Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Stigamál
Valli Djöfull:
Ég er að reikna út stigin en eitt sem fer í mig..
Svona hélt ég að þetta væri strangt til tekið:
1 keppandi = ekki keyrt
2 keppendur = keyrt enginn bikar eða stig
3 keppendur = keyrt og bikar en engin stig
4 keppendur = keyrt, bikar og stig
Við höfum látið 2 keppendur nægja fyrir allt.. En 1 keppandi = 10 mætingarstig..
Það sem ég er að heyra núna er að ef þú mætir einn í flokk, færð að keyra með í öðrum flokk, fáir þú fullt hús stiga í þínum flokk.. Skil ekki alveg? 1 keppandi... bara 10 stig hélt ég..
Hvað finnst mönnum um þetta? Það eru ekki til neinar reglur um stigagjöf eða hvernig þetta á að fara fram hjá okkur. Við erum að notast við amerískar reglur að hluta til sýnist mér samkvæmt þessu.
Þarf ekki bara að henda upp á blað og samþykkja þetta á næsta aðalfundi? Svo þetta sé ekki svona loðið.. Endilega viðrið skoðanir ykkar á þessu..
baldur:
Ef það er bara einn keppandi þá á hann að fara tímatökuferð og hefur hann þá sigrað keppnina og fær stig miðað við besta tíma í tímatökum og sigur.
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Varðandi stigagjöf, þá erum við að nota stigagjöf IHRA.
Við notum stigagjöfina óbreytta einmitt til þess að ekki komi til neinna árekstra vegna sér-Íslenskra ákvæða.
Það er líka til þess að ef það kemur upp eitthvað vafamál þá getum við haft samband út og fengið meiri upplýsingar, eða látið leysa málið fyrir okkur.
Hér er stigagjöf IHRA.
http://www.kvartmila.is/images/IHRA-stig.doc
Kv.
Hálfdán. :roll:
Valli Djöfull:
Ok, en þarna stendur í raun ekkert um fjölda keppenda. Hvernig er þetta úti.. Ef einn keppandi mætir í einhvern flokk, fer tímatökuferð, fær hann þá fullt hús stiga? Er keyrt flokka úti ef einn mætir?
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Valli.
Rétt!
Hversu vitlaust sem að það nú er, þá er einn keppandi í flokki sigurvegari og fær fullt hús stiga!
Þetta er reyndar gert vegna þeirra undirflokka sem eru í til að mynda "Super Stock", "Stock" og "Competition".
Þó að þetta séu allt flokkar sem keyra á kennitímum (index) þá er hver undirflokkur keyrður til meistara titils, og stundum kemur það fyrir að þó að það séu fleiri en 100 keppendur til að mynda í "Stock" að þá er kannski bara einn í "D/SA.
Þar sem að hann keppir við aðra keppendur í "Stock" sem eru í öðrum undirflokkum og fær á þá forskot eða að þeir fá forskot á þennan eina keppanda í "D/SA".
Samt væri "D/SA" flokkurinn keyrður til meistara og skiptir þá ekki mali hversu margir keppendur eru eða hafa verið í honum á tímabilinu.
Þetta er svolítið rugglingslegt, en svona er þetta.
Kv.
Hálfdán. :roll:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version