Afhverju er þessi helgi valin ef það er svona margt annað að gera,er ekkert um annað að velja?
Nokkrar ástæður...
1. Ekki margar 4 daga helgar (föstud.- mánud.) á vorin, fleiri dagar = fleira fólk = meiri innkoma í kassann.
2. Margir bílar og allmörg hjól ekki kominn úr vetrargeymslu/klár fyrr en um miðjan Maí/lok Maí.
3. Verðið í Kórnum afar hagstætt bæði í vor sem og á næsta ári, frábær lýsing og öll aðstaða.
4. Ef fólk hefur verið að hugsa um Páskasýningu þá hefur held ég fótboltamót komið í veg fyrir það, auk þess að bílar og hjól eru mörg hver ekki klár.
5. Fengum fullt af fólki í vor þrátt fyrir margt sem hefði mögulega komið í veg fyrir frekari aðsókn, það verður annað upp á bátinn á næsta ári þar sem áætlun er að keyra frekari auglýsingar og kynna hana betur auk þess sem t.d. önnur bílasýning er ekki að skyggja á hana.
Ég ætti kannski ekki að vera tjá mig frekar um þetta, en þetta hef ég haft að leiðarljósi.
Stjórnin getur komið með frekari ástæður ef þeir sjá tilefni til.