Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Stigamál

<< < (6/11) > >>

Valli Djöfull:
Ok, ef 2 sem fara báðir undir íslandsmet geta ekki báðir átt backupferðir, hlítur Harrý að eiga backupferð en ekki Ragnar, þar sem Harrý á betri tíma seinna í keppninni..

Í seinni úrslitaferðinni fer Harrý á besta tíma sem hefur náðst í keppninni, þó báðir séu undir íslandsmetum.  Á Harrý þá bara rétt á backupferðum.  Þó Ragnar sé líka undir íslandsmeti?  En Harrý með betri tíma..

Það meikar svossem alveg sens..  Bara svo maður hafi þetta á hreinu?

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Valli.

Þetta er rétt skilið hjá þér.

Besti tíminn í viðkomandi flokk yfir daginn (innan ramma keppninnar) hlítur alltaf að vera metið, og það er sá sem að tekur tímann sem á rétt á að staðfesta sitt met.

Kv.
Hálfdán.

Valli Djöfull:
En ef ég fer undir met í tímatökum, má ég þá taka mínar backup ferðir strax eða þarf alltaf að bíða þar til keppni er lokið til að fara backup ferðir?

429Cobra:
Sælir félaga. :)

Sæll Valli.

Þú verður að sjálfsögðu að bíða þangað til keppni er lokið að minnsta kosti í þínum flokki til að mega taka uppbökkunarferðir fyrir met.

Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er metið besti tími í viðkomandi flokk þegar keppni líkur, og þá fær sá sem setti þann tíma tækifæri til að staðfesta að hann geti náð viðkomandi tíma með þremur ferðum.

Keppni hefst með skoðun ökutækja og tímatökum.

Það eiga ALDREI að vera leyfðar einhverjar sérstakar æfingaferðir í keppni.

Kv.
Hálfdán.

Valli Djöfull:
Ok, ágætt að vera kominn með þetta á hreint og fínt að hafa þessa umræðu hér á spjallinu svo sem flestir viti..

EFTIR að ferðum í flokkum er lokið fær sá sem fór mest undir met að keyra 3 backup ferðir.  Og enginn annar.

Sem þýðir að Harrý á í raun eina ferð eftir en ekki Raggi.  Og Harrý er nú reyndar nú þegar kominn með met og 5 aukastigin.  Bara spurning hvort það breytist í þessarri einu ferð.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version