ÚÚFFFF..... Alltaf kemur upp eitthvað nýtt
..
Ég reif mótorinn (það er 0.30bor mótorinn) í sundur frá A-Ö komst að því að sveifarásinn er úrbræddur
, þannig ég reif líka hinn mótorinn í sundur frá A-Ö (það er 0.20bor mótorinn). Virðist vera í lagi með sveifarásinn í þeim mótor, fyrir utan að einhver asni hefur farið með rörtöng á hann
+ það var stálsveifarrás í þeirri blokk
fékk reyndar heitan ás með þeirri blokk sem er samt í blokkir eftir 1986
.. Er reyndar að pæla í að rífa 3 mótorinn í sundur líka (það er original 350 mótorinn) skoða sveifarásinn í þeirri blokk..
En mig vantar að fá smá álit frá mönnum hérna.
Nú á ég 3 blokkir
1979 camaro 350 4bolt 0.30bor 2faldur tímagír
1968 camaro 350 2bolt 0.20bor 1faldur tímagír
???? ??????? 350 4bolt original 2faldur tímagír
Hvaða blokk af þessum 3 ætti maður að nota
Það er búið að benda mér á af vönum manni að notast bara við 0.30bor blokkina.. Það er það sem ég hef hallast að. En með 0.20bor blokkinni næ ég upp hærri þjöppu
Þar sem að í augnablikinu á ég ekki pening til þess að setja saman einhvern hörku mótor því maður getur fast reiknað með 350þús.
til þess að gera þetta almennilega og vel... Vil þess vegna gera þetta á smá tíma, kaupa smá og smá í einu, ég hef nú pælt í að gera það og þá nota 0.30bor blokkina í það..
En mig vantar að setja vél í bílinn til þess að geta keyrt hann og komið honum á milli staða. Til þess að hægt sé að setja búr í hann, grindartengt hann og svo framvegis, 0.20 blokkin er upplögð í það að mínu mati
Þannig hvaða blokk finnst mönnum að ég ætti að nota í þetta, með það í huga að ég vil svo setja eina blokk í stand eftir að ég er búinn að gera eina sem hægt er að setja í bílinn til að koma honum milli staða og vinna mig áfram smá og smá með þá blokk og gera eitthvað rosa apparat úr henni
Ég hef reyndar pælt í að smíða mér góðan LT1 mótor í þetta þar sem ég kem puttunum í allt nema blokkina fyrir þannig mótor.. Ef einhver á LT1 blokk og vill láta hana þá hafa samband við mig í pm helst með upplýsingum um hana og verð
Einnig ef einhver á sveifarás, þá nýjan eða nýrendan með kvittun fyrir því, þá má sá hinn sami hafa samband, það er fyrir blokkir fyrir 1986....
Líka ef einhverjum langar í heitan ás í 350mótor eftir 1986, verður einhver smá breyting á þeim þarna þetta ár. Þá bara hafa samband við mig...
Já kanski setja það með að ég er búinn að gera pöntun hjá bílabúð benna um 2 ganga af dekkjum fyrir hann að aftan. Sem sagt 8 stykki þar sem þessa stærð af 14'' er ómögulegt að fá hér heima..
245/85/14, já 85 það er rétt.. ég vill hafa meira af gúmmí en ekki.. Ég hef bara aldrei skilið það að vera með gamlan flottann amerískan á LOW PROFILE.. Þessir gömlu voru liggur við hannaðir með það í huga að brenna gúmmí hvar og hvenar sem er...
4gen bílarnir púlla reyndar að vera með LOW PROFILE en ég fíla það ekkert rosalega.. Ég er bara svo old school að ég vill sjá mikið af gúmmí, svo það sé nóg til að brenna...
En ég er með aðra spurningu, setjum sem svo að þegar maður er kominn með góðan mótor í bílinn og langar að koma með hann uppá braut. vitiði hvaða dekk eru lögleg undir hann svo maður megi keppa? Þar sem ég þarf að sérpanta á þessar Cragar felgur...