Author Topic: Lítil dæmisaga.  (Read 2304 times)

Offline Benedikt Heiðdal Þorbjörn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 494
    • View Profile
Lítil dæmisaga.
« on: November 03, 2008, 18:21:22 »
 [-o<THE ICELANDIC WAY ...
Lítil dæmisaga

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.

Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.

Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn “motiveraður" samkvæmt meginreglunni: “Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.

Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

Sent from my BlackBerry® wireless device
Benedikt Heiðdal.
868-7177.
777-4296.
Net. professor@simnet.is
Net. proben.heidal@gmail.com

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Re: Lítil dæmisaga.
« Reply #1 on: November 03, 2008, 18:34:08 »
Ræðari maður ræðari, en annars góður.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Lítil dæmisaga.
« Reply #2 on: November 03, 2008, 19:41:11 »
Hehe so true  =D>
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Lítil dæmisaga.
« Reply #3 on: November 06, 2008, 01:18:05 »
svo sannalega Íslenka leiðin........grátlega findið og grátlega satt.

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Lítil dæmisaga.
« Reply #4 on: November 07, 2008, 00:58:35 »
there is a wrong way and there is a right but this is the Icelandic way  8-)

Ísland bezt í heimi
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888