Sælir félagar.
Sæll Árni.
Ég veit að þú ert mikill fylgismaður þess að spyrnukeppnum verði breytt i áttung (1/8) frá því sem það er núna, og ég er sammála að hugsanlega þarf að gera það í OF/flokki þar sem hraðinn er orðinn gríðarlegur fyrir þessa braut.
En hvar færð þú þessar hugmyndir um að allir í USA séu að breyta yfir í áttung?
Síðast þegar ég gáði (nú í sumar) þá voru hlutföllin hjá NHRA 126 brautir með 1/4 á móti 36 með 1/8.
Hjá NMRA/NMCA hef ég verið í sambandi undanfarin ár við Chris Vopat sem sér um "race pages" hjá þeim og almannatengsl og þegar ég talaði við hann fyrir um viku síðan þá stóð ekki til að breyta neinu varðandi keppnisfyrirkomulag.!
Málið er að í sumum ríkjum Bandaríkjana svo sem "Maryland, Virginia, West Virgina" og fleiri ríkjum á þeim slóðum er einfaldlega ódýrara að tryggja áttung enn kvatmílu.
Lang flestar þeirra brauta sem verið er að keppa á í áttungi geta auðveldlega boðið upp á fulla vegalengd, og gera það á formlegum keppnum NHRA/IHRA.
Ég hef kannað óhappa/slysatíðni í spyrnuakstri, og eru þar hlutfallslega fleiri óhöpp/slys sem að eiga sér stað fyrir 200metra markið en það 400metra.
Hinns vegar eru slysin oft mun alvarlegri sem verða við 400metrana þar sem að hraði er mun meiri þar.
Banaslysið sem var í sumar þegar Scott Kalitta lét lífið á "Top Fuel Funny car" varð til þess að vegalegdin í "TF og Funny Car" var stytt í 1000fet (300m) tímabundið meðan verið er að rannsaka það slys en stefnan var að færa það sem fyrst í fulla vegalengd aftur.
Varðandi það óhapp sem að varð hér heima í sumar, þá hefði farið nákvæmlega eins þó að við hefðum verið að keppa í áttung þar sem ökumaður var búinn að missa bílinn fyrir 200 metrana. (það er far eftir bílinn í púða fyrir endurskinsmerki á miðri brautinni sem að ræsir hraðamælingu fyrir áttunginn) !
Er ekki frekar spurning að fá kennara og kenna ökumönnum réttu handtökin við að spyrna þessum græjum sem að eru komnar á yfir 130mílna hraða?
Erlendis eru menn að fara á uppryfjunarnámskeið stundum árlega!
Af hverju ættu ökumenn hér heima þá ekki að fara á námskeið til að læra?
Er einhver minkunn í því.
En hvað vaðar kvart og áttung þá verður aldrei samstaða um hvort á að keyra og það að benda á þetta sem öryggissjónarmið, þá er mitt álit að eins og þetta er núna hjá okkur þá er breytingin í áttung eins og að setja plástur á opið beinbrot.
Það er ekki nóg að stoppa blæðinguna, það verður að gera við brotið.
Það þarf fyrst og fremst að huga að undirbúningi brautar og fá þau efni og tæki sem til þarf fyrir þann undirbúning.
Við getum rakið um 70% slysa í spyrnu til fyrstu 100-200metrana þar sem að mest aflið fer niður og mesta hröðunin er (ekki að tala um TF eða TA).
Vel undirbúin braut myndi ég segja að væri það fyrsta til að tryggja öryggi, og á ég þá líka við umhverfið vegrið og slíkt.
En hvað varðar ökutækin þá er það sérstaklega yfirborð brautarinnar og grip hennar sem að skiptir máli, bæði hvað varðar öryggi og árangur.
Kvartmíla eða áttungur skiptir ekki máli ef að yfirborð brautar býður ekki upp á það grip og öryggi sem það á að gera.
Þó að brautin hér sé orðin léleg hvað yfirborð varðar, þá er hægt að bæta það mikið með réttum efnum, réttum tækjum, réttum vinnubrögðu og mikilli vinnu.
Skoðum það vel og ræðum það málefnalega, áður en hið árlega rifrildi um kvarmílu og áttung byrja.
Kv.
Hálfdán.