Author Topic: Næsta Sumar  (Read 21977 times)

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Næsta Sumar
« on: November 27, 2008, 20:03:31 »
Hæ er bara að forvitnast hvort menn séu farnir að hugsa eitthvað út í næsta sumar s.s.keppnisform 1/8eða 1/4 og hvort gerðar verði einhverjar breyttingar á flokkum.Veit vel af reglunefndinni en hvort að menn séu eitthvað farnir að spjalla saman um flokka og þá hvað.Í minni grúppu eru menn almennt samála um að á meðan brautinn okkur er eins og hún er( og þá er ég ekki að drulla yfir hana) og miðað við árferði hjá bæjarfélögum og í landinu öllu yrði gáfulegast að keyra allaflokka 1/8 næsta sumar.Endilega ræðum þetta svolítið á málefnanlegum nótum og komið með einhvað fjör þetta er búið að vera svolítið down hérna í vetur.Eigum við að ræða það eitthvað.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #1 on: November 27, 2008, 20:08:27 »
mér finnst allavega ef OF á að keira 1/8 þá  á GF líka að gera það þar sem þeir eru að verða komnir á svipaða hraða ef ekki hraðar en sumir í OF :Dog svo á að nota tækifærið og keira 1/8 allt leifilegt og start á jöfnu ekkert vigtunar eða reglubull bara standast örygisskoðun  :idea:
« Last Edit: November 27, 2008, 20:14:09 by Kristján Skjóldal »
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #2 on: November 28, 2008, 12:23:34 »
Ég er reyndar ekki alveg að sjá afhverju það er gáfulegast að keyra alla flokka á 1/8 mílu.

Einhver rök sem þú hefur þar að baki ?
Það eru alls ekki allir bílar sem eru að missa grip úti á miðri braut t.d.
Einnig þá stórefast ég um að bremsukaflinn sé of lítill fyrir þónokkuð af flokkunum

Langar bara að heyra ykkar rök

Ég persónulega hef mikið meiri áhuga á að keyra 1/4 mílu.

Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #3 on: November 28, 2008, 17:23:04 »
samála =D> og bara svo en einu sinni það sem er að þessari braut hefur ekkert gera með 1/8 eða 1/4 ef að bill fer í spól þá er það hvort eð er fyrir 1/8 ein og ég hef alltaf sagt bara keppa í báðu flokkum það er komin timi á það :!:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #4 on: November 28, 2008, 20:58:46 »
Sæll Gummi það eru margar ástæður fyrir því að 1/8 er sniðugra eins og staða er í dag.Tökum dæmi öryggi.Það er ekkert grín strákar ef 1500kg bíll á 130+ mílum fer út af þarna beint út í kargan.Ég persónulega hef séð bíl sem fór þarna útaf og sem betur fer var hann með mjög vel smíðað veltibúr og fl.+Heilmingi minna bensín og miklu minna álag á draslið og það dugar tvöfallt lengur.Ég var út í Orlando um daginn á world street nats keppninni og þeir hreinlega skildu ekkert í okkur eskimóunum að vera að sperra okkur kvart.Flest sambönd úti eru buin að skifta eða ætla að skifta í 1/8 og meirihlutinn af keppendunum þarna kepptu í 1/8.Þó ekki í þessari keppni.Svo er þetta meiri slagur á línunni því það þíðir ekkert að hugsa að þú sért með yfirburða power ef þú sefur yfir þig þá er það búið.Mig persónulega finnst gaman að keppa í kvart en ég hef eingan áhuga á að fara útaf þarna á 180 mph.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #5 on: November 29, 2008, 00:30:31 »
Sælir félagar. :)

Sæll Árni.

Ég veit að þú ert mikill fylgismaður þess að spyrnukeppnum verði breytt i áttung (1/8) frá því sem það er núna, og ég er sammála að hugsanlega þarf að gera það í OF/flokki þar sem hraðinn er orðinn gríðarlegur fyrir þessa braut.

En hvar færð þú þessar hugmyndir um að allir í USA séu að breyta yfir í áttung?
Síðast þegar ég gáði (nú í sumar) þá voru hlutföllin hjá NHRA 126 brautir með 1/4 á móti 36 með 1/8.
Hjá NMRA/NMCA hef ég verið í sambandi undanfarin ár við Chris Vopat sem sér um "race pages" hjá þeim og almannatengsl og þegar ég talaði við hann fyrir um viku síðan þá stóð ekki til að breyta neinu varðandi keppnisfyrirkomulag.!

Málið er að í sumum ríkjum Bandaríkjana svo sem "Maryland, Virginia, West Virgina" og fleiri ríkjum á þeim slóðum er einfaldlega ódýrara að tryggja áttung enn kvatmílu.
Lang flestar þeirra brauta sem verið er að keppa á í áttungi geta auðveldlega boðið upp á fulla vegalengd, og gera það á formlegum keppnum NHRA/IHRA.

