Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!

<< < (2/9) > >>

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Sælir

Þetta er virkilega gott framtak og ég held að flestir ef ekki allir séu sammála um að það sé skynsamlegra að vera með svona flokk heldur en pro-fw þar sem að fjöldi keppenda verði aldrei nægur til að geta keyrt nokkra mismunandi flokka.

Ég spjallaði við nokkra um stofnun á svona flokk og mér heyrist flestir hafa áhuga á því að hafa þetta sem opnast eins og það hefur verið sett upp hér, þannig að í raun og veru séu það bara þyngdartakmörk sem að hafa einhver áhrif.

Hvaðan koma þessi þyngdartakmörk sem að var notast við sem fyrirmynd fyrir reglurnar Davíð ?
Ég veit t.d. að það eru svo til engir AWD bílar sem að keppa undir NHRA í dag út af þyngdar takmarkunar mismun á milli fwd/rwd og awd.
Aftur á móti þá virðist vera að Kanada menn hafi náð mikið betri balance á sport compact flokkana þannig að þar eru fwd, rwd og awd bílar að keppa.
Flokkurinn hjá Kanada mönnum heitir pro compact og það er hægt að finna reglurnar frá þeim hér http://cscs.ca/images/rulebook/2007CSCSDragRaceRuleBook.pdf

En og aftur mér finnst virkilega fínt að þessi umræða sé komin af stað og bara um að gera að við reynum að taka dolitla umræðu um þetta og ræða svo við þá sem að mögulega koma til með að vera í þessum flokk hvernig þeim lýtist á.

kv
Gummi

baldur:
Já, ég tel að það meigi einfalda meira þessa útgáfu sem ég var búinn að taka aðeins til í.
Frekar að byrja með einfaldar reglur. Þegar það eru einhver skynsamleg þyngdarmörk þá sé ég ekki ástæðu til þess að vera með mikið af reglum um búnað bílsins annað en bara augljósar öryggisreglur, þetta á að vera flokkur fyrir smíðaða bíla annað en RS/GT sem eru flokkar fyrir verksmiðjuframleidda bíla þar sem reglurnar segja til um hverju má breyta frá verksmiðjunni, sem er svo ástæðan fyrir því að það eru ekki þyngdarmörk í RS/GT. Það er gert ráð fyrir því að það sé nánast allt á sínum stað sem var í bílnum frá verksmiðjunni og að bíllinn sé með sömu vél og upprunalega sem kemur í veg fyrir að þar geti keppt MK1 Escort með Cosworth mótor (700kg + driver) eða álíka skemmtileg combo.

Þetta er rétt URL á kanadísku sport-compact reglubókina
http://cscs.ca/images/rulebook/2008%20cscs%20drag%20race%20rule%20book.pdf

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Já ég er sammála því.

Setja niður grunn og hengja svo það nauðsynlega utan á .. en reyna notast sem mest við aðal reglur.

Basically
Allar 3-6cyl vélar
Allir orkugjafar
Allir power adderar
Öll bíldekk
Allar drifrásir
Og þyngdartakmörk

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Btw Mk1 Escort er hann c.a. 700kg fyrir utan bensín og ökumann ? er þá hægt að bæta 100kg við ?
800kg eru 1760lbs þannig að miðað við þessi þyngdartakmörk sem eru hér sett inn og svo líka það sem að ég var að benda á í Kanada eru of há fyrir svona combo

baldur:
Bættu svo veltibúri í Escortinn og þá er hann orðinn þessi 1900lbs sem að Pro Compact flokkurinn biður um.
Ég veit svosem ekki hvar þyngdarmörkin eiga að liggja, en það er erfitt að smíða svona léttan bíl úr einhverju boddyi sem er 20 ára eða yngra.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version