Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Stigamál
Anton Ólafsson:
Við lukum keppni í öllum flokkun nema GF og OF,
Tilkynntum hina flokkana lokna, auglýstum kærufrest og héldum síðan verðlauna afhendingu í þeim flokkum þannig að Gaggi á þetta met.
1966 Charger:
Jæja.... Mr. Holmgersen er að spyrja og spyrja um Íslandsmetið í MC.
Fyrir 4. keppnina var það eign Harrys upp á 12.557.
Þessi tími er svo bættur fjórum sinnum í 4. keppninni þessari röð:
Harry 12.484 x 1% = 0,12484, sem þýðir að hann gat staðfest hann með því að fara allt að 12.608 og niður að 12.359.
Ragnar 12.424 x 1% = 0,12424 sem þýðir staðfestingu á bilinu 12.548 og niður í 12.299.
Harry fer 12.415 x 1% = 0,1245 sem þýðir staðfestingu á bilinu 12.539 og niður í 12.290
Ragnar fer 12.344 x 1% = 0,1234 sem þýðir staðfestingu á bilinu 12.4674 og niður í 12.220
Ég er alveg ósammála ágætum keppinaut mínum um að ég hafi "fyrirgert rétti mínum" til að bakka upp metatilraunina mína. Rökin fyrir því eru þessi:
Í 1. lagi er löng hefð fyrir þremur back-up tilraunum hvort sem keppandi hafi verið sleginn út eða ekki svo framarlega sem mettíminn hafi verið settur í tímatökum eða keppni, eins og reyndin er í mínu tilviki. Ég man meira að segja eftir einum keppanda sem fyrir mörgum árum var í þessari stöðu og það var farið að skyggja þegar hann hafði lokið back-up tilraunum sínum.
Í 2. lagi stendur í metareglum IHRA að met séu ákvörðuð "at the conclusion of each event." sem þýðir "þegar keppni er lokið." Í tilvikinu sem Harry er að gera athugasemdirnar við var keppninni ekki lokið.
Í 3. lagi mundi túlkun Harrys leiða til þess að sá keppandi sem setur met í úrslitaspyrnu, hvort sem hann tapar spyrnunni eða ekki, mætti ekki fá þrjú tækifæri til að bakka þann tíma upp sem er náttúrlega út í hött. Tilbúið dæmi þessu til stuðnings: MC flokkur og Íslandsmetið er 12.004. úrslitaspyrna. Bíll A fer á 12.006. Bíll B fer á 11.889. Bíll A vinnur og sigrar í keppninni á holeshot (þ.e. betri viðbragðstíma)en með lakari e.t.. Bíll B tapar í úrslitunum en setur samt tíma undir Íslandsmeti. Samkvæmt túlkun Harrys mætti bíll B ekki gera neina back-up tilraun. Það gengur náttúrulega ekki.
Gaman? Já. Spennandi? Svo sannarlega.
Hittumst á brautinni þar sem úrslitin ráðast.
Err
Harry þór:
Hæ. Sammála ,þetta er spennandi. Ég er nú bara að hengja hatt minn á hvað Hálfdán sagði á keppnisdag.Ragnar á eina ferð eftir eins og ég til að bakka upp metið.Hann fór ferð 327(???) / 329..Eg veit að úrslit ráðast á brautinni og hlakka mikið til.
mvh Harry
Valli Djöfull:
Ferð 327 er öll á núlli hjá mér.. enginn tími og ekki neitt.. Man ekki hvað gerðist þar.. Hugsanlega eitthvað vesen með sellurnar.. Rámar eitthvað í að lokin á sellukössunum hafi dottið niður einhverntíman yfir daginn, hvort það var þarna man ég ekki, eða hvað kom uppá..
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Það er rétt sem að Ragnar segir og er það sama og ég sagði Harry, að sá sem er með besta tímann og þar með met til að bakka upp þegar keppni lýkur á réttinn á þessum þremur aukaferðum til að bakka upp metið.
ATH tveir keppendur geta aldrei átt uppbökkunarrétt í sama flokki, nema að svo ólíklega vildi til að þeir væru á nákvæmlega sama tíma upp á 1/100 úr sek.
Þessi tími verður að vera settur innan ramma keppninnar, það er í tímatökum eða útslætti.
Keppni er hinns vegar ekki lokið þannig að þetta mál stendur opið.
ATH að keppni er ekki lokið fyrr en fullnaðar úrslit eru fengin úr öllum flokkum og þar með talin eru uppbökkuð met!
Eftir það tekur síðan við kærufrestur.
Þannig að þangað til honum er lokið er aðeins hægt að koma með bráðabirgða úrslit og síðan lokaúrslit að kærufresti gengnum.
Kv.
Hálfdán.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version