Ég hef kannað óhappa/slysatíðni í spyrnuakstri, og eru þar hlutfallslega fleiri óhöpp/slys sem að eiga sér stað fyrir 200metra markið en það 400metra.
Hinns vegar eru slysin oft mun alvarlegri sem verða við 400metrana þar sem að hraði er mun meiri þar.
Banaslysið sem var í sumar þegar Scott Kalitta lét lífið á "Top Fuel Funny car" varð til þess að vegalegdin í "TF og Funny Car" var stytt í 1000fet (300m) tímabundið meðan verið er að rannsaka það slys en stefnan var að færa það sem fyrst í fulla vegalengd aftur.

Varðandi það óhapp sem að varð hér heima í sumar, þá hefði farið nákvæmlega eins þó að við hefðum verið að keppa í áttung þar sem ökumaður var búinn að missa bílinn fyrir 200 metrana. (það er far eftir bílinn í púða fyrir endurskinsmerki á miðri brautinni sem að ræsir hraðamælingu fyrir áttunginn) !

Er ekki frekar spurning að fá kennara og kenna ökumönnum réttu handtökin við að spyrna þessum græjum sem að eru komnar á yfir 130mílna hraða?
Erlendis eru menn að fara á uppryfjunarnámskeið stundum árlega!
Af hverju ættu ökumenn hér heima þá ekki að fara á námskeið til að læra?
Er einhver minkunn í því.

En hvað vaðar kvart og áttung þá verður aldrei samstaða um hvort á að keyra og það að benda á þetta sem öryggissjónarmið, þá er mitt álit að eins og þetta er núna hjá okkur þá er breytingin í áttung eins og að setja plástur á opið beinbrot.
Það er ekki nóg að stoppa blæðinguna, það verður að gera við brotið. :!: :idea:

Það þarf fyrst og fremst að huga að undirbúningi brautar og fá þau efni og tæki sem til þarf fyrir þann undirbúning.
Við getum rakið um 70% slysa í spyrnu til fyrstu 100-200metrana þar sem að mest aflið fer niður og mesta hröðunin er (ekki að tala um TF eða TA).
Vel undirbúin braut myndi ég segja að væri það fyrsta til að tryggja öryggi, og á ég þá líka við umhverfið vegrið og slíkt.
En hvað varðar ökutækin þá er það sérstaklega yfirborð brautarinnar og grip hennar sem að skiptir máli, bæði hvað varðar öryggi og árangur.

Kvartmíla eða áttungur skiptir ekki máli ef að yfirborð brautar býður ekki upp á það grip og öryggi sem það á að gera.
Þó að brautin hér sé orðin léleg hvað yfirborð varðar, þá er hægt að bæta það mikið með réttum efnum, réttum tækjum, réttum vinnubrögðu og mikilli vinnu.

Skoðum það vel og ræðum það málefnalega, áður en hið árlega rifrildi um kvarmílu og áttung byrja.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #6 on: November 29, 2008, 01:56:02 »
x2
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #7 on: November 29, 2008, 08:16:26 »
Hvað er því til fyrirstöðu til að trackbire verði borið á alla brautina?

Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #8 on: November 29, 2008, 11:08:12 »
Keyra bara annað hvort 1/8 eða 1/4 í keppni.

 það er mín skoðun eftir síðasta sumar. Nóg er nú erfitt að halda úti keppnishaldi þó að það sé ekki verið að hræra í öðru og bjóða mistökum í leikinn.

Það er búið að gera svo mörg mistök í stjórnun keppnishalds þarna að það er hægt að gefa út bók um það, jafnvel mistök sem kosta menn íslandsmeistaratitilinn.

stigurh

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #9 on: November 29, 2008, 16:04:21 »
Hvað er því til fyrirstöðu til að trackbire verði borið á alla brautina?



Ekkert, svo framanlega sem þú mætir bara með budduna og splæsir.

Þetta sull er ekki gefins
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #10 on: November 29, 2008, 20:34:18 »
Ég mæli með 1/8. Rök brautin og umhverfið við brautina er ekki öruggt miðað við tímana og hraðan sem tækin eru komin á. Ein ferð á bíl til að vinna en ekki 2-3. Rök of mikið álag á sérsmiðuð tæki of langur tími sem fer í að klára keppni og sama kerfi og í USA. =D>

Ingó.

p.s. er að vinna í dragganum og mæti í vor ef þetta verður ofaná. \:D/
Ingólfur Arnarson

