langt síðan það voru sagðir brandarar hérna er það ekki??
Kona vekur manninn sinn um miðja nótt og segir honum að það sé þjófur niðri að ég kökuna sem móðir hennar hafði bakað.
maðurinn segir:,,Hvort á ég að hringja í lögguna eða sjúkrabílinn fyrst?“
Lítill strákur sem var að bíða eftir strætó á Hlemmi tók því fagnandi
þegar leið 3 lét loksins sjá sig og skellti sér upp í vagninn.
Hann settist beint fyrir aftan bílstjórann og tók að öskra hástöfum:
„Ef pabbi minn væri naut og mamma mín belja þá væri ég lítill kálfur”.
Bílstjóranum var lítið skemmt eins og reyndi að halda aftur að sér
en strákurinn hélt áfram og öskraði af örlítið meiri krafti en áður :
„Ef pabbi minn væri hestur og mamma mín hryssa þá væri ég lítið folald”.
Og svona hélt hann áfram. Þegar stráksi var kominn langleiðina með að
telja upp flestar tegundir í dýraríkinu var bílstjóranum nóg boðið
og hann gleymdi snarlega öllum reglum um háttsemi sem bílstjórum SVR
er uppálagt að fara eftir. Hann sneri sér að stráknum og sagði:
„En ef ég væri pabbi þinn væri ég hommi og mamma þín vændiskona,
hvað værirðu þá?” Stráksi var ekki seinn til að svara og sagði brosandi út að eyrum:
„Nú þá væri ég strætóbílstjóri!
Björn var í vandræðum, hann gleymdi nefnilega brúðkaupsafmælinu og kona hans var bálreið þegar hann kom heim án gjafar. Konan tók hann því í strangt tiltal.
-Það er eins gott að á morgun þegar ég vakni verði gjöf í innkeyrslunni, gerð úr járni og gleri og komist í 100 á innan við 6 sekúndum!
Morgunin eftir hvarf hann snemma í vinnuna en þegar konan hans vaknaði sá hún kassa í innkeyrslunni. Hann var ekki alveg eins stór og hún átti von á. Hún gekk út og opnaði kassann.
Á botninum var baðherbergisvikt!
Þrír aldraðir menn sátu á bekk í garðinum fyrir utan elliheimilið. Sá níræði dregur djúpt andann og segir: Mér líður eins og sextugum manni. Sá nítíu og fimm gerir slíkt hið sama og segir. Umm. Mér líður eins og ég sé fimmtugur. Sá hundrað ára dregur andann langt og djúpt og segir eftir dálitla stund: “Mér líður eins og ég sé nýfæddur.
Sköllóttur, tannlaus og búinn að skíta á mig…….”
SP:Hver er munurinn á venjulegum manni og Súpermann?
SV:Venulegur maður er í nærbuxunum sínum innan undir buxunum.
SP: Af hverju hætti tannlæknirinn störfum?
SV:Hann reif kjaft!
SP:Hvers vegna eru Hafnafjarðarbrandarar svona vitlausir?
SV:Til þess að Reykvíkingar skilji þá.
SP:Hver er munurinn á Spice Girls myndinni og klámmyndum?
SV:Það er betri tónlist í klámmyndum
Kennari: Stafaðu orðið rúm.
Drengur: Rúmm
Kennari: Slepptu öðru m-inu.
Drengur: Hvoru?
SP:Hvernig drekkir þú ljósku?
Sv:Lætur spegil í botninn á baðinu.
Sp: Hvers vegna veiddi Nói bara 2 fiska á meðan hann var í örkinni
Sv: Hann var bara með tvo ánamaðka.
Fíll og mús fóru í bíó. Fíllinn sat beint fyrir framan músina.
Í hléinu spurði músin fílinn: “Gætirðu nokkuð fært þig um eitt sæti svo ég sjái myndina líka?” En fíllinn svaraði neitaði Þá settist músin fyrir
framan fílinn og sagði: “Nú sérðu hvað þetta er pirrandi.”
Besta leiðin til að muna alltaf eftir afmælisdegi konunnar; er að gleyma honum einu sinni.
Mundu næst þegar einhver er að pirrar þig, að það þarf að hreyfa 42 vöðva til að gretta þig, en það þarf bara að hreyfa 4 vöðva til að gefa asnanum einn á 'ann!
Það sem á ekki að segja við Löggu:
”Ég hélt að löggur þyrftu að vera í góðu líkamlegu formi”
“Ertu ekki einn af Village People?”
”Ég ætlaði að verða lögga, en ákvaða að fara frekar í framhaldsskóla”
jæja nóg í bili...