Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

camaro 1982

<< < (12/28) > >>

Stefán Hjalti:
Flott ef þú hefur náð góðum gang í bílinn, Holley-inn er skemmtilegur þegar hann er í lagi.

Varðandi gormana þá eru afturgormarnir allt of stífir í þennan bíl (eru ætlaðir í eithvað annað en Camaro) og fjöðrunin þvi ekki eins og hún á að vera. Að framan eru gormarnir allt of slappir (gæti trúað að það væru gormar fyrir V6 bíl). Ef þú ert með orginal gorma fyrir V8 bíl þá myndi ég setja þá í, eins er hægt að fá aftermarket gorma sem eru ögn stífari en orginal og lækka bílinn lítillega eða um 1 til 2" eða þá að panta orginal Z28 gorma. Ég átti einu sinni 1985 Z28 með orginal gormum og sverustu balansstöngum eins og þær komu frá GM og þannig var bíllinn alger draumur í akstri, aksturseiginleikarnir voru frábærir án þess að bíllin væri of stífur, samt svolítið stífur.

Varðandi pústkerfið þá er hægt að fá sér tilbúið cat-back kerfi en eins og dollarinn er núna þá eru þau trúlega mjög dýr hingað komin, það er líka góður kostur að verða sér úti um góðan hljóðkút og láta smíða kerfi undir bílinn á góðu pústverkstæði eins og BJB í Hafnafirði eða einhverjum góðum fyrir austan.

Ef þú ætlar að fá þér aðrar flækjur í bílinn þá skaltu hafa í huga hvernig þær passa í bílinn, shorty flækjur eru nettari en þær löngu og þar af leiðandi er betra að koma þeim í og komast að startara án þessa að það kosti of mörg hefstöfl en þetta er allt smekksatriði.

Síðan er ein góð regla sem gott er að hafa í huga "If it aint broken don't fix it" það er nefninlega auðvelt að missa sig í að kaupa og kaupa hluti sem vantar kanski ekki til að gera bílinn betri, það hafa margir sprengt sig og misst áhugan þegar litið er til baka.

kv.

trommarinn:
hvernig voru flækjurnar í þessum, þegar þú áttir hann? veit ekki hvort ég skifti um flækjur.
En fæmér trúlega cat-back á íslandi ef ég finn það, kanski að einhver lumi á því eða þá í Bílabúð Benna.
Ég á þessa orginal gorma úr v8 bíl að framan, set þá bara í  :D

kv. þórhallur

Stefán Hjalti:
Ég man ekki betur en að flækjurnar hafi verið í fínu lagi.

Kíktu á afturgormana líka, ég gæti trúað að þeir hafi verið ætlaðir í eitthven jeppa og því allt of stífir fyrir camaro ég var amk ekki sáttur við þá og var að leita mér að hentugum gormum á Ebay rétt áður en þú keyptir af mér bílinn.

trommarinn:
hvernig gormum mæliði með að aftan?
svo var ég að pæla í framtíðinni að ég og pabbi smíðum undir hann grindartengingar, er það allveg eins gott?, þá bæði bolta það á og sjóða.

Stefán Hjalti:
Hafðu þá bara í stíl við gormana að framan, ef það eru orginal V8 gormar þá myndi ég fá mér gorma að aftan ætlaða í Z28 bíl sömu árgerðar. Það myndi ekki passa að vera með lækkunargorma að aftan en ekki að framan. Eins og ég sagði áður þá hef ég mjög góða reynslu af orginal fjöðrun í 1985 Z28.

Grindartenging er örugglega góð hvort sem hún er boltuð eða soðin, sú soðna virkar samt trúlega betur.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version