Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Vonandi Tilvonandi flokkur og endilega komið með athugasemdir!

<< < (9/9)

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Já við Baldur spjölluðum um þetta í gær og fannst að það væri alveg í lagi að hafa þyngdir óháðar power adders.

Racer:
já ég er eiginlega sammála því að hafa þetta óháð power adders.

einn gæti mætt með 1600 vti með gt42r bínu og annar með ITR með Gt25 bínu og nitró , sá sem nær gripi niður í götuna og heldur því lengur vinnur :twisted:

er að fara senda inn og spurning hvernig skal stoppa flokk í 150 mph.. þá er þetta eiginlega orðið að bracket flokki.

Einar K. Möller:
Afhverju að stoppa flokk í 150mph ? HEndir bara fallhlíf á bílinn eins reglur segja til um  8-)

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Eins og ég sagði fyrr í þræðinum að þá er þetta spurning um að einhverntímann eigi menn að horfa á næsta flokk fyrir ofan.

En það er náttla líka hægt að setja takmörk á dekk og power adders til að halda aftur af hraða og tíma.
Ég er persónulega hrifnari af hinu conceptinu.
Eins og t.d. að ef þú ert í entry level flokk að þá eigiru ekki að þurfa veltiboga sem sagt ekki niður fyrir 11.5

Ég veit að þetta er ekki eins og NHRA gerir þetta .. enda þá gera reglur NHRA það að verkum að mikið af sport compact bílum og stockish bílum eiga ekki heima þar.
Og af sama skapi þá finnst mér alveg í góðu lagi að miða efri flokkana hjá okkur við NHRA reglur t.d. eða hluta af þeim.
En entry level NHRA flokkarnir eiga lítið sameiginlegt með því sem að við erum að gera hérna á Íslandi.

Þetta er mín skoðun og þar af leiðandi finnst mér að allt í lagi að leita leiða til að búa til þrepaskiptingu þannig að menn þurfi að halda áfram upp stigan en ekki fara alltaf neðar og neðar í sama flokknum.

kv
Guðmundur

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version