Author Topic: Bílpróf  (Read 7282 times)

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Bílpróf
« on: November 05, 2008, 23:01:55 »
jæja nú stendur til að hækka próf aldur upp :idea: mér langar að ath hvað vitið þið um marga 17 ára sem hafa valdið tjóni :?: það sem ég er að pæla þá vilja men meina að það sé hópurinn sem veldur mestum slysum :???: en ég verð mest var við að það séu strákar 18 til 25  :-kþannig að ég held að það séu til betri leiðir í að fækka slysum td hámark hö eða véla stærð  hvað finnst ykkur er þetta málið að hækka aldur eða :?:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #1 on: November 05, 2008, 23:20:26 »
Mér finnst að það ætti frekar að takmarka vélarstærð ökutækis heldur en að hækka bílprófið.
Einnig ætti að setja segul merki aftan á bíla hjá þeim sem eru á fyrsta ári í umferð og gæti það t.d. verið stórt L fyrir lærlingur í umferð.
Það mætti hafa sekt ef fyrsta árs lærlingur væri ekki með merkið aftan á bílnum.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #2 on: November 06, 2008, 00:47:37 »
Ég hef ekki séð þessar tillögur um hækkun aldurs á prenti, en væri gaman að sjá þær ef þetta er ekki bara í "umræðunni" eina ferðina enn.

Persónulega finnst mér þetta frekar snúast um bætta kennslu eða öllu heldur bætta kennsluaðstæður og það virðast allir vera sammála um.

Samgönguráðuneytið er búið að vera vinna í þessum málum og má lesa um niðurstöðu starfshóps þeirra varðandi þetta hér http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/umferdamal/frettir/nr/1743

Þetta er mikið baráttumál bæði fyrir KK og BA þar sem framtíðar brautarstæði þessa félaga koma til með að ráðast mikið á því hvað verður úr þessu máli, sér í lagi miðað við aðstæður í þjóðfélaginu í dag!

kv
Björgvin

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #3 on: November 06, 2008, 01:06:25 »
Er það ekki reynsla eða reynsluleysi sem veldur tjónum, spurning um að þjálfa ungviðið bara betur, gerir ráð fyrir að það skili meiri árangri en hækkun bílprófsaldurs. 17 ára óreyndur eða 18 ára óreyndur, sé bara ekki muninn............svo eru það þeir sem eru þjakaðir af reynslu sem eru valdar af mörgum tjónum en sleppa, gott dæmi er AFI :shock:

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #4 on: November 06, 2008, 01:58:25 »
....svo eru það þeir sem eru þjakaðir af reynslu sem eru valdar af mörgum tjónum en sleppa, gott dæmi er AFI :shock:

Þá erum við að tala um að menn séu komir yfir reynsluna 8-)

kv
Björgvin

Offline Stefán Már Jóhannsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #5 on: November 06, 2008, 03:46:25 »
Mér finnst að það ætti frekar að takmarka vélarstærð ökutækis heldur en að hækka bílprófið.

En.. en... en vélarstærð segir mjöööög lítið um afl ökutækisins.. Svoooo.. hverju ætti það að skipta? Væri ekki gáfulegra að takmarka þetta við afl ökutækis?

Reyndar er bílinn minn skráður 115 hp.. Þannig það væri svo sem ekki erfitt að komast fram hjá því heldur.
Pontiac Firebird 1984 400cid

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #6 on: November 06, 2008, 07:01:32 »
Mér finnst að það ætti frekar að takmarka vélarstærð ökutækis heldur en að hækka bílprófið.

En.. en... en vélarstærð segir mjöööög lítið um afl ökutækisins.. Svoooo.. hverju ætti það að skipta? Væri ekki gáfulegra að takmarka þetta við afl ökutækis?

Reyndar er bílinn minn skráður 115 hp.. Þannig það væri svo sem ekki erfitt að komast fram hjá því heldur.
Það var það sem ég meinti.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #7 on: November 06, 2008, 09:24:45 »
ég heyrði að einhverstaðar er svoleiðs fyrikomulag að 17-20 ára mættu bara keyra bil á milli kl 7og 20 svo bara fá sér kaldan eftir það :lol:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Bílpróf
« Reply #8 on: November 06, 2008, 10:02:38 »
Ekki lenti ég í neinu tjóni þegar ég var á tvítugsaldrinum.
Þetta með að hækka bílprófsaldurinn er eitthvað sem ætti að setja lögbann á að ræða á alþingi í svona 10 ár amk. Á hverju einasta helvítis ári eru einhverjir asnar þarna inni á þingi sem sjá hjá sér þörf fyrir að eyða tíma í að ræða þetta og alltaf er niðurstaðan sú sama.
Síðan er það spurningin með takmörkun á afli eða vélarstærð, en það er mjög erfitt að framfylgja svoleiðis og þessar upplýsingar liggja ekki einusinni alltaf fyrir í skráningarskírteini bíls. Hvar eiga þá mörkin að liggja? 200 hestafla bíll sem er 1000kg er sprækur, 200 hestafla bíll sem er 2000kg hreyfist ekki úr sporunum. Á kannski að taka vigt með í reikninginn? Rosalega mikið af bílum sem eru ekki rétt skráðir (vélarstærð, vélarafl og þyngd).
Hugmyndin er í sjálfu sér ekki slæm en ég er á þeirri skoðun að hún sé óframkvæmanleg.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #9 on: November 06, 2008, 10:08:36 »
þetta er bara færsla í slysa bókunum að hækka bílprófsaldur.. hvað gerðist þegar þú settur kýrnar út aðeins seinna á vorin?

nú þær koma á harðahlaupum út með hófa á lofti sparkandi í allar áttir.. ekkert breytist nema þær fara seinna út.

þar með verða bara fleiri slys í 20-30 ára flokknum í stað 17-20 ára flokknum
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #10 on: November 06, 2008, 11:17:42 »
þetta er bara færsla í slysa bókunum að hækka bílprófsaldur.. hvað gerðist þegar þú settur kýrnar út aðeins seinna á vorin?

nú þær koma á harðahlaupum út með hófa á lofti sparkandi í allar áttir.. ekkert breytist nema þær fara seinna út.

þar með verða bara fleiri slys í 20-30 ára flokknum í stað 17-20 ára flokknum

Beljurnar í minni sveit eru nú ekki með hófa  :lol:
Einar Kristjánsson

Offline -Eysi-

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 147
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #11 on: November 06, 2008, 11:36:03 »
þetta er bara færsla í slysa bókunum að hækka bílprófsaldur.. hvað gerðist þegar þú settur kýrnar út aðeins seinna á vorin?

nú þær koma á harðahlaupum út með hófa á lofti sparkandi í allar áttir.. ekkert breytist nema þær fara seinna út.

þar með verða bara fleiri slys í 20-30 ára flokknum í stað 17-20 ára flokknum

Beljurnar í minni sveit eru nú ekki með hófa  :lol:


hhahahahaha ekki minni sveit heldur  :lol:
Eyþór Hólm Sigurðsson

Nova 1978 - seldur-
Chevrolet S-10 98´
Monte carlo 79´ -seldur-
Monte carlo 80´ á beit
Dodge RamCharger

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #12 on: November 06, 2008, 12:48:41 »
hehe ég var seinast að vinna kringum kýr ´93 og þið vissu alveg hvað ég meinti  =D>
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #13 on: November 06, 2008, 13:06:14 »
Mín reynsla er sú að 330 bimminn minn endaði á tjónauppboði eftir að hafa lánað 17 ára dreng hann :)  Það tengist hvorki hraðakstri né of miklu afli.  Eingöngu reynsluleysis þegar keyrt var í krapa.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #14 on: November 06, 2008, 16:35:51 »
ég er 16 í æfingaakstri og ég slepp víst við hækkunina vegna þess að ég er byrjaður á bílprófsundirbúningi :smt098 en ég tel að það séu til aðrar leiðir til að fækka slysum með tildæmis takmörkun á vélarstærð og hestaflafjölda, bara spurning ef það verður gert, ætli maður sleppi með bimman? 1.8l 136 hp
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #15 on: November 06, 2008, 22:13:45 »
Ef menn ætla að fara í einhverjar drastískar breytingar, til þess að ná niður slysatíðni að einhverju marki hjá ungu fólki, þá sé ég ekki nema eina leið til þess. En það er aukin kennsla, þannig að fólk komi ekki út í umferðina eins og beljur(með klaufir) á svell. Þó svo að það væri sjálfsagt gott og blessað að hækka bílprófsaldurinn, það myndi örugglega breyta einhverju...en það er ekki endanleg lausn. Eins og kom fram hér ofar þá væri það bara til þess að hækka aldur þeirra sem lenda í tjónum um eitt ár. Aftur á móti þá væri fólk orðið sjálfráða þegar það fengi ökuréttindi.

Eina almennilega aðferðin til að draga úr tjónum vil ég meina að sé mikið markvissari aksturskennsla og -þjálfun. Þegar það er komið í gegn, hvort sem það gerist núna á næstunni eða einhverntíman seinna, þá fyrst vil ég meina að við sjáum einhverjar breytingar á tjónatíðni. Það á ekki að vera sjálfsagður hlutur að vera með bílpróf, fólk á að þurfa að hafa fyrir því.

Að sjálfsögðu væri það líka stórgóður kostur ef hægt væri að fylgja eftir hestaflatakmörkunum á bílum, en það er eins og bent var á, eitthvað sem er svo til ómögulegt að fylgjast með.

Just my two cents
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #16 on: November 07, 2008, 00:42:32 »
þetta er bara færsla í slysa bókunum að hækka bílprófsaldur.. hvað gerðist þegar þú settur kýrnar út aðeins seinna á vorin?

nú þær koma á harðahlaupum út með hófa á lofti sparkandi í allar áttir.. ekkert breytist nema þær fara seinna út.

þar með verða bara fleiri slys í 20-30 ára flokknum í stað 17-20 ára flokknum

hófar eða ekki þá er mikið til í þessum orðum  : :)
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Comet GT

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 414
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #17 on: November 07, 2008, 19:04:17 »
það væri kanski hægt að hafa svipað kerfi og á mótorhjólunum.

Lítið bifhól: má fá réttindi 17 ára(minnir mig). þar er skilgreiningin 0.16KW á kíló.
Eftir annaðhvort 3 í umferðinni eða við 21 árs aldur fá þeir einstaklingar réttindi á vélhjól af ótakmarkaðri vélastærð

sambærilegt kerfi væri svosem ekki alvitlaust á bíla líka.
Sævar Páll Stefánsson.

ef það er fast; notaðu sleggju.
ef það brotnar; þá þurfti hvort sem er að skipta um það...

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #18 on: November 13, 2008, 17:35:44 »
Sko... þið eruð jafn klikkaðir margir hverjir :)

Þetta er allt keng vitlaust.. það þarf ekki að breita neinu, nema hugsanlega kennsluþáttinn, og þá er ég ekki að meina að fjölga tímum (nema markmiðið sé að unga fólkið hafi bara ekki efni á bílprófi og leisa vandann þannig) heldur væri vit að kenna eitthvað að viti eins og hvernig á að bregðast við ef eitthvað kemur uppá og breita verklega prófinu þannig að það sé metið hvort viðkomandi kann eitthvað að keyra en ekki bara hvort hann kunni lögin og sé á 45kmh með lúkurnar á 10:10....

Aldurinn hefur bara slétt NÚLL með þetta mál að segja, og takmörkun á afli er sömuleiðis afleit hugmynd sem er vonlaust að fylgja eftir og kemur vandanum ekkert við. Horfum í kringum okkur, það eru ekki ofursportbílarnir sem keyra eins og apar heldur gömlu 1600 tuggurnar... ég veit allavega í mínu tilfelli að ég hef átt flestar útfærslur af bílum frá 70hö uppí 700hö og alla tíð hefur það verið þannig að ef ég sleppi af mér beislinu og ralla um allt eins og vitleysingur þá er ég á LÖDU :D

Just my 1 cent ....hef ekki efni á 2 á þessu gengi :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Andrés G

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 747
    • View Profile
Re: Bílpróf
« Reply #19 on: November 13, 2008, 20:07:28 »
ég er sammála "Dodge".
svo er líka svoldið sem þú sagðir sem ég vil benda á:

svona svo maður fari fínt og faglega með hlutina...
Þetta er allt rugl.

Það eina sem gerist á milli 17. og 20. aldursárs er að námsþroski
og allur eiginleiki mannsins til að læra nýja hluti minnkar.

eins og alþjóð veit eru albestu ökumennirnir í umferðinni einhverjir sveitastrákar sem lærðu að keira 10 - 15 ára gamlir.

Það eina sem gæti komið uppúr því að breyta þessu í 18 ár er að færa
þennan áhættuhópúr 17 - 20 ára í 18 - 21 árs.

Stelpur og fullorðið fólk valda færri slysum meðal annars af því að
þau keira 50 - 70% minna en 17 - 20 ára strákar.

Takmörkun á afli..?
nánast hvaða drusla í veröldinni kemst í 170km/h, þessar dollur höndla bara verr.

Það mætti í meiginatriðum kæfa þessa umræðu afþví að þetta er tilkomið af því að stjórnarmenn telja að það sé eitthvað ófremdarástand á landinu í umferðarmálum... í hvaða landi í heiminum er það betra spyr ég?

Og þessar "úrlausnir" lygta allar af "vitum ekki hvað skal gera svo við gerum bara eitthvað" andanum. td. laga breytingin sem færði sektarmörkin niður í 95 í stað 100.. var aðalvandamálið í umferðinni að menn væru að aka á 98? mar spyr sig.

virðingarfyllst og engannveginn ætlað sem skítkast á skoðanir annara.