En Auðunn, í þetta skiptið var Toni alveg stilltur og prúður (ekki er hann alltaf svoleiðis
) Þetta er alveg rétt og erfitt að mótmæla. Sandur hefur verið í öðru sæti hjá okkur og meira að segja settur inn svoleiðis á okkar Official dagatal..
21. júní Sandspyrna KK
(hugsanlega)6. sept. Sandspyrna KK
(hugsanlega)20. sept Sandspyrna KK
(hugsanlega)Við höfum gert þetta 3 ár í röð.. Héldum eina spyrnu 2006 sem gekk vægast sagt hrikalega illa
Ekkert í fyrra og ekkert í ár..
En ef það væri sér nefnd innan KK sem myndi bara einbeita sér að sandspyrnum væri þetta annað mál. Þá væri ekkert fyrsta eða annað sæti.. Bara sitthvor nefndin sem sér um hvora keppni fyrir sig og ekkert vandamál. Enda á að setja hina nefndina í gang býst ég við. Miðað við þetta ár verður varla keyrt mikið á næsta ári nema við rífum upp um okkur brækurnar og bjóðum okkur fram í keppnisnefndina góðu.
Eigum við að kjósa í keppnisnefnd á aðalfundi? Þurfum að auglýsa framboð í þá nefnd tímanlega og svona..
Og að mínu mati einnig sand-nefnd.. Sem ég er alveg til í að vera í sjálfur. Létt, bara 2-3 keppnir yfir allt sumarið. Myndi henta mér fínt t.d...