Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
camaro 1982
trommarinn:
Ekkert nýtt að frétta af þessum, er byrjaður í borgó og þurfti þess vegna að flytja í bæinn.
En ein spurning til KGB, hvað var hann nákvæmlega að mælast í hestöflum eða svona sirka? og var mikið búið að eiga við mótorinn sem ég veit ekki af?
Stefán Hjalti:
Varðandi mótorinn þá minnir mig að það eigi að vera þrykktir flattopp stimplar í honum, fékk það reyndar aldrei staðfest. en ef svo er þá erum við að tala um ca 10:1 í þjöppu. Það sem vantaði í mótorinn er réttur knastás. Sá sem að keyptur var í mótorinn á sínum tíma ásamt stimplum og álheddum þótti einhverjum af fyrri eigendum of heitur og lét skipta honum út fyrir kaldari knastás. Ég gæti trúað því að mótorinn með réttum knastás ætti að geta verið nálægt 400 hp, en eins og hann er núna trúlega nær 300 hp, en þú gætir kíkt á síðuna hjá Edelbrock.com og séð hvort þú fynnir upplýsingar um 350 performer RPM mótora hjá þeim, ég held að þessi mótor hafi verið settur þannig upp í upphafi eða nálægt því.
trommarinn:
þá mæliru með að ég spyrji bara ás sem hentar þessum mótor, semsagt þá heitari ás?
Stefán Hjalti:
Þetta er alltaf spurning hvernig þú vilt hafa bílinn, með því að setja ás sem hæfir restinni af mótornum færðu meira afl úr honum en það geta líka verið ókostri, þar sem þú býrð aðeins inn í landi þá má gera ráð fyrir að þú viljir mögulega ekki hafa hann ekki of heitann þar sem þú þarft að keyra lengri vegalengdir en t.d. þeir sem búa í bænum. Þannig að þú skalt skoða knastásmálin vel og ekkert liggur á að gera breytingar ef þú ert ánægður með aflið eins og það er. Það má alltaf skella í heitari knastás ef stemmingin er þannig.
Edelbrock er með knastás sem er fyrir þennan Performer RPM pakka og þú getur skoðað upplýsingar um hann á netinu. Ég myndi nú sennilega ekki fara í heitari ás en það, mögulega eitthvað mildari ef annaðborð er verið að skipta. En þá tækirðu sett með undirliftum.
trommarinn:
NÝTT!! Svörtu afturljósahlífarnar komna á hann, ég er búinn að tengja nýju viftuna...ég setti rofa inní bílinn og svo er ég með segulrofa ofaní húddinu þannig leið og ég svissa á hann þá fer hún í gang og get líka haft slökkt á henni....Bensíntankurinn lak slatta þannig ég lét sjóða í hann og hann lekur ekki dropa.
Næst er að fara með camaro á verkstæði, stilla hann, far yfir hann og í skoðun 8-)
kv.þórhallur
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version