Ef menn ætla að fara í einhverjar drastískar breytingar, til þess að ná niður slysatíðni að einhverju marki hjá ungu fólki, þá sé ég ekki nema eina leið til þess. En það er aukin kennsla, þannig að fólk komi ekki út í umferðina eins og beljur(með klaufir) á svell. Þó svo að það væri sjálfsagt gott og blessað að hækka bílprófsaldurinn, það myndi örugglega breyta einhverju...en það er ekki endanleg lausn. Eins og kom fram hér ofar þá væri það bara til þess að hækka aldur þeirra sem lenda í tjónum um eitt ár. Aftur á móti þá væri fólk orðið sjálfráða þegar það fengi ökuréttindi.
Eina almennilega aðferðin til að draga úr tjónum vil ég meina að sé mikið markvissari aksturskennsla og -þjálfun. Þegar það er komið í gegn, hvort sem það gerist núna á næstunni eða einhverntíman seinna, þá fyrst vil ég meina að við sjáum einhverjar breytingar á tjónatíðni. Það á ekki að vera sjálfsagður hlutur að vera með bílpróf, fólk á að þurfa að hafa fyrir því.
Að sjálfsögðu væri það líka stórgóður kostur ef hægt væri að fylgja eftir hestaflatakmörkunum á bílum, en það er eins og bent var á, eitthvað sem er svo til ómögulegt að fylgjast með.
Just my two cents