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #11 on: November 29, 2008, 20:46:37 »
ég ætla nú ekki að tjá mig um OF þar sem ég er ekki þáttakandi þar en mér finnst nú allt í lagi að keyra 2-3 ferðir í flokkum sem bílarnir geta keyrt þær í beit.
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #12 on: November 29, 2008, 21:58:57 »
sælir félagar.jæja þá er hasarinn hafin og alveg á tíma það liggur við að það sé hægt að stilla klukkuna eftir ykkur.ég veit ekki hvort mér sé óhætt að skrifa hér inn ,þetta er alltaf spurning um hvort sumir fari af hjörunum nefnum engin nöfn.en ég er með hugmynd fyrir þessa frjóu,en 300 metra það er verið að keyra með því fyrirkomulagi í toppflokkunum allstaðar í heiminum er það ekki málið.þá er hægt að sætta alla aðeins minni hraði meiri stoppkafli og ekkert vesen.er þetta ekki málið endilega skoðið þetta þið reynslu miklu kappakstursmenn.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Offline Stebbik

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #13 on: November 29, 2008, 22:05:17 »
Samála Árna og Íngó ég er að reyna að græja draggann minn fyrir 1/8  :twisted: ég vil halda dótinu mínu á lífi í 2-3 ár það mínkar líkurnar á að skemma  ef það er keppt i  1/8 og ég held að menn séu ekkert að fara að fjárfesta í leikfangadóti frá USA á þessum tímum

Stefán
Stefán Kristjáns.
næst besti N.A 1/8 tími á brautinni
1/8 besti tími 4.9 sec, 144 mph.1.18.60 fetin

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #14 on: November 30, 2008, 16:24:08 »
Verður þetta þá nýja útsýnið fyrir þá sem keppa í kvartmílu :?:

8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #15 on: November 30, 2008, 16:31:19 »
Þetta er einmitt það sem þarf að skoða vel, en það væri geggjað að hafa sandspyrnubraut þarna, en hún þarf að vera vel staðsett svo að þetta gerist ekki
Geir Harrysson #805

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #16 on: November 30, 2008, 17:10:36 »
sælir félagar.heyrðu KIDDI hættu þessum leiðindum menn skilja alveg þessa sneið.það er alveg makalaust hvað þú þarft alltaf að rakka allt og allar hugmyndir sem þú hefur ekki áhuga á niður.ég hef fylgst lengi með þínum skrifum og eru þau nánast alltaf á niðurrifs og neikvæðu nótunum.SANDSPYRNUBRAUT er eitthvað sem okkur hefur vantað lengi og oft hefur verið þörf en nú er nauðsýn.ég tek það fram að við höfum verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar og já nánast hunsa keppnishaldið hvað SANDSPYRNUNA varðar og hefur sú gagnrýni komið úr öllum áttum og er að mínu mati réttmæt.ég vil biðja menn að hafa þessa umræðu á jákvæðum nótum og annað ,ég vil einnig biðja menn að skoða þær hugmyndir sem ég minntist á í sambandi við keppnishaldið á brautinni okkar,það er að segja KVARTMÍLUNA.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #17 on: November 30, 2008, 17:33:27 »
sælir félagar.heyrðu KIDDI hættu þessum leiðindum menn skilja alveg þessa sneið.það er alveg makalaust hvað þú þarft alltaf að rakka allt og allar hugmyndir sem þú hefur ekki áhuga á niður.ég hef fylgst lengi með þínum skrifum og eru þau nánast alltaf á niðurrifs og neikvæðu nótunum.SANDSPYRNUBRAUT er eitthvað sem okkur hefur vantað lengi og oft hefur verið þörf en nú er nauðsýn.ég tek það fram að við höfum verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar og já nánast hunsa keppnishaldið hvað SANDSPYRNUNA varðar og hefur sú gagnrýni komið úr öllum áttum og er að mínu mati réttmæt.ég vil biðja menn að hafa þessa umræðu á jákvæðum nótum og annað ,ég vil einnig biðja menn að skoða þær hugmyndir sem ég minntist á í sambandi við keppnishaldið á brautinni okkar,það er að segja KVARTMÍLUNA.

Mér er frjálst að koma mínum skoðunum á framfæri og ég sé hreinlega engin leiðindi eða niðurrif í mínum skrifum hér að ofanverðu. Við skulum sýna hvor öðrum kurteisi og virðingu hérna á spjallborðinu, mér þykir það miður að meðlimir klúbbsins þurfi að minna stjórnarmenn á það.

Hinsvegar tel ég að klúbburinn ætti að leggja fjármuni sýna í endurbyggingu brautarinnar sem er þegar til staðar og það sem allra fyrst.

KR
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Næsta Sumar
« Reply #18 on: November 30, 2008, 17:41:12 »
Ef ráðist yrðir í sandspyrnubraut þyrfti að útbúa einhvers konar úðara sem myndu halda sandinum rökum og þar með hefta fok hans um helling.
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Næsta Sumar
« Reply #19 on: November 30, 2008, 17:42:21 »
sælir félagar.þú þarft ekkert að minna mig á þessi gildi þau eru í hávegum höfð á minum bæ KRISTINN.svo annað þetta með lagfæringar á brautinni það er allt í vinnslu en hvort menn verði ánægðir með þær aðferðir sem munu verða á takteinunum er önnur saga.kv AUÐUNN HERLUFSEN