Author Topic: Skrifandi um GTS-a  (Read 27453 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #40 on: November 27, 2008, 00:45:29 »
Flokkaðir eftir afbrigðum?

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #41 on: November 27, 2008, 00:49:17 »
Nei, árgerðum, og bara gömlu bílarnir

En  hérna er kvót frá Ragnari úr öðrum pósti sem lýsir ágætlega þessum sérstæðu GTS bílum

Það komu 12 GTS 1969 árgerð hingað til lands allir með 340 vél. Það sem er hvað merkilegast við þá er að VIN númerin á þeim voru í röð frá 98177297-98177308. Engin önnur auðkenni voru á VIN númerunum eins og venja var að setja á VIN plöturnar frá Chrysler verksmiðjunum í U.S.A. Það er vel hugsanlegt að þessir bílar hafi verið fluttir hálfsamsettir frá USA til Evrópu þar sem samsetning var kláruð. Það sam aðgreindi þessa GTS bíla frá bræðrum þeirra sem runnu beint út úr Hamtramck, Detroit voru hliðarljósin sem voru bæði appelsínugul (á fram- og afturbretti) á bílunum sem komu hingað en þau voru rauð og gul á Detroit bílunum. Flautan var í stefnuljósarofunum á þessum 12 bílum en í stýrinu á Detroit GTS-unum. Að auki var einföld klukka í mælaborðinu á GTS unum sem komu hingað en slíkt var ekki að finna í Detroit GTS-unum. Loks er glerið í þeim merkt fyrirtæki í Hollandi. Bílarnir voru upphalflega í grænum, hvítum og gráum litum. Ég er ekki viss um að neinn hafi original verið rauður. Innflutningi þessara fallegu og spræku vagna ber að þakka ötulu Chryslerumboði sem þá var starfandi undir merkinu Vökull. Það umboð steytti m.a. hnefann gegn ægivaldi þeirra örfáu skipafélaga sem einokuðu (og hafa enn afl í skjóli fákeppni til að skrifa flutningsreikninga með gaffli) flutninga á bílum hingað til lands þegar Vökull leigði í nokkur skipti sérstök bílaflutningaskip sem komu með Mopar vagnanna heim á kajann á lægra verði. Sölutölur á Mopar voru háar hérlendis þegar umboðið stóð í blóma enda ekkert betra en Mopar í glímunni við íslenska vegi.

Ætli séu ekki svona 4-5 enþá í ágætu standi.  Tveir eru í bílabænum Akureyri (rauður og dökkgrænn) og tveir á höfðuborgarsvæðinu (grár og ljósgrænn).

Það er til þráður um þetta annarsstaðar á þessum vef.  Þar eru meiri upplýsingar um þessa eðalvagna.

Offline #1989

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #42 on: November 27, 2008, 14:42:28 »
Sælir
Langar að benda á í sambandi við þessa tilvitnun að #307 var með km.mæli klukku í mælaborði og flautuna í stýrinu, gul hliðarljós f/a og sennilega eini með lista á hliðunum, annað sem var öðruvísi í GTS voru bremsurnar power kúturinn var mjór og framlangur og 4gra stimpla dælur framan og síðast en ekki síst splittun í drifi.

Kv. Siggi
Sigurður Sigurðsson

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #43 on: November 27, 2008, 14:46:40 »
Mér skildist á þessum gaurum sem unnu þarna í Vökli
að 8 hefðu komið með auto og 1 beinskiptur :?:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #44 on: November 27, 2008, 18:06:29 »
Sælir
Langar að benda á í sambandi við þessa tilvitnun að #307 var með km.mæli klukku í mælaborði og flautuna í stýrinu, gul hliðarljós f/a og sennilega eini með lista á hliðunum, annað sem var öðruvísi í GTS voru bremsurnar power kúturinn var mjór og framlangur og 4gra stimpla dælur framan og síðast en ekki síst splittun í drifi.

Kv. Siggi

Hliðarlistinn var ekki á honum þegar hann kom til landsins, hann var hinsvegar settur á bíllinn mjög snemma á lífsleið hans.

Offline #1989

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #45 on: November 27, 2008, 19:48:23 »
Sæll Anton

Ég skal ekki segja hvenær listarnir fóru á hann, en sjáðu myndina af svokölluðum "geithaf" er með rönd eftir hliðinni, kanski listi?

