Það stóð alltaf einn Torino við Kleppsveginn, á túninu rétt fyrir neðan kassagerðina, hann var blár og með svartan vinyltopp minnir mig
alveg orginal og heillegur bíll.
Ég held að einhver eldri maður hafi átt hann en svo bara einn daginn var hann horfinn.
Þetta hefur sennilega verið 70 - 71 bíll.
Gaman að vita hvort bíllinn fór í geymslu eða hvort hann var seldur.
Auðvitað hafði maður ekki vit á því að taka mynd af honum