
þannig að ég held að það hafi verið og sé hugsað út í það.

En það þarf að fara að teikna svæðið og eins og ég las (einthverstaðar hér á vefnum) þá er víst verið að vinna eithvað í því af kk og Hafnafjarðarbæ að fá arkitekt til að hanna þetta og teikna. Það er grundvöllur fyrir öllum framkvæmdum að þær séu samþykktar.

ég tel það jákvætt að setja sandspyrnubraut á svæðið.
Lengir sumarið og mögulega áhorf og félagsmenn sem þýðir auknar tekjur, sem þýðir meira fé til uppbyggingar á svæðinu = allt jákvætt með það að mínu mati.

En ég er á því að það þurfi að vanda val á forgangsröðun og ekki ana út í neitt sem gæti komið eins og búmerang í hausin á okkur til baka.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version