Þann 1 janúar verður byrjað að sekta okkur ef að við förum ekki með bíla okkar til skoðunar á réttum tíma, og munu þeir innheimta sektina þegar að við förum með bílinn í skoðun, t.d þá er ég með vélarlausan Ford Mustang sem fór síðast í skoðun 2005 bíllinn er á númerum og ég borga tryggingar af honum (lágar) Þegar að ég mun fara með hann í skoðun þá munu þeir innheimta vanrækslugjald, ef að ég neita að borga þá mun sýslumaðurinn á Bolungarvik innheimta þetta og munu rukka 30000. Ég skrifaði mail til umferðarstofu og sá sem svaraði hann sagði að til að sleppa við þetta þá þarf að leggja númerin inn, Hvað með alla fornbílana sem eru á landinu, t.d síðasti stafur endar á 1, Janúar, og fer með sinn bíl venjulega í skoðun mai, hann mun þurfa að borga 15000 vanrækslugjald Nú hvert ég alla kvartmílumenn og Fornbílamenn að koma með athugasemd um þetta á síðu samgönguráðuneytis áður en þetta verður samtþykkt, á mailið
postur@sam.stjr.is.
en hér er reglugerðin
Leggja skal á gjald, vanrækslugjald, sem eigandi (umráðamaður) ökutækis skal greiða ef ökutæki er ekki fært til:
a) aðalskoðunar fyrir lok annars mánaðar frá því er ökutækið skyldi fært til aðalskoðunar samkvæmt reglugerðinni
b) endurskoðunar fyrir lok mánaðar frá því er ökutækið skyldi fært til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun skoðunarmanns, sbr. ákvæði reglugerðarinnar.
Vanrækslugjald skal vera að fjárhæð kr. 15.000. Sé gjaldið greitt og ökutæki fært til skoðunar, eftir atvikum aðalskoðunar eða endurskoðunar, innan mánaðar frá því að það var lagt á, skal það lækka í kr. 7.500.
Verði vanrækslugjald ekki greitt þegar þess er krafist við skoðun skal það hækka í kr. 30.000.
1. gr.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík annast álagningu og innheimtu vanrækslugjalds.
Gjaldið skal lagt á með skriflegri tilkynningu sem send skal eiganda (umráðamanni) ökutækis.
Á tilkynningu skal því lýst að gjaldið skuli greiða við skoðun, eftir atvikum aðalskoðun eða endurskoðun, og hvernig með mál verði farið ef greiðsla dregst.
Hafi vanrækslugjaldið ekki verið greitt innan tveggja mánaða frá álagningu þess, skal það innheimt. Mótbárur eða varnir vegna álagðs gjalds skulu hafa borist Sýslumanninum í Bolungarvík innan sama tíma.
Taki sýslumaður mótbárur og varnir vegna álagningar vanrækslugjalds gildar, getur hann fellt gjaldið niður.
Um fullnustuaðgerðir vegna innheimtu gjaldsins fer eftir 3. og 4. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Umferðarstofa skal láta sýslumanni í té nauðsynlegar upplýsingar til þess að hann geti lagt gjaldið á og innheimt það, hafi það ekki verið greitt.
Umferðarstofa skal senda lögreglustjóra þess umdæmis þar sem eigandi (umráðamaður) ökutækis er skráður til heimilis, upplýsingar um ökutæki sem vanrækt hefur verið lengur en í 6 mánuði að færa til aðalskoðunar frá lokum frests, sbr. a-lið 1. mgr. 31. gr., og í 4 mánuði að færa til endurskoðunar frá lokum frests, sbr. b-lið 1. mgr. 31. gr.
Smári