Author Topic: Sandur  (Read 16716 times)

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #40 on: November 09, 2008, 23:34:11 »
Þarf ekki bara að fá einhvern annan klúbb til að taka að sér að að halda sandspyrnu fyrst KK heldur ekki keppni og er búinn að taka þetta af dagskrá á næsta ári?
Kv. Anton

Sæll og blessaður nafni,


Það er búið að  halda 3sandspyrnur í ár, hvernig hefði bara verið að taka þátt í þeim,?

Hérna getur þú séð myndir úr öllum keppnunum í sumar, bara svona til að minna þig á hvað þetta er gaman,
http://ba.is/is/gallery/


Kv

 Anton

Offline Kimii

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 682
  • Jóakim Pálsson
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #41 on: November 09, 2008, 23:35:06 »
Það er búinn að vera smá umræða um þetta milli þeirra sem hafa áhuga á sandspyrnunni,var e-h umræða á torfæruspjallinu

Það er allveg skiljanlegt að KK geti ekki haldið þetta vegna annara verkefna og mannekklu en ef það sendur á dagatalinu ætti allavega að reyna að halda þær eða láta vita að það verði ekkert úr því

dagatal fyririr árið 2008 stenst engan veginn sökum þess að við byrjuðum keppnishald mjög seint vegna framkvæmda og rétt náðum að klára það um miðjan október. þegar að það er búið að vera svona mikið stress og vesen í kringum keppnishald í kvartmílu ( sem hefur yfirleitt fengið að ganga fyrir) þá skil ég allveg að þessir fáu menn sem hafa staðið að keppnishaldi í sumar vilji fá smá hvíld, sérstaklega núna af því að við vorum svo tæpir á því að klára þetta. þið fáið sandspyrnu, það er bara spurning hvenær
Jóakim Páll

Chevrolet Chevelle 1972 502
Subaru Legacy 2009

Alþrif á bílum fyrir 5000 kr. tímapantanir í síma 660-0888

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #42 on: November 10, 2008, 07:55:51 »
Það er ekkert verið að ræða það hver á búnað eða ekki, það er bara eitthvað sem þarf að leysa, þetta er annas flokks keppnishald hjá KK og er þá ekki réttast að það verði aðrir sem leggi metnað sinn í að sinna þessu sem meta þessa keppnisgrein jaft á við aðrar. KK þarf bara að lýsa því yfir að þetta sé ekki á dagskrá að sinna þessu svo að þetta fari í eðlilegan farveg.
Kv. Anton

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #43 on: November 10, 2008, 08:55:22 »
Það er ekkert verið að ræða það hver á búnað eða ekki, það er bara eitthvað sem þarf að leysa, þetta er annas flokks keppnishald hjá KK og er þá ekki réttast að það verði aðrir sem leggi metnað sinn í að sinna þessu sem meta þessa keppnisgrein jaft á við aðrar. KK þarf bara að lýsa því yfir að þetta sé ekki á dagskrá að sinna þessu svo að þetta fari í eðlilegan farveg.
Kv. Anton
Sammála.   Enda er lítið mál að lána búnað og einhverjir starfsmenn myndu líklega fylgja, enda alltaf stuð á sandspyrnu  8-)

En ekki væri verra að skipa sérstaka "sandnefnd" á næsta aðalfundi sem dæmi.  Þá spá þeir bara í sandi og skipuleggja þann hluta KK.  Finnst svona margir hérna hafa áhuga á þessu, myndu þeir aðilar væntanlega vera til í að vera í þessarri "sandnefnd" ekki satt? :)  Málið dautt :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #44 on: November 10, 2008, 10:52:52 »
Sér nefnd um sandinn væri snilld, flott að fá þá eihverja torfærukappa með því það má vænta þess að þeir fjölmenni í keppnina og svo einhverja renslubolt sem hafa kunnáttu í að skipuleggja keppni af þessu tagi. Þessar keppnir sem hafa verið haldnar fyrir norðan eru vissulega gott framlag en ég hef bara varla tíma til að "skella" mér norður til að njóta þó svo að áhuginn sé fyrir hendi.

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #45 on: November 10, 2008, 12:10:48 »
sælir félagar.halló þú þessi Tony slaka þú á hér og nú.ekki tala svona til klúbbsinns lestu það sem er skrifað hér og taktu tillit til þess,þú ert ekki meðlimur og hefur ekki atkvæðisrétt, hér með gef ég þér gula spjaldið hafðu það hugfast ungi maður.hvað torfæru strákana varðar þá hafa þeir ekki verið duglegir að mæta á sandspyrnur á liðnum árum bara svo það sé á hreinu.kv AUÐUNN HERLUFSEN

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #46 on: November 10, 2008, 12:26:41 »
Bíddu bíddu, þið segið sjálfir að það vinnist ekki tími til að halda sand sökum annríkis við að halda kvartmílukeppni, kvartmílan gangi fyrir ekki satt, hvað er þá að því að fá annan klúbb í málið eða í samstarf, sé bara ekkert vafasamt við þá tillögu, raunar bara fullkomlega eðlilega. Ég er ekki að greiða neitt athvæði, heldur taka þátt í umræðu um þetta viðkomandi efni burt séð frá hvort ég sé meðlimur eða ekki. Torfæru strákarnir kæmu eflaust fleiri er til þeirra væri leitað um samstarf sem myndi minka þá álagið á KK varðandi þessa keppnisgrein. Þetta er tillaga að lausn málsins, ekki nein ádeila á KK.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #47 on: November 10, 2008, 12:30:31 »
hér með er óskað eftir mönnum í sandkassa nefnd.

starfslýsing: þurfa að vera heyrnalaust þegar kjaftakellingar og aðrir leiðindaskarfar byrja að röfla.
þurfa að prútta og sjá vel fram fyrir sig.
þurfa að kunna á sand.. hvernig hann þjappast og hvort of mikið eða of lítið vatn er í honum , mega ekki brenna rekavið eiganda svæðisins  :mrgreen: , skipulag og internet kunnátta er kostur og svona
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #48 on: November 10, 2008, 13:21:02 »
sælir félagar.ég er búinn að segja það sem þarf að segja en góð visa er aldrei of oft kveðin,eitt sandspyrnur eru á vegum BA og KK þannig er það nú og verður.ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að sjá allt meira segja það sem má og líka það sem ekki má þannig er það nú.nú er komið fram í miðjan nóv svo þetta er erfitt ef ekki dauðadæmt allra veðra von og vandræðagangur með svæði svo ég tali nú ekki um að fá mannskap í verkefnið á þessum síðustu og verstu tímum.þannig að þetta er bara mjög erfitt mál svo ekki sé dýpra tekið í árinni.það er nú þannig að þetta er ekki bara að kíla á það ,þetta er mikið skipulag og undirbúningur sem fer í þennan gjörning,þetta er ekkert bara láta vaða langt því frá.þetta sumar er búið að vera mjög erfitt hvað keppnishald varðar mikið um frestanir og mikil ólukka elt okkur hvað veðurfar varðar og leit þetta þannig út í haust að við myndum brenna inni með keppnishaldið og er það ekki góð tilfinning,ef svo hefði farið þá hefðum við verið að brjóta blað en sem betur fer tókst að klára þetta .kv AUÐUNN HERLUFSEN

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #49 on: November 10, 2008, 15:20:42 »
En Auðunn, í þetta skiptið var Toni alveg stilltur og prúður (ekki er hann alltaf svoleiðis  :lol:)  Þetta er alveg rétt og erfitt að mótmæla.  Sandur hefur verið í öðru sæti hjá okkur og meira að segja settur inn svoleiðis á okkar Official dagatal..

21. júní Sandspyrna KK (hugsanlega)
6. sept. Sandspyrna KK (hugsanlega)
20. sept Sandspyrna KK (hugsanlega)

Við höfum gert þetta 3 ár í röð..  Héldum eina spyrnu 2006 sem gekk vægast sagt hrikalega illa  :lol:
Ekkert í fyrra og ekkert í ár..

En ef það væri sér nefnd innan KK sem myndi bara einbeita sér að sandspyrnum væri þetta annað mál.  Þá væri ekkert fyrsta eða annað sæti..  Bara sitthvor nefndin sem sér um hvora keppni fyrir sig og ekkert vandamál.  Enda á að setja hina nefndina í gang býst ég við.  Miðað við þetta ár verður varla keyrt mikið á næsta ári nema við rífum upp um okkur brækurnar og bjóðum okkur fram í keppnisnefndina góðu.

Eigum við að kjósa í keppnisnefnd á aðalfundi?  Þurfum að auglýsa framboð í þá nefnd tímanlega og svona.. 

Og að mínu mati einnig sand-nefnd..   Sem ég er alveg til í að vera í sjálfur.  Létt, bara 2-3 keppnir yfir allt sumarið.  Myndi henta mér fínt t.d... :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #50 on: November 10, 2008, 16:06:47 »
SÆLIR FÉLAGAR.já endilega vinur minn held það, bara góð hugmynd væri ráð að skoða það,já ég veit að þetta hefur verið í hálfgerðu skötulíki undanfarin ár og er það ekki til að státa að en betur má ef duga skal.fyrst það er svona mikill áhugi fyrir því að laga þessi mál þá er það gott og ekki mun ég láta mitt eftir liggja í þeim efnum.eins og flestir vita þá hef ég keppt í mörgum sandspyrnum hér á árum áður og þykir mér ákaflega vænt um þá íþrótt og vil ég sjá hana hafða í hávegum.við skulum skoða þetta með opnum hug.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #51 on: November 10, 2008, 18:11:49 »
Þetta er jú nánast ógerlegt núna, dagurinn orðinn stuttur þó svo að veðurfarið væri ekki að stríða mönnum. Spurning um að fara að huga að því að fá fórnfúsa menn og konur til að taka að sér málið og ég held að það væri eki vitlaust að fá einn eða tvo torfæru menn með til að breikka hugsanlega hóp þeirra sem taka munu þátt. En það er ykkar að taka ákvörðun um það, bara hugmynd til að gera þetta að stærri grein en hún er fyrir..............svo má ekki gleyma t.d WRX,EVO,GTI og hvað þetta heitir svo, bílar sem gætu verið gaman að sjá taka á því í sandi svo ekki talað um motocross/enduro gengið.
Kv. Anton
« Last Edit: November 10, 2008, 18:16:32 by TONI »

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #52 on: November 11, 2008, 23:32:22 »
Þetta er jú nánast ógerlegt núna, dagurinn orðinn stuttur þó svo að veðurfarið væri ekki að stríða mönnum. Spurning um að fara að huga að því að fá fórnfúsa menn og konur til að taka að sér málið og ég held að það væri eki vitlaust að fá einn eða tvo torfæru menn með til að breikka hugsanlega hóp þeirra sem taka munu þátt. En það er ykkar að taka ákvörðun um það, bara hugmynd til að gera þetta að stærri grein en hún er fyrir..............svo má ekki gleyma t.d WRX,EVO,GTI og hvað þetta heitir svo, bílar sem gætu verið gaman að sjá taka á því í sandi svo ekki talað um motocross/enduro gengið.
Kv. Anton
Ekki gleyma sleðunum.....Það spurning um að negla bara á þetta eins og við gerðum með rallýcrosskeppnina um daginn,bara kýla á þetta og málið dautt.
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #53 on: November 11, 2008, 23:45:46 »
Og eins líka hjólunum  hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um að menn séu að breyta götuhjólum eða hreinlega setja skófludekk undir daglega krúsarann og mæta.
Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.

Offline lobo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #54 on: November 12, 2008, 23:20:53 »
Hvað með reglur fyrir hjól í sandspyrnu ?   Hvað má og má ekki og hvernig eru flokkanir !!!

kveðja Jón K Jacobsen
Jón K Jacobsen

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #55 on: November 12, 2008, 23:39:15 »
Hvað með reglur fyrir hjól í sandspyrnu ?   Hvað má og má ekki og hvernig eru flokkanir !!!

kveðja Jón K Jacobsen

Ég fann þráð frá 2006 þar sem reglur og flokkar eru: http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=17587.0

sýnist þetta vera sömu reglur og ég sá hjá BA í sumar.
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #56 on: November 13, 2008, 00:07:51 »
Regla 1 er að vera fyrstur, ef ekki geta menn átt það á hættu að vera meinað að keppa meira þann daginn :D .........allavegana í úrslitum \:D/

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #57 on: November 14, 2008, 14:06:00 »
Hmm Nonni, spurning um að vera með?


Offline lobo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 33
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #58 on: November 14, 2008, 23:24:01 »
Þá getur maður farið að undirbúa hjól í þetta mál bara gaman !!!
Jón K Jacobsen

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Re: Sandur
« Reply #59 on: November 21, 2008, 16:26:32 »
Þá getur maður farið að undirbúa hjól í þetta mál bara gaman !!!

Hefur það ekki verið hægt hingað til???