Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Stigamál

<< < (2/11) > >>

Valli Djöfull:
Ok, gott að fá þetta á hreint..  Þá er í raun tómt rugl að færa keppendur upp um flokk ef þeir vilja bara fá stig í sínum flokk :)

Munum það næst.. :wink:

429Cobra:
Sælir félagar.

Sæll Valli.

Já það er rétt.

Það má ekki færa keppendur milli flokka, nema að höfðu samráði þá.
Þá verður líka að útskýra fyrir þeim að með því að flytjast milli flokka þá fá þeir engin stig í þeim flokki sem að þeir skráðu sig upphaflega í.

Ef keppendur eru einir í flokk en langar að reyna að slá met, þá mega þeir ekki keyra í neinum öðrum flokk en þeim sem að þeir ætla að reyna við metið í, en fá þá fullt hús stiga plús met ef þeir ná því.
Þá er mætingin í flokkin talin þeim til tekna þegar bónusstigin eru reiknuð út að loknu tímabilinu.

Kv.
Hálfdán. :roll:

Valli Djöfull:
Ok, þarna liggur misskilningurinn..  Mér var sagt nú í sumar af einum að ef menn væru færðir í annan flokk gætu þeir haldið stigum í sínum skráða flokki en keppa bara í hinum..  Mér fannst það ekki meika neitt sens..  Enda hefur það klárlega áhrif á hinn flokkinn.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll aftur Valli.

Já þú hefur fengið vitlausar upplýsingar.

Það má enginn keppa á sama tækinu í tveimur flokkum!

Það má hins vegar sami keppandi keppa í tveimur flokkum á sitt hvoru tækinu.!

Vitlaust eða ekki.................... :?: :?: :?:

Svona er þetta. :!:

Kv.
Hálfdán. :roll:

Valli Djöfull:
Enn eitt málið.. Íslandsmet
Ég keyri í MC, bæti íslandsmet, og korteri seinna í sömu keppni bætir þú íslandsmetið sem ég var að ná...  Fær ekki bara sá sem tók betra metið stigin fyrir það?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version