Ég fór að skoða hann og þetta er alveg fínt verkefni en hann var sprautaður fyrir eitthverjum 3 árum eða eitthvað þetta stendur allt í linknum hjá camaro girl..
en allavegana þetta var EKKI vel sprautað, illa teipað og hann er rauður og svartur að utan en hurðafölsin eru grá og allt það
hann var víst sprautaður í eitthverju flippi
og þegar maður stríkur lakkið þá er það eins og að strjúka sandpappír :eek:af því að svarti var sprautaður eftir á og það hafa sest svona korn á hann og hann er mjög grófur og það voru komnar eitthverjar ryðbólur á þakið og í gluggastykkið
.......vélin var fín held ég bara að undirlyftan var farin sagði hann svo vantaði alla pústgreinina alveg við motorinn, svo vantaði stífuna undir sem kemur í skiftinguna svo hún snúi ekki uppá sig.....innrétting nokkuð heil, hann var eitthvað byrjaður að rífa teppið upp til að ryðhreinsa og sjóða í 2 smá göt í gólfinu þannig að þstólarnir voru lausir og teppið bara svona smáræði..
hurða lamirnar voru búnar þær voru mjög slitnar...undir húddinu er alveg fínt gatið var allveg jafnt og allt, hann reif allt rafkerfið úr sagði hann en vélin var víst bara gróflega tekin í sundur, sagði að það væri ekkert mál að setja hana saman... hann sagði að þetta væri mjög fínt verkefni bara þetta þyrfti þolinmæði og tíma
þetta var bara svona smá um hann en er ekki eitthver sem getur redda eigendaferil? blue-trash vartu eitthvað að pæla í að kaupa hann eða?
kv. þórhallur