Kveðja Siggi
Sigurður Sigurðsson

Offline Junk-Yardinn

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #46 on: November 29, 2008, 10:18:32 »
Sæll Anton
Ég hitti fyrsta eiganda að bílnum, með listana, fyrir nokkrum árum. Hann setti listana á þegar bíllinn var nýr.
kveðja Jói

Offline dsm

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 36
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #47 on: November 29, 2008, 17:47:30 »
Sælir félagarog
Gaman að þessari GTS umræðu.  Geithafurinn var ekki með lista á hliðinni heldur var þetta hvítt tape úr Bílanaust. og það var sett á hann til að hressa upp á útlitið þar sem lakkið þarfnaðist lagfæringar og var hann sprautaður orginal grænn skömmu síðar. Geithafurinn var með flautu í stíri ,klukku í mælaborði og orginal (?) snúningshraðamæli á fæti á stokknum milli sæta. Þessir bílar voru geysi skemmtilegir og snöggir, og 340 vélin með þeim skemmtilegri sem voru í boði á þeim tíma.
3000gt vr4 13,7@slow.mph
og einhver gamall challenger..

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #48 on: December 10, 2008, 00:35:49 »
Jæja,

Hver er þá þetta?


Ef þið sjáið R41081 út úr þessari mynd skal ég sætta mig við það að þetta sé #301.
En hann er búinn að vera á því síðan 1974

Hérna er myndin í fullri stærð ef menn vilja reyna að rína í þetta
http://www.flickr.com/photos/16252068@N03/2970270648/sizes/o/

Er þetta ekki sami?

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #49 on: December 23, 2008, 14:21:57 »
Mér skildist á þessum gaurum sem unnu þarna í Vökli
að 8 hefðu komið með auto og 1 beinskiptur :?:

Tja ég er nú með fastanúmmer á 10stk.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #50 on: December 23, 2008, 14:47:13 »
10 er betra en 9.

En er það ekki rétt að einn hafi verið beinaður :?:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #51 on: December 23, 2008, 17:42:11 »
10 er betra en 9.

En er það ekki rétt að einn hafi verið beinaður :?:
Jú var ekki einnvínrauði bíllinn beinskiptur...
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #52 on: December 23, 2008, 17:44:02 »
10 er betra en 9.

En er það ekki rétt að einn hafi verið beinaður :?:
Jú var ekki einnvínrauði bíllinn beinskiptur...

Þessi er beinskiptur, en hann er hinnsvegar ekki úr sendingunni, og er venjulegur USA bíll
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=26496.0

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #53 on: December 29, 2008, 22:19:49 »
Sælir félagar,

Þessi er búinn að valda mér smá hugarangri.



Offline Jón Rúnar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #54 on: December 31, 2008, 11:56:51 »
Sælir félagar,

Þessi er búinn að valda mér smá hugarangri.



Getur verið að þetta sé bill #300 ?
Jón Rúnar Rafnsson Dodge Dart GTS 340

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #55 on: November 09, 2013, 10:19:39 »
hey, ég er búinn að fá fyrirspurn (á öðrum vef) um Dart sem var hvítur og svo málaður grænn en samkv. því sem ég finn á þessum vef um þann bíl bendir allt til þess að það sé Meistaravallarbíllinn en ef það er þannig, þá er e-r ruglingur með skráninguna (#vin)

Málið er að Brynjar Gylfason segist hafa átt bíl sem var hvítur og málaður grænn en samkv. því sem kemur hér fram ætti það þá að vera þessi græni hér að ofan (sem Anton segir númer 301) en svo í öðrum þræði hér http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=26806.0 er nafn Brynjars í eigendaferlinum en sá bíll sagður vera númer 297

kunniði að útskýra þetta fyrir mér

Takk


til gamans má geta þess að það er til Dart síða á fésbókinni hér https://www.facebook.com/groups/518332778251428/
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #56 on: November 10, 2013, 00:01:18 »
Það er einn hvítur GTS (340cid) fyrir utan verkstæðið hjá mér...

Ungur strákur sem að á hann... (um 20ára)...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Þórður Ó Traustason

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 165
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #57 on: November 10, 2013, 10:36:59 »
Ef að Meistaravalla bíllinn var hvítur áður,hvenær átti hann að hafa verið málaður grænn.Samkvæmt því sem Brynjar Gylfa segir að þá hafi hann keypt sinn GTS 1984 en ég man ekki betur en að það hafi verið grænn GTS á Meistaravöllum fyrir 80.Það getur verið að mig misminni .Ég fæ bílpróf 79 og minnti að ég hefði séð svona bíl áður en ég fékk bílpróf þarna vesturfrá.

Offline Junk-Yardinn

  • In the pit
  • **
  • Posts: 89
    • View Profile
Re: Skrifandi um GTS-a
« Reply #58 on: December 09, 2013, 19:48:37 »
297 var upphaflega grænn , varð hvitur og endaði gulur,