Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Sandur

<< < (10/13) > >>

Shafiroff:
sælir félagar.halló þú þessi Tony slaka þú á hér og nú.ekki tala svona til klúbbsinns lestu það sem er skrifað hér og taktu tillit til þess,þú ert ekki meðlimur og hefur ekki atkvæðisrétt, hér með gef ég þér gula spjaldið hafðu það hugfast ungi maður.hvað torfæru strákana varðar þá hafa þeir ekki verið duglegir að mæta á sandspyrnur á liðnum árum bara svo það sé á hreinu.kv AUÐUNN HERLUFSEN

TONI:
Bíddu bíddu, þið segið sjálfir að það vinnist ekki tími til að halda sand sökum annríkis við að halda kvartmílukeppni, kvartmílan gangi fyrir ekki satt, hvað er þá að því að fá annan klúbb í málið eða í samstarf, sé bara ekkert vafasamt við þá tillögu, raunar bara fullkomlega eðlilega. Ég er ekki að greiða neitt athvæði, heldur taka þátt í umræðu um þetta viðkomandi efni burt séð frá hvort ég sé meðlimur eða ekki. Torfæru strákarnir kæmu eflaust fleiri er til þeirra væri leitað um samstarf sem myndi minka þá álagið á KK varðandi þessa keppnisgrein. Þetta er tillaga að lausn málsins, ekki nein ádeila á KK.

Racer:
hér með er óskað eftir mönnum í sandkassa nefnd.

starfslýsing: þurfa að vera heyrnalaust þegar kjaftakellingar og aðrir leiðindaskarfar byrja að röfla.
þurfa að prútta og sjá vel fram fyrir sig.
þurfa að kunna á sand.. hvernig hann þjappast og hvort of mikið eða of lítið vatn er í honum , mega ekki brenna rekavið eiganda svæðisins  :mrgreen: , skipulag og internet kunnátta er kostur og svona

Shafiroff:
sælir félagar.ég er búinn að segja það sem þarf að segja en góð visa er aldrei of oft kveðin,eitt sandspyrnur eru á vegum BA og KK þannig er það nú og verður.ég er búinn að vera lengi í þessu og búinn að sjá allt meira segja það sem má og líka það sem ekki má þannig er það nú.nú er komið fram í miðjan nóv svo þetta er erfitt ef ekki dauðadæmt allra veðra von og vandræðagangur með svæði svo ég tali nú ekki um að fá mannskap í verkefnið á þessum síðustu og verstu tímum.þannig að þetta er bara mjög erfitt mál svo ekki sé dýpra tekið í árinni.það er nú þannig að þetta er ekki bara að kíla á það ,þetta er mikið skipulag og undirbúningur sem fer í þennan gjörning,þetta er ekkert bara láta vaða langt því frá.þetta sumar er búið að vera mjög erfitt hvað keppnishald varðar mikið um frestanir og mikil ólukka elt okkur hvað veðurfar varðar og leit þetta þannig út í haust að við myndum brenna inni með keppnishaldið og er það ekki góð tilfinning,ef svo hefði farið þá hefðum við verið að brjóta blað en sem betur fer tókst að klára þetta .kv AUÐUNN HERLUFSEN

Valli Djöfull:
En Auðunn, í þetta skiptið var Toni alveg stilltur og prúður (ekki er hann alltaf svoleiðis  :lol:)  Þetta er alveg rétt og erfitt að mótmæla.  Sandur hefur verið í öðru sæti hjá okkur og meira að segja settur inn svoleiðis á okkar Official dagatal..

21. júní Sandspyrna KK (hugsanlega)
6. sept. Sandspyrna KK (hugsanlega)
20. sept Sandspyrna KK (hugsanlega)

Við höfum gert þetta 3 ár í röð..  Héldum eina spyrnu 2006 sem gekk vægast sagt hrikalega illa  :lol:
Ekkert í fyrra og ekkert í ár..

En ef það væri sér nefnd innan KK sem myndi bara einbeita sér að sandspyrnum væri þetta annað mál.  Þá væri ekkert fyrsta eða annað sæti..  Bara sitthvor nefndin sem sér um hvora keppni fyrir sig og ekkert vandamál.  Enda á að setja hina nefndina í gang býst ég við.  Miðað við þetta ár verður varla keyrt mikið á næsta ári nema við rífum upp um okkur brækurnar og bjóðum okkur fram í keppnisnefndina góðu.

Eigum við að kjósa í keppnisnefnd á aðalfundi?  Þurfum að auglýsa framboð í þá nefnd tímanlega og svona.. 

Og að mínu mati einnig sand-nefnd..   Sem ég er alveg til í að vera í sjálfur.  Létt, bara 2-3 keppnir yfir allt sumarið.  Myndi henta mér fínt t.d... :)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version