Author Topic: Skjár einn að safna undirskriftum vegna gjaldtöku RÚV  (Read 2043 times)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Skjár einn að safna undirskriftum vegna gjaldtöku RÚV
« on: November 03, 2008, 10:42:12 »
Tekið af heimasíðu sjás einns: http://skjarinn.is/askorun/


VILTU HAFA ÁFRAM AÐGANG AÐ ÓKEYPIS SJÓNVARPSSTÖÐ Á ÍSLANDI?
Í  ljósi samdráttar á auglýsingamarkaði, ójafnrar samkeppni frá RÚV og óvissu um innkaupsverð á sjónvarpsefni frá útlöndum hefur Skjárinn tilkynnt öllum starfsmönnum sínum að þeim verði sagt upp frá og með 1. nóvember.

Vonast er til að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi en til þess að starfsemi SkjásEins geti haldið áfram þurfa stjórnvöld að taka ákvörðun um að hér ríki eðlilegt samkeppnisumhverfi, sambærilegt við það sem er til staðar á öðrum Norðurlöndum.

Á hverju ári fær RÚV þrjú þúsund milljónir króna í forskot frá okkur skattgreiðendum og getur því notað þann pening til að yfirbjóða aðrar stöðvar við kaup á efni.

Einnig undirbjóða þeir frjálsu stöðvarnar við sölu auglýsinga.

Stjórnendur og starfsmenn munu taka höndum saman á næstu vikum til þess að starfsemin geti haldið áfram, áhorfendum og auglýsendum til heilla.

Áhorf á SkjáEinn er í sögulegu hámarki og við treystum því og trúum að landsmenn allir og stjórnvöld styðji áframhaldandi veru frjálsra fjölmiðla á Íslandi.

Við biðjum þig því að setja nafn þitt á listann og ganga til liðs við okkur svo að SkjárEinn megi lifa sem lengst.


Starfsfólk Skjásins
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Skjár einn að safna undirskriftum vegna gjaldtöku RÚV
« Reply #1 on: November 07, 2008, 01:00:04 »
öss það er eins gott að maður skrifi undir  :eek: ekki vill maður missa af house og danny crane  8-)
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Skjár einn að safna undirskriftum vegna gjaldtöku RÚV
« Reply #2 on: November 07, 2008, 11:58:00 »
öss það er eins gott að maður skrifi undir  :eek: ekki vill maður missa af house og danny crane  8-)
http://www.surfthechannel.com  8-)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488