Sko ef þú ert með vél sem byrjar ekki að vinna fyrr en í 4000rpm þá nátturlega virkar ekki að vera með converter sem stallar í 1200rpm, það bara drepst á vélinni þegar þú setur í gír. ef þú ert með standard mótor þá nátturlega hefuru ekkert að gera með converter sem stallar einhverstaðar í 4000, vélin er farin að fljóta á ventlum áður enn þú nærð að læsa converternum, ekki alveg að virka. Svo með transbrake það fer ekkert illa með skiptinguna nema þú sért með það á í einhvern heillangan tíma, búin að spenna draslið allt upp úr öllu valdi, velin á útslætti í 4-5000rpm ert með það á í einhverjar 20-30sek þá geturu vel skemmt eitthvað út frá hitanum sem myndast.
Svona megin tilgangurinn með því að vera með transbrake og stall converter er sá, á ráslínu vilja menn vera komnir með vélina hjá sér inn á vinslusviðið þegar þeir fara á stað, með því að hafa trans brake læsa þeir kassanum til að spenna vélina upp eins og converterinn leifir eða láta vélina slá út þegar vélin er komin vel inn á powerbandið. Það er allveg eins hægt að spenna vélina upp á fótbremsunni en oftast er ekki nægur bremsukraftur að aftan til halda hjólunum þegar menn eru komnir með 5-600hp vélar og byrja bara að spóla á ráslinu sem er ekki gott. Vona þetta svari þér eitthvað