Sælt veri fólkið og gleðilega rest.
Ég verð að segja að ég hef haft svolítið gaman af þessarri SS umræðu og það er ljóst að það mun alltaf vera umdeilt hvenær bíll er SS eða ekki.
Orginal SS er enginn vafi....hann var það en.....er hann það ?
Sjálfum finnst mér þetta, í raun, ekki skipta svo miklu máli nema að því leyti að ef bíll hefur verið seldur sem SS og varðveist sem slíkur, þá er það flott og er órengjanlega SS.
Dýrari út úr umboði en “venjulegur” en í grunninn sami bíll og hinn þó að vélar og drif, stokkar og stólar og einhverjir listar og fjöðrunarbúnaður geti verið mismunandi.
Ég myndi borga meira fyrir SS heldur en SS clone í dag....en þá þarf SS bíllinn væri betri en SS clone bíllinn.
Ódýrasta týpa getur þar af leiðandi verið verðmætari en SS
en það hlyti þá að ráðast af ástandi og einnig hlýtur að vera búið að auka verðgildi bílsins ef hann er kominn með SS pakkann.
Nú er það víst grindarnúmerið og skráningin sem ræður, ef ég hef skilið þetta rétt í gegn um tíðina.
Ef SS boddy með öllum pakkanum og SS kramið eins og það leggur sig er sett í strípaða grind úr “venjulegum” hvað ertu kominn með ???? SS eða SS clone?
Í mínum huga þá þarf að fylgja svo mikið með til þess að menn geti talað um að eitthvað sé “ hitt eða þetta” og það er stór munur á
er og
var svo er þetta þá ekki orðin spurning um.....maching numbers til þess að geta talað um að bíll sé orginal SS
og sé það enn.....en ég sé heldur ekki að bíll sem er SS clone sé eitthvað ómerkilegri en bíll sem kom með SS pakka út úr búðinni.
Það leikur enginn vafi á því að bíllinn
var einhvern tíman eitthvað......en hvað hann
er orðinn???? Úff...
I like them all
K.v.
Ingi Hrólfs.