Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
camaro 1982
318:
já ég held að það sé allveg eðlilegt, ef 200 væri eithvað óeðlilegt þá myndiru heyra svona vatnshljóð og það myndi fara að flæða í yfirfallstankinn eftir að þú dræpir á honum
Nonni:
Þessir bílar voru gerðir til að ganga heitir....of heitir. Það er víst eitthvað mengunardæmi. Mig minnir að fyrri viftan fari í gang um 220 F (104 C) og seinni í kringum 240 á tveggja viftu bílunum. Það er hægt að fá allskonar stýringar til að láta þær koma inn mun fyrr. Ég var með eina á mínum og hún réð bara ekkert við þetta eftir að hrossum í húddinu hafði fjölgað. Fékk mér tvöfallda viftu af Dodge Stratus og eftir það gengur hann á þeim hita sem ég stilli þær á :)
trommarinn:
snilld, ég ætla að fara í vöku og finna mér tvær viftur úr einhverjum bíl og möndla það í hann vonandi næstu helgi! held að það sé eina vitið.
AlexanderH:
Ekki upplagt að tékka hvort þessar passi ekki?
http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=57140.0
trommarinn:
hehe ja það hefði verið fínt :D en fór í vöku í dag og fann mér tvær viftur sem passa á kassann og núna er bara að smíða festingar og setja þær í ! sé til hvernig það gengur :S
annars fór hann í skoðun í dag en fékk endurskoðun útaf rúðuþurkum(mótorinn ónýtur, á annan, smelli honum í næstu helgi og fer með hann aftur) annars gat hann ekki einu sinni sett athugasemt útá neitt! nokkuð gott